Innlent

Mótmælendum bannað að mótmæla inni í Hörpu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Boðað er til mótmæla fyrir utan Hörpu í kvöld.
Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Boðað er til mótmæla fyrir utan Hörpu í kvöld. íslenska óperan

Þeim mótmælendum, sem hyggjast mótmæla förðun á sýningu Íslensku óperunnar, hefur verið meinað að mótmæla inni í Hörpunni sjálfri. Mótmælin hefjast því fyrir utan Hörpuna klukkan 19.

Frá þessu er greint á viðburði mótmælanna á Facebook. „Harpa mun ekki leyfa okkur að mótmæla inni í Hörpu, þrátt fyrir veðrið og ég hef ákveðið að virða það,“ segir í texta viðburðarins sem Daniel Roh stendur fyrir. Daniel er kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ förðun, sem notuð er í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame Butterdly, sé óásættanleg.

Umræða um menningarnám hefur blossað upp hér á landi í tengslum uppsetninguna. Verkið verður sýnt í Hörpu í kvöld en þetta er fyrsta sýningin síðan umræðan fór á flug. 

Mótmælin standa yfir milli klukkan 19 og 19:30. Á viðburðinum er tekið fram að mótmælin skulu vera friðsamæleg og mótmælendur beðnir um að angra ekki gesti.

Rætt verður við Steinunni Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×