Enski boltinn

Almiron skaut Newcastle upp fyrir Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Migi Almiron.
Migi Almiron. vísir/Getty

Newcastle United vann 2-1 sigur á Wolverhampton Wanderers í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og lyfti liðið sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar.

Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak hóf leik í byrjunarliði Newcastle og náði forystunni fyrir heimamenn eftir 25 mínútur þegar hann skoraði eftir undirbúning Kieran Trippier.

Hwang Hee-chan jafnaði metin fyrir gestina á 70.mínútu; aðeins nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum.

Annar varamaður reyndist hetja heimamanna þegar Paragvæinn Migi Almiron skoraði eftir undirbúning Joe Willock á 79.mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið í leiknum.

Newcastle hefur nú 44 stig í 5.sæti deildarinnar og á tvo leiki til góða á Tottenham sem er í fjórða sæti með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×