Leikstýrði risa kynsvalli í Exit: Hundrað naktar konur og tuttugu naktir menn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. mars 2023 09:28 Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröð EXIT sem sýnd er um þessar mundir. Kynsvall og strap-on koma til tals í viðtalinu, það þarf ekki að segja meira. Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröð af hinum geysivinsælu norsku Exit þáttunum. Gísli lýsir súrrealískum aðstæðum við gerð þáttana og nefnir dæmi um hundrað manna kynsvall þar sem strap on kom við sögu. Norsku þættirnir Exit, eða Útrás, segja frá fjórum vinum í fjármálalífinu í Noregi sem lifa hratt og siðblinda, ofbeldi, eiturlyf og gríðarlegt magn peninga kemur helst við sögu. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda í Noregi og ekki síður á Íslandi. Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni sem sýnd er um þessar mundir. Hann ræddi málin í Reykjavík síðdegis í gær. Norsku þættirnir Exit, eða Útrás, segja frá fjórum vinum í fjármálalífinu í Noregi sem lifa hratt og siðblinda, ofbeldi, eiturlyf og gríðarlegt magn peninga kemur helst við sögu.NRK Handrit þáttanna er byggt á raunverulegum atburðum úr lífi fjögurra norskra manna. Gísli segir mennina hafa lesið yfir handritið en aðeins gert athugasemdir við tvennt: þeir sögðust aldrei myndu fljúga á „buisness class“, heldur aðeins prívat, og þeir myndu aldrei drekka tiltekna tegund af rauðvíni. Í þessari þriðju seríu segir Gísli Örn að fjórmenningarnir fari í nýja tegund af útrás og viðskiptum, þeir fara í grænu orkuna og sjá sér leik á borði í vindmyllubransanum. „Allt sem fram kemur í þessari seríu er alveg eins og það er í Noregi í vindmyllubransanum. Einhverjir spaðar eins og þessir gaurar, hafa séð sér leik á borði, eru búnir að reisa vindmyllur og selja orkuna, til dæmis til Google, og taka arðinn beint til Cayman eyjanna,“ segir Gísli. „Ekkert skilar sér í sveitafélagið annað en klapp á bakið frá sveitastjóranum sem segir „við erum í grænni orku, sjáiði vindmyllurnar sem við erum með.“ „Did I hear correct, do you need a strap on?“ Fjórmenningarnir gera sér að sjálfsögðu glaðan dag inn á milli og eru duglegir að halda upp á velgengni sína í viðskiptum. Þar segist Gísli hafa stigið inn í mjög súrrealískan heim. „Ég leikstýrði tveimur þáttum, númer fjögur og fimm, og í þeim þáttum fara þeir til Frakklands og gera sér glaðan dag. Við tókum það allt upp á Spáni, gott endurgreiðslukerfi á Spáni. Þar fara þeir í mikið svall og stundum leið mér eins og ég vissi ekki hverju ég væri að leikstýra.“ Sumt sem maður lét út úr sér sko, maður er svo fljótur að aðlagast öfgafullum aðstæðum. Þarna eru hundrað allsberar konur og tuttugu allsberir menn, og maður segir „já ert þú til í að vera þarna, getur þú verið þarna. Eruð þið fjögur til í að gera þetta?“ Svokölluð nándarmanneskja var á staðnum sem passaði að allt væri gert eftir bókinni. Gísli segir að það hafi verið mikilvægt að tala ekkert í kringum hlutina. „Margir leikarar á Spáni eru lélegir í ensku svo maður þarf að útskýra nákvæmlega hvað á að vera að gera. Stundum hugsaði ég bara „hvað er ég að gera, er verið að taka mig upp, er þetta falin myndavél?“ Gísli segir sápu ekki hafa dugað til að þrífa á sér munninn eftir soratalið við tökurnar. Hann nefnir góða sögu þar sem ákveðið kynlífstæki kom við sögu. Það varð nefninlega uppi fótur og fit þegar kom í ljós að gleymst hafði að kaupa strap on fyrir áðurnefnt kynsvall. „Svo segir einn spænskur maður: „Did I hear correct, do you need a strap on?“ og við hérna „eee, já.“ I have on in my bag. sagði Spánverjinn þá, ánægður með sig. Gísli lýsir því að hann hafi fyrst spurt manninn hvað í ósköpunum hann væri að gera með strap on í töskunni en svo hætt snarlega við að biðja um útskýringu. „Ég segi bara „nei þú þarft alls ekki að útskýra það. Bara vel gert þú að redda þessari senu.““ Viðtalið við Gísla Örn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem rætt var fyrir utan Exit þættina var önnur sería af Verbúðinni auk kvikmyndarinnar Villibráð sem slegið hefur í gegn. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Norsku þættirnir Exit, eða Útrás, segja frá fjórum vinum í fjármálalífinu í Noregi sem lifa hratt og siðblinda, ofbeldi, eiturlyf og gríðarlegt magn peninga kemur helst við sögu. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda í Noregi og ekki síður á Íslandi. Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni sem sýnd er um þessar mundir. Hann ræddi málin í Reykjavík síðdegis í gær. Norsku þættirnir Exit, eða Útrás, segja frá fjórum vinum í fjármálalífinu í Noregi sem lifa hratt og siðblinda, ofbeldi, eiturlyf og gríðarlegt magn peninga kemur helst við sögu.NRK Handrit þáttanna er byggt á raunverulegum atburðum úr lífi fjögurra norskra manna. Gísli segir mennina hafa lesið yfir handritið en aðeins gert athugasemdir við tvennt: þeir sögðust aldrei myndu fljúga á „buisness class“, heldur aðeins prívat, og þeir myndu aldrei drekka tiltekna tegund af rauðvíni. Í þessari þriðju seríu segir Gísli Örn að fjórmenningarnir fari í nýja tegund af útrás og viðskiptum, þeir fara í grænu orkuna og sjá sér leik á borði í vindmyllubransanum. „Allt sem fram kemur í þessari seríu er alveg eins og það er í Noregi í vindmyllubransanum. Einhverjir spaðar eins og þessir gaurar, hafa séð sér leik á borði, eru búnir að reisa vindmyllur og selja orkuna, til dæmis til Google, og taka arðinn beint til Cayman eyjanna,“ segir Gísli. „Ekkert skilar sér í sveitafélagið annað en klapp á bakið frá sveitastjóranum sem segir „við erum í grænni orku, sjáiði vindmyllurnar sem við erum með.“ „Did I hear correct, do you need a strap on?“ Fjórmenningarnir gera sér að sjálfsögðu glaðan dag inn á milli og eru duglegir að halda upp á velgengni sína í viðskiptum. Þar segist Gísli hafa stigið inn í mjög súrrealískan heim. „Ég leikstýrði tveimur þáttum, númer fjögur og fimm, og í þeim þáttum fara þeir til Frakklands og gera sér glaðan dag. Við tókum það allt upp á Spáni, gott endurgreiðslukerfi á Spáni. Þar fara þeir í mikið svall og stundum leið mér eins og ég vissi ekki hverju ég væri að leikstýra.“ Sumt sem maður lét út úr sér sko, maður er svo fljótur að aðlagast öfgafullum aðstæðum. Þarna eru hundrað allsberar konur og tuttugu allsberir menn, og maður segir „já ert þú til í að vera þarna, getur þú verið þarna. Eruð þið fjögur til í að gera þetta?“ Svokölluð nándarmanneskja var á staðnum sem passaði að allt væri gert eftir bókinni. Gísli segir að það hafi verið mikilvægt að tala ekkert í kringum hlutina. „Margir leikarar á Spáni eru lélegir í ensku svo maður þarf að útskýra nákvæmlega hvað á að vera að gera. Stundum hugsaði ég bara „hvað er ég að gera, er verið að taka mig upp, er þetta falin myndavél?“ Gísli segir sápu ekki hafa dugað til að þrífa á sér munninn eftir soratalið við tökurnar. Hann nefnir góða sögu þar sem ákveðið kynlífstæki kom við sögu. Það varð nefninlega uppi fótur og fit þegar kom í ljós að gleymst hafði að kaupa strap on fyrir áðurnefnt kynsvall. „Svo segir einn spænskur maður: „Did I hear correct, do you need a strap on?“ og við hérna „eee, já.“ I have on in my bag. sagði Spánverjinn þá, ánægður með sig. Gísli lýsir því að hann hafi fyrst spurt manninn hvað í ósköpunum hann væri að gera með strap on í töskunni en svo hætt snarlega við að biðja um útskýringu. „Ég segi bara „nei þú þarft alls ekki að útskýra það. Bara vel gert þú að redda þessari senu.““ Viðtalið við Gísla Örn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem rætt var fyrir utan Exit þættina var önnur sería af Verbúðinni auk kvikmyndarinnar Villibráð sem slegið hefur í gegn.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira