CERT-IS varar við vefveiðum í gegnum smáskilaboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2023 06:42 Gott getur verið að skoða vel vefslóðina sem beint er á. CERT-IS Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks. „Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS. Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
„Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS.
Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira