Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 09:54 Fólk átti fótum sínum fjör að launa er átökin fóru fram í kirkjugarðinum í Swansea síðasta sumar. Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir. Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023 Wales Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023
Wales Erlend sakamál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira