Fótbolti

Hörður Björgvin hafði betur í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum í Grikklandi.
Á toppnum í Grikklandi. Twitter@paofc_

Íslendingarnir í gríska fótboltanum komu mismikið við sögu í leikjum dagsins en heil umferð fór fram í grísku úrvalsdeildinni.

Það var Íslendingaslagur þegar Panathinaikos heimsótti Atromitos en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn Panathinaikos á meðan Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson komu inn af varamannabekk Atromitos, Viðar á 70.mínútu og Samúel Kári á 80.mínútu.

Leiknum lauk með 0-2 sigri Panathinaikos sem hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í vörn OFI Crete sem beið lægri hlut fyrir botnliði Levadiakos, 2-0.

Sverrir Ingi Ingason var ekki í leikmannahópi PAOK sem vann 0-1 sigur á Volos.

Á sama tíma í Danmörku var Stefán Teitur Þórðarson í byrjunarliði Silkeborgar sem tapaði 2-1 fyrir Bröndby. Lék Stefán fyrsta klukkutíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×