Erlent

Rússar sagðir komnir á staðinn þar sem dróninn brot­lenti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Varnarmálaráðherrann Lloyd Austin og hershöfðinginn Mark Milley ræddu stuttlega við blaðamenn í gær.
Varnarmálaráðherrann Lloyd Austin og hershöfðinginn Mark Milley ræddu stuttlega við blaðamenn í gær. AP/Andrew Harnik

Rússar eru mættir á staðinn þar sem flygyldi Bandaríkjamanna brotlenti á Svartahafi. Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir drónann líklega á töluverðu dýpi og að erfitt verði að ná honum upp.

Milley tjáði sig um málið á blaðamannafundi í kjölfar símtals við Valery Gerasimov, yfirmann rússneska heraflans. Afar fátítt er að háttsettir yfirmenn herja Bandaríkjanna og Rússlands ræði saman.

Að sögn Milley er flygyldið líklega á um 1.200 til 1.500 metra dýpi og hann sagði mögulegar björgunaraðgerðir myndu verða afar erfiðar, tæknilega séð. 

Þá sagði hann að þau gögn sem dróninn hefði aflað yrðu ekki aðgengileg öðrum. Gripið hefði verið til ráðstafana þannig að það sem mögulega hefði verið einhvers virði væri það ekki lengur.

MQ-9 Raptor flygyldi Bandaríkjamanna brotlenti eftir að hafa hitt fyrir tvær herþotur Rússa yfir alþjóðlegu hafsvæði. Önnur þotan var sögð hafa losað eldsneyti á drónann og hin stuggað við honum.


Tengdar fréttir

Rússar þvinguðu bandarískan dróna til nauðlendingar

Bandaríski flugherinn sakar Rússa um glannaskap þegar rússnesk herþota þvingaði bandarískan eftirlitsdróna til þess að nauðlenda í Svartahafi í dag. Atvikið er það fyrsta á milli ríkjanna tveggja frá því að stríðið í Úkraínu hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×