„Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenska vörnin og stuðningsfólkið í höllinni átti allt ríkan þátt í stórsigri Íslands í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð. Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti