„Ég bind miklar vonir við sveppi" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:19 Björk segir að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. Getty Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska miðilinn Numéro nú á dögunum og fór þar um víðan völl. Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“ Björk Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“
Björk Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira