Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 14:01 Úkraínskir hermenn skjóta að rússneskum nærri Bakhmut. AP/LIBKOS Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. Forsetinn sagði að framtíðin myndi meðal annars ráðast í Milohorivka, Marínka, Avdívka, Bakhmut, Vúledar, Kamíankal og á öllum öðrum stöðum þar sem Úkraínumenn væru að berjast fyrir framtíð sinni. „Ég er þakklátur hverjum þeim sem er að berjast,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. New York Times hefur eftir úkraínska hernum að Rússar hafi aukið árásir sínar í Kúpíansk, Lyman og víðar. Rússar reyni oftar en hundrað sinnum á dag að finna sér leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Enn sem komið er hafa þessar árásir skilað litlum árangri. Úkraínskir hermenn í skotgröf nærri Bakhmut. Þar þurftu þeir að leita skjóls vegna stórskotaliðsárása.AP/LIBKOS Barist um Bakhmut Mikil áhersla hefur verið lögð á að ná bænum Bakhmut úr höndum Úkraínumanna en þeim bæ hafa Rússar reynt að ná frá því í sumar. Austurhluti bæjarins er í höndum Rússa en þeir hafa einnig nærri því umkringt hann. Bakhjarlar Úkraínu hafa ráðlagt Úkraínumönnum að hörfa frá Bakhmut og segja að bærinn sé ekki svo mikilvægur og að betra sé hörfa og koma upp nýrri varnarlínu vestur af honum. Það hafa Úkraínumenn ekki viljað gera en þess í stað eru þeir sagðir hafa sent þangað liðsauka. Sjá einnig: Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Sjá má grófa mynd af stöðunni í Donbas og við Bakhmut á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. #Russian forces conducted ground attacks across the #Donetsk Obl. front line and made further advances in and around #Bakhmut on March 12 & 13 but have not succeeded in completing a turning movement, envelopment, or encirclement of the city as of March 13. https://t.co/YdOjW2xFPo https://t.co/9KKIYOvQLa pic.twitter.com/7o8DeOvyev— ISW (@TheStudyofWar) March 14, 2023 Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum en sérfræðingar segja að hlutfallið hafi versnað fyrir Úkraínumenn samhliða því að Rússar hafa sótt fram norður af bænum og næstum því umkringt hann. Átök eins og þau í Úkraínu reyna bæði á menn og hergögn.AP/Evgeniy Maloletka Rússar sagðir í slæmu ásigkomulagi Bakhmut hefur náð táknrænni merkingu fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Óljóst er hvort herafli Rússlands hafi yfir höfuð burði til að sækja frekar fram eftir orrustuna um Bakhmut, hvenær sem henni líkur. Forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sögðu nýverið að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað væru forsvarsmenn hersins líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Russian 9K33 Osa air defense system destroyed in Donetsk. pic.twitter.com/LUktUXQFg4— Paul Jawin (@PaulJawin) March 14, 2023 Þetta kom fram á nefndarfundi í Bandaríkjaþingi í síðustu viku. Þar sagði Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Til marks um skort Rússa má benda á fregnir af því að þeir séu að draga sextíu ára gamla skriðdreka úr vöruskemmum og myndir hafa einnig borist af notkun gamalla bryndreka. It was recently reported that a number of ancient BTR-50 APCs were delivered to Russian forces in #Ukraine- we obtained a photo of one of them. This unit appears to be a BTR-50PU command&staff subvariant, adopted in 1958, however it is unclear for what role it will be used now. pic.twitter.com/kHkAKLSQQ3— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) March 13, 2023 Úkraínumenn eiga einnig við skort á skotfærum að stríða, eins og Rússar, og þá sérstaklega þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið. Framleiðslugeta Vesturlanda heldur ekki í við notkun Úkraínumanna á skotfærum en þeir segjast þurfa um 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Vilja veikja Rússa fyrir komandi gagnárásir Markmið Úkraínumanna með vörnum Bakhmut virðist nokkuð ljóst. Þeir vilja halda áfram að þvinga Rússa til að ráðast að vörnum þeirra og draga þannig úr hernaðarmætti þeirra, eins og Selenskí sagði í gærkvöldi. Það er vegna þess að Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Það hafa verið færð góð rök fyrir því að viðleitni Rússa til að ná tökum á Donbassvæðinu í vor og í sumar, og varnir Úkraínumanna, hafi leitt til þess að Úkraínumenn hafi náð að frelsa Kharkívhérað og stóran hluta Kherson. Þeir Rob Lee og Michael Kofman, sem sérhæfa sig í málefnum rússneska hersins og hernaði, skrifuðu grein í desember þar sem þeir færðu meðal annars rök fyrir því að Úkraínumönnum hefði tekist að þynna svo verulega í röðum Rússa að forsvarsmenn rússneska hersins hafi neyðst til þess að flytja hermenn annarsstaðar frá og þar með veikt varnir sínar í áðurnefndum héruðum. Það hafi gert Úkraínumönnum kleift að brjótast í gegnum varnir Rússa í Kharkív og sækja djúpt inn á yfirráðasvæði þeirra, svo stór hluti rússneska hersins þurfti að flýja á tveimur jafnfljótum. Telja árásir í suðri líklegastar Rússneskir herbloggarar, sem eru með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum og hafa notið merkilega mikils frelsis við fréttaflutning af innrásinni í Úkraínu, hafa áhyggjur af væntanlegum gagnárásum Úkraínumanna. Í nýjustu stöðuuppfærslu ISW segir að þessir bloggarar telji líklegast að Úkraínumenn muni leggja áherslu á suðurhluta Úkraínu og reyna að sækja í áttina að Berdíansk og Melítopól í Sapórisjía héraði. Einnig að þeir gætu sótt að Marípól í Dónetsk en markmiðið yrði þá að skera á landbrú Rússa að Krímskaga. Mjög hart hefur verið barist um Bakhmut frá því í sumar.AP/LIBKOS Einhverjir bloggarar halda því þó fram að Úkraínumenn muni hafa burði til að gera gera aðrar gagnárásir og þá annað hvort á öðrum stað í suðri eða norðar í Úkraínu. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Einn bloggari sem tengist Wagner málaliðahópnum segir Úkraínumenn vera að valda miklu mannfalli meðal bestu sveita Rússa við Bakhmut og það muni gera Rússum erfiðara að stöðva gagnárásir Úkraínumanna í vor. NYT segir þessa bloggara einnig vera að tala um mögulegar tilraunir Úkraínumanna til að sækja fram yfir Dnipro í Khersonhéraði. Það er þó stór munur á því hvað þarf til að verjast og hvað þarf til að framkvæma vel heppnaðar og umfangsmiklar gagnárásir. Þar má helst nefna þjálfun og hergögn. Ukrainian soldiers wrap up Leopard 2 tank training course in Spain https://t.co/M1cbYnCMwk pic.twitter.com/EkKdbNiitX— AFP News Agency (@AFP) March 14, 2023 Reyndustu hermennirnir fallnir eða særðir Tölur um mannfall í Úkraínu hafa lengi verið á miklu reiki. Hvorki Rússar né Úkraínumenn segja opinberlega frá mannfalli en ráðamenn á Vesturlöndum hafa um nokkuð skeið núna áætlað að um tvö hundruð þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu. Í grein Washington Post segir að áætlað sé að allt að 120 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið eða særst frá því innrásin hófst. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa misst mikið af sínum reyndustu og best þjálfuðu hermönnum í átökunum sem staðið hafa yfir í meira en ár. Hinar nýju hersveitir sem Úkraínumenn eru að mynda eru væntanlega að mestu myndaðar af nýliðum sem hafa litla reynslu af hernaði og átökum. Einn viðmælandi Washington Post, sem leiðir úkraínskt herfylki, sagði gífurlegan mun á hermanni sem hefði varið sex mánuðum í átökum og hermanni sem hefði ekkert gert nema hleypt af byssu á æfingasvæði. „Það eru fáir hermenn með raunverulega reynslu af átökum," sagði viðmælandinn. „Því miður eru þeir allir fallnir eða særðir.“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Forsetinn sagði að framtíðin myndi meðal annars ráðast í Milohorivka, Marínka, Avdívka, Bakhmut, Vúledar, Kamíankal og á öllum öðrum stöðum þar sem Úkraínumenn væru að berjast fyrir framtíð sinni. „Ég er þakklátur hverjum þeim sem er að berjast,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. New York Times hefur eftir úkraínska hernum að Rússar hafi aukið árásir sínar í Kúpíansk, Lyman og víðar. Rússar reyni oftar en hundrað sinnum á dag að finna sér leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Enn sem komið er hafa þessar árásir skilað litlum árangri. Úkraínskir hermenn í skotgröf nærri Bakhmut. Þar þurftu þeir að leita skjóls vegna stórskotaliðsárása.AP/LIBKOS Barist um Bakhmut Mikil áhersla hefur verið lögð á að ná bænum Bakhmut úr höndum Úkraínumanna en þeim bæ hafa Rússar reynt að ná frá því í sumar. Austurhluti bæjarins er í höndum Rússa en þeir hafa einnig nærri því umkringt hann. Bakhjarlar Úkraínu hafa ráðlagt Úkraínumönnum að hörfa frá Bakhmut og segja að bærinn sé ekki svo mikilvægur og að betra sé hörfa og koma upp nýrri varnarlínu vestur af honum. Það hafa Úkraínumenn ekki viljað gera en þess í stað eru þeir sagðir hafa sent þangað liðsauka. Sjá einnig: Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut Sjá má grófa mynd af stöðunni í Donbas og við Bakhmut á meðfylgjandi kortum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war. #Russian forces conducted ground attacks across the #Donetsk Obl. front line and made further advances in and around #Bakhmut on March 12 & 13 but have not succeeded in completing a turning movement, envelopment, or encirclement of the city as of March 13. https://t.co/YdOjW2xFPo https://t.co/9KKIYOvQLa pic.twitter.com/7o8DeOvyev— ISW (@TheStudyofWar) March 14, 2023 Úkraínumenn segjast valda miklu mannfalli meðal rússneskra hermanna í og við Bakhmut, þrátt fyrir erfiðar aðstæður fyrir úkraínska hermenn, sem hafa einnig fallið í miklum fjölda. Þar sem Rússar hafa að mestu verið að sækja fram þá hefur mannfallið líklega verið meira hjá þeim en Úkraínumönnum en sérfræðingar segja að hlutfallið hafi versnað fyrir Úkraínumenn samhliða því að Rússar hafa sótt fram norður af bænum og næstum því umkringt hann. Átök eins og þau í Úkraínu reyna bæði á menn og hergögn.AP/Evgeniy Maloletka Rússar sagðir í slæmu ásigkomulagi Bakhmut hefur náð táknrænni merkingu fyrir bæði Úkraínumenn og Rússa. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Óljóst er hvort herafli Rússlands hafi yfir höfuð burði til að sækja frekar fram eftir orrustuna um Bakhmut, hvenær sem henni líkur. Forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sögðu nýverið að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað væru forsvarsmenn hersins líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Russian 9K33 Osa air defense system destroyed in Donetsk. pic.twitter.com/LUktUXQFg4— Paul Jawin (@PaulJawin) March 14, 2023 Þetta kom fram á nefndarfundi í Bandaríkjaþingi í síðustu viku. Þar sagði Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Til marks um skort Rússa má benda á fregnir af því að þeir séu að draga sextíu ára gamla skriðdreka úr vöruskemmum og myndir hafa einnig borist af notkun gamalla bryndreka. It was recently reported that a number of ancient BTR-50 APCs were delivered to Russian forces in #Ukraine- we obtained a photo of one of them. This unit appears to be a BTR-50PU command&staff subvariant, adopted in 1958, however it is unclear for what role it will be used now. pic.twitter.com/kHkAKLSQQ3— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) March 13, 2023 Úkraínumenn eiga einnig við skort á skotfærum að stríða, eins og Rússar, og þá sérstaklega þegar kemur að skotfærum fyrir stórskotalið. Framleiðslugeta Vesturlanda heldur ekki í við notkun Úkraínumanna á skotfærum en þeir segjast þurfa um 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Vilja veikja Rússa fyrir komandi gagnárásir Markmið Úkraínumanna með vörnum Bakhmut virðist nokkuð ljóst. Þeir vilja halda áfram að þvinga Rússa til að ráðast að vörnum þeirra og draga þannig úr hernaðarmætti þeirra, eins og Selenskí sagði í gærkvöldi. Það er vegna þess að Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Það hafa verið færð góð rök fyrir því að viðleitni Rússa til að ná tökum á Donbassvæðinu í vor og í sumar, og varnir Úkraínumanna, hafi leitt til þess að Úkraínumenn hafi náð að frelsa Kharkívhérað og stóran hluta Kherson. Þeir Rob Lee og Michael Kofman, sem sérhæfa sig í málefnum rússneska hersins og hernaði, skrifuðu grein í desember þar sem þeir færðu meðal annars rök fyrir því að Úkraínumönnum hefði tekist að þynna svo verulega í röðum Rússa að forsvarsmenn rússneska hersins hafi neyðst til þess að flytja hermenn annarsstaðar frá og þar með veikt varnir sínar í áðurnefndum héruðum. Það hafi gert Úkraínumönnum kleift að brjótast í gegnum varnir Rússa í Kharkív og sækja djúpt inn á yfirráðasvæði þeirra, svo stór hluti rússneska hersins þurfti að flýja á tveimur jafnfljótum. Telja árásir í suðri líklegastar Rússneskir herbloggarar, sem eru með marga fylgjendur á samfélagsmiðlum og hafa notið merkilega mikils frelsis við fréttaflutning af innrásinni í Úkraínu, hafa áhyggjur af væntanlegum gagnárásum Úkraínumanna. Í nýjustu stöðuuppfærslu ISW segir að þessir bloggarar telji líklegast að Úkraínumenn muni leggja áherslu á suðurhluta Úkraínu og reyna að sækja í áttina að Berdíansk og Melítopól í Sapórisjía héraði. Einnig að þeir gætu sótt að Marípól í Dónetsk en markmiðið yrði þá að skera á landbrú Rússa að Krímskaga. Mjög hart hefur verið barist um Bakhmut frá því í sumar.AP/LIBKOS Einhverjir bloggarar halda því þó fram að Úkraínumenn muni hafa burði til að gera gera aðrar gagnárásir og þá annað hvort á öðrum stað í suðri eða norðar í Úkraínu. Sjá einnig: Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Einn bloggari sem tengist Wagner málaliðahópnum segir Úkraínumenn vera að valda miklu mannfalli meðal bestu sveita Rússa við Bakhmut og það muni gera Rússum erfiðara að stöðva gagnárásir Úkraínumanna í vor. NYT segir þessa bloggara einnig vera að tala um mögulegar tilraunir Úkraínumanna til að sækja fram yfir Dnipro í Khersonhéraði. Það er þó stór munur á því hvað þarf til að verjast og hvað þarf til að framkvæma vel heppnaðar og umfangsmiklar gagnárásir. Þar má helst nefna þjálfun og hergögn. Ukrainian soldiers wrap up Leopard 2 tank training course in Spain https://t.co/M1cbYnCMwk pic.twitter.com/EkKdbNiitX— AFP News Agency (@AFP) March 14, 2023 Reyndustu hermennirnir fallnir eða særðir Tölur um mannfall í Úkraínu hafa lengi verið á miklu reiki. Hvorki Rússar né Úkraínumenn segja opinberlega frá mannfalli en ráðamenn á Vesturlöndum hafa um nokkuð skeið núna áætlað að um tvö hundruð þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu. Í grein Washington Post segir að áætlað sé að allt að 120 þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið eða særst frá því innrásin hófst. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa misst mikið af sínum reyndustu og best þjálfuðu hermönnum í átökunum sem staðið hafa yfir í meira en ár. Hinar nýju hersveitir sem Úkraínumenn eru að mynda eru væntanlega að mestu myndaðar af nýliðum sem hafa litla reynslu af hernaði og átökum. Einn viðmælandi Washington Post, sem leiðir úkraínskt herfylki, sagði gífurlegan mun á hermanni sem hefði varið sex mánuðum í átökum og hermanni sem hefði ekkert gert nema hleypt af byssu á æfingasvæði. „Það eru fáir hermenn með raunverulega reynslu af átökum," sagði viðmælandinn. „Því miður eru þeir allir fallnir eða særðir.“
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29