Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut tvenn blaðamannaverðlaun Bjarki Sigurðsson skrifar 10. mars 2023 17:37 Sunna Valgerðardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir fengu blaðamannaverðlaun í dag fyrir umfjallanir sínar hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Vísir/Erla Blaðamannaverðlaunin voru veitt af Blaðamannafélagi Íslands í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar vann til tveggja verðlauna. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. Viðtal ársins 2022: Í flokknum viðtal ársins var það Lillý Valgerður Pétursdóttir sem hlaut blaðamannaverðlaunin. Var það fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn á Langanesi, um aðdraganda andláts Berglindar Bjargar Arnardóttur, tveggja ára dóttur þeirra, úr Covid-19. Blaðamannaverðlaun ársins 2022: Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Sunna Valgerðardóttir fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Í Kompási varpaði Sunna nýju ljósi á trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða sem og ýmissa hópa sem fást við andleg málefni, og afleiðingar þess. Þá gaf þáttur hennar um ópíóíðafíkn raunsanna mynd af heimi morfínfíknar. Seinni hluta árs hafði Sunna umsjón með uppbyggingu nýs fréttaskýringaþáttar, Þetta helst, á Rás 1 þar sem efnistök eru fjölþætt og oft nýstárleg. Klippa: Kompás - Ofbeldi í andlega heiminum Umfjöllun ársins 2022: Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hlaut Þorsteinn J. Vilhjálmsson fyrir útvarpsþáttaröð á Rás 1 um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum í Laugarnesskóla. Þættirnir voru meðal annars byggðir á áhrifamiklum viðtölum við brotaþola kennarans en einnig við aðra sem báru honum vel söguna. Í sex útvarpsþáttum tókst Þorsteini J. að draga upp ljóslifandi mynd af Skeggja, virðingarstöðu hans í samfélaginu og kynferðisbrotum gegn fjölmörgum drengjum, sem og andlegt ofbeldi gagnvart stúlkum í skólanum. Rannsóknarblaðamennska ársins 2022: Helgi Seljan, Stundinni. Fyrir fréttaskýringar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús (Hvíta-Rússlandi), og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina. Lillý Valgerður Pétursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sunna Valgerðardóttir og Helgi Seljan hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2022.Vísir/Erla Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. Viðtal ársins 2022: Í flokknum viðtal ársins var það Lillý Valgerður Pétursdóttir sem hlaut blaðamannaverðlaunin. Var það fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur, íbúa á Þórshöfn á Langanesi, um aðdraganda andláts Berglindar Bjargar Arnardóttur, tveggja ára dóttur þeirra, úr Covid-19. Blaðamannaverðlaun ársins 2022: Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Sunna Valgerðardóttir fyrir fréttaskýringar á miðlum Sýnar og RÚV. Í Kompási varpaði Sunna nýju ljósi á trúarofbeldi innan sértrúarsöfnuða sem og ýmissa hópa sem fást við andleg málefni, og afleiðingar þess. Þá gaf þáttur hennar um ópíóíðafíkn raunsanna mynd af heimi morfínfíknar. Seinni hluta árs hafði Sunna umsjón með uppbyggingu nýs fréttaskýringaþáttar, Þetta helst, á Rás 1 þar sem efnistök eru fjölþætt og oft nýstárleg. Klippa: Kompás - Ofbeldi í andlega heiminum Umfjöllun ársins 2022: Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hlaut Þorsteinn J. Vilhjálmsson fyrir útvarpsþáttaröð á Rás 1 um kennarann og útvarpsmanninn Skeggja Ásbjarnarson og ofbeldi hans gegn börnum í Laugarnesskóla. Þættirnir voru meðal annars byggðir á áhrifamiklum viðtölum við brotaþola kennarans en einnig við aðra sem báru honum vel söguna. Í sex útvarpsþáttum tókst Þorsteini J. að draga upp ljóslifandi mynd af Skeggja, virðingarstöðu hans í samfélaginu og kynferðisbrotum gegn fjölmörgum drengjum, sem og andlegt ofbeldi gagnvart stúlkum í skólanum. Rannsóknarblaðamennska ársins 2022: Helgi Seljan, Stundinni. Fyrir fréttaskýringar um Alexander Moshensky, kjörræðismann Íslands í Belarús (Hvíta-Rússlandi), og náin tengsl hans við Alexander Lukashenko, einræðisherra landsins. Rannsókn Helga leiddi meðal annars í ljós að íslensk stjórnvöld áttu mikil samskipti við fulltrúa Evrópuríkja eftir að Moshensky leitaði liðsinnis þeirra vegna boðaðra refsiaðgerða gegn honum en Moshensky er umfangsmikill kaupandi íslenskra sjávarafurða. Í kjölfar fréttaskýringanna var mál Moshenskys tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og utanríkisráðherra kallaður fyrir nefndina. Lillý Valgerður Pétursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sunna Valgerðardóttir og Helgi Seljan hlutu blaðamannaverðlaun ársins 2022.Vísir/Erla
Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira