Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. mars 2023 11:02 Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun