Viðskipti innlent

Kristín Linda nýr stjórnarformaður Samorku

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kristín Linda Árnadóttir er nýr stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Kristín Linda Árnadóttir er nýr stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Samorka

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar, var kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á aðalfundi samtakanna í dag. Hún tekur við starfinu af Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku. Þá kemur einnig fram að þrjú ný taki sæti í stjórn Samorku, það eru Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orku, Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Áfram sitja þau Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Steinn Leó Sigurðsson, sviðstjóri Veitu og framkvæmdasviðs hjá Skagafjarðarveitum, í stjórninni.

Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, og Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar voru kjörin varamenn í fyrsta sinn. 

Fyrir eru Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varamenn í stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×