Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 112-97 | Stjarnan vann og felldi KR-inga úr Subway-deildinni Stefán Snær Ágústsson skrifar 9. mars 2023 21:02 Hlynur Bæringsson í baráttunni í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn KR er fallið úr Subway-deildinni í körfuknattleik eftir 112-97 sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í kvöld. KR á þar með engan möguleika á að ná Stjörnumönnum og verða að bíta í það súra epli að spila í næstefstu deild á næsta ári. Fyrsti leikhluti hófst af krafti en það voru Stjörnumenn sem tóku uppkastið en Jeremy Smith setti fyrstu stig leiksins fyrir gestina. Fljótlega tók svo heimaliðið yfir leikinn og sóttu með skýru leikplani sem Blikar réðu ekki við. Stjarnan var ekki lengi að byggja upp verulegt forskot en eftir um fimm mínútna leik var munur milli liðanna orðinn 20 stig. Jeremy Smith með boltann.Vísir/Bára Dröfn Heimaliðið spilaði á þriggja stiga körfum og lá í færum, en undir lok leikhlutans hafði Stjarnan sett niður sjö þriggja stiga skot gegn engu hjá Blikum. Sjá mátti á skotnýtingartölum hversu mikla yfirburði heimaliðið hafði en Stjarnan var með 63% skotnýtingu í fyrsta hálfleik gegn lakri 33% nýtingu hjá Breiðablik. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrri, með Stjörnuna í bílstjórasætinu og í fleiri færum. Um miðbik leikhlutans byrjuðu hlutirnir þó að breytast. Blikar byrjuðu að pressa hátt á völlinn og Stjarnan tók fótinn af bensíninu. Dagur Kár Jónsson stillir upp í sókn.Vísir/Bára Dröfn Jeremy Smith og Everage Richardson nýttu stöðuna og byrjuðu að pressa með hraða en á sama tíma jókst skotnýting Blika um rúm 20%. Hápressa og skyndisóknir skiluðu góðum árangri og með aðstoð frá Julio Afonso og Sigurði Péturssyni aftar á vellinum náðu Blikar að saxa á forskot Stjörnunnar á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Liðin fóru inn í búningsklefa með 12 stiga mun, 60-48 og smá spenna komin í leikinn. Ef Blikar áttu að eiga séns á sigri þurftu þeir að hefja endurkomu strax við upphaf seinni hálfleiks. Það gerðu þeir ekki en það voru Stjörnumenn sem byrjuðu með látum með tveimur körfum. Eftir tveggja mínútna leik var Stjarnan aftur komin með tuttugu stiga forskot og endurkomuáætlun Blika að renna út í sandinn. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, íbygginn á svip.Vísir/Bára Dröfn Armani Moore byrjaði að leika sér og sýna skemmtilega takta en það var Adama Darboe sem sá um að stjórna tempói leiksins. Leikstjórnenda hæfileikar hans skinu í gegn í seinni hálfleik en hann hægði á leiknum til að drepa niður pressu Blika. Þriðja leikhluta lauk og ljóst var að gestirnir höfðu ekki náð að saxa á forskot heimamanna, sem var nú komið í 16 stig, staðan 86-68. Við upphaf fjórða leikhluta var ljóst að Stjarnan þyrfti verulega að klúðra ef þeir ættu að tapa þessum leik. Blikar fóru í neyðarsókn, leidda af kröftum Everage Richardson og orku Jeremy Smith, og náðu gestirnir að minnka muninn í 9 stig og smá spenna byrjaði að myndast meðal áhorfenda í Garðabænum. Það varð þó ekkert úr endurkomu Blika og Stjarnan kláraði leikinn fagmannlega. Lokatölur 112-97 Stjörnumönnum í vil í leik sem náði aldrei að verða spennandi eftir sterkan fyrsta leikhluta heimamanna. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði af krafti og tók strax forskotið snemma leiks. Blikar voru passífir og Stjarnan refsaði hægagangi þeirra með 63% skotnýtingu í fyrsta leikhluta gegn 33% hjá Breiðablik. Tuttugu stiga munur í fyrsta leikhluta reyndist of mikið fyrir Blika þótt þeir sýndu stutta kafla af vinnusemi. Stjarnan var með gott leikplan sem nýtti styrkleika þeirra á meðan Breiðablik virtist vera safn einstaklingsleikmanna. Hverjir stóðu upp úr? Í lið Stjörnunnar voru það þeir Niels Gutenius, með 29 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og Adama Darbo með 28 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar sem létu mest til sín taka. Darbo spilaði vel sem liðsstjórnandi og setti svip sinn á tempó leiksins. Í liði Blika var það Jeremy Smith með 28 stig, 5 fráköst og 1 stoðsendingu sem sýndi skemmtilegustu taktana en Stjarnan átti erfitt með að stoppa keyrslurnar hans. Everage Richardson var svo stigakóngur leiksins með 30 stig, ásamt 5 fráköstum og 5 stoðsendingum en hann var stöðugur allan leikinn. Hvað gekk illa? Blikar náðu ekki að stoppa þriggja stiga færin í fyrsta hálfleik. Þeir voru passífir og mættu ekki tilbúnir til leiks. Það olli því að Stjarnan náði að byggja upp tuttugu stiga forskot í fyrsta leikhluta sem Blikar gátu ekki jafnað. Þó svo að restin af leiknum hafi verið frekar jöfn þá var forskot Stjörnunnar of mikið. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eru í spennandi baráttu um úrslitakeppnissæti í deildinni og eru því eru þeir þrír leikir sem eftir eru í deildinni afar þýðingarmiklir. Stjarnan á erfiðan leik fyrir höndum gegn Haukum í Ólafssal í næstu umferð og Breiðablik fær tækifæri til að rétta úr fimm leikja taphrinu sinni þegar Grindavík mætir í Smárann í næstu viku. Arnar: Þetta er ekki gott fyrir íslenskan körfubolta Arnar Guðjónsson með athyglina á ljósmyndara Vísis.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, vildi ekki fagna fregnum af því að sigur liðs síns gegn Breiðablik í 19. umferð Subway deildar karla í körfubolta hefði staðfest örlög vesturbæjarstórveldisins KR, sem eru nú fallnir úr efstu deild. „Ég er alinn upp á Vesturlandinu og átti að halda með ÍA í fótbolta og átti ekki að þola KR, það er uppeldið.“ útskýrir þjálfarinn. „Samt sem áður vona ég að KR komi strax upp. Þetta er ekki gott fyrir íslenskan körfubolta.“ Gengi KR-inga á tímabilinu hefur ekki farið framhjá mörgum en liðið hefur ekki staðið undir væntingum, verandi lið sem hefur orðið íslandsmeistari átján sinnum og þar með oftar en öll önnur lið. „KR-ingar eiga flesta góða körfuboltamenn sem við höfum búið til. Við þurfum að halda góðum körfubolta í Vesturbænum fyrir íslenskan körfubolta.“ „Ég vona að þeir verði ekki lengi niðri en þetta sýnir bara hvað íslenskur körfubolti er jafn og spennandi að þetta getur gerst.“ Spurður hvort það sé eitthvað jákvætt við að senda KR niður um deild svarar þjálfarinn neitandi. „Ég gleðst ekkert sérstaklega yfir því að KR-ingar séu fallnir, ég held það sé ekkert gott fyrir íslenskan körfubolta.“ Subway-deild karla Stjarnan Breiðablik
KR er fallið úr Subway-deildinni í körfuknattleik eftir 112-97 sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í kvöld. KR á þar með engan möguleika á að ná Stjörnumönnum og verða að bíta í það súra epli að spila í næstefstu deild á næsta ári. Fyrsti leikhluti hófst af krafti en það voru Stjörnumenn sem tóku uppkastið en Jeremy Smith setti fyrstu stig leiksins fyrir gestina. Fljótlega tók svo heimaliðið yfir leikinn og sóttu með skýru leikplani sem Blikar réðu ekki við. Stjarnan var ekki lengi að byggja upp verulegt forskot en eftir um fimm mínútna leik var munur milli liðanna orðinn 20 stig. Jeremy Smith með boltann.Vísir/Bára Dröfn Heimaliðið spilaði á þriggja stiga körfum og lá í færum, en undir lok leikhlutans hafði Stjarnan sett niður sjö þriggja stiga skot gegn engu hjá Blikum. Sjá mátti á skotnýtingartölum hversu mikla yfirburði heimaliðið hafði en Stjarnan var með 63% skotnýtingu í fyrsta hálfleik gegn lakri 33% nýtingu hjá Breiðablik. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrri, með Stjörnuna í bílstjórasætinu og í fleiri færum. Um miðbik leikhlutans byrjuðu hlutirnir þó að breytast. Blikar byrjuðu að pressa hátt á völlinn og Stjarnan tók fótinn af bensíninu. Dagur Kár Jónsson stillir upp í sókn.Vísir/Bára Dröfn Jeremy Smith og Everage Richardson nýttu stöðuna og byrjuðu að pressa með hraða en á sama tíma jókst skotnýting Blika um rúm 20%. Hápressa og skyndisóknir skiluðu góðum árangri og með aðstoð frá Julio Afonso og Sigurði Péturssyni aftar á vellinum náðu Blikar að saxa á forskot Stjörnunnar á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Liðin fóru inn í búningsklefa með 12 stiga mun, 60-48 og smá spenna komin í leikinn. Ef Blikar áttu að eiga séns á sigri þurftu þeir að hefja endurkomu strax við upphaf seinni hálfleiks. Það gerðu þeir ekki en það voru Stjörnumenn sem byrjuðu með látum með tveimur körfum. Eftir tveggja mínútna leik var Stjarnan aftur komin með tuttugu stiga forskot og endurkomuáætlun Blika að renna út í sandinn. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, íbygginn á svip.Vísir/Bára Dröfn Armani Moore byrjaði að leika sér og sýna skemmtilega takta en það var Adama Darboe sem sá um að stjórna tempói leiksins. Leikstjórnenda hæfileikar hans skinu í gegn í seinni hálfleik en hann hægði á leiknum til að drepa niður pressu Blika. Þriðja leikhluta lauk og ljóst var að gestirnir höfðu ekki náð að saxa á forskot heimamanna, sem var nú komið í 16 stig, staðan 86-68. Við upphaf fjórða leikhluta var ljóst að Stjarnan þyrfti verulega að klúðra ef þeir ættu að tapa þessum leik. Blikar fóru í neyðarsókn, leidda af kröftum Everage Richardson og orku Jeremy Smith, og náðu gestirnir að minnka muninn í 9 stig og smá spenna byrjaði að myndast meðal áhorfenda í Garðabænum. Það varð þó ekkert úr endurkomu Blika og Stjarnan kláraði leikinn fagmannlega. Lokatölur 112-97 Stjörnumönnum í vil í leik sem náði aldrei að verða spennandi eftir sterkan fyrsta leikhluta heimamanna. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan byrjaði af krafti og tók strax forskotið snemma leiks. Blikar voru passífir og Stjarnan refsaði hægagangi þeirra með 63% skotnýtingu í fyrsta leikhluta gegn 33% hjá Breiðablik. Tuttugu stiga munur í fyrsta leikhluta reyndist of mikið fyrir Blika þótt þeir sýndu stutta kafla af vinnusemi. Stjarnan var með gott leikplan sem nýtti styrkleika þeirra á meðan Breiðablik virtist vera safn einstaklingsleikmanna. Hverjir stóðu upp úr? Í lið Stjörnunnar voru það þeir Niels Gutenius, með 29 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og Adama Darbo með 28 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar sem létu mest til sín taka. Darbo spilaði vel sem liðsstjórnandi og setti svip sinn á tempó leiksins. Í liði Blika var það Jeremy Smith með 28 stig, 5 fráköst og 1 stoðsendingu sem sýndi skemmtilegustu taktana en Stjarnan átti erfitt með að stoppa keyrslurnar hans. Everage Richardson var svo stigakóngur leiksins með 30 stig, ásamt 5 fráköstum og 5 stoðsendingum en hann var stöðugur allan leikinn. Hvað gekk illa? Blikar náðu ekki að stoppa þriggja stiga færin í fyrsta hálfleik. Þeir voru passífir og mættu ekki tilbúnir til leiks. Það olli því að Stjarnan náði að byggja upp tuttugu stiga forskot í fyrsta leikhluta sem Blikar gátu ekki jafnað. Þó svo að restin af leiknum hafi verið frekar jöfn þá var forskot Stjörnunnar of mikið. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eru í spennandi baráttu um úrslitakeppnissæti í deildinni og eru því eru þeir þrír leikir sem eftir eru í deildinni afar þýðingarmiklir. Stjarnan á erfiðan leik fyrir höndum gegn Haukum í Ólafssal í næstu umferð og Breiðablik fær tækifæri til að rétta úr fimm leikja taphrinu sinni þegar Grindavík mætir í Smárann í næstu viku. Arnar: Þetta er ekki gott fyrir íslenskan körfubolta Arnar Guðjónsson með athyglina á ljósmyndara Vísis.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, vildi ekki fagna fregnum af því að sigur liðs síns gegn Breiðablik í 19. umferð Subway deildar karla í körfubolta hefði staðfest örlög vesturbæjarstórveldisins KR, sem eru nú fallnir úr efstu deild. „Ég er alinn upp á Vesturlandinu og átti að halda með ÍA í fótbolta og átti ekki að þola KR, það er uppeldið.“ útskýrir þjálfarinn. „Samt sem áður vona ég að KR komi strax upp. Þetta er ekki gott fyrir íslenskan körfubolta.“ Gengi KR-inga á tímabilinu hefur ekki farið framhjá mörgum en liðið hefur ekki staðið undir væntingum, verandi lið sem hefur orðið íslandsmeistari átján sinnum og þar með oftar en öll önnur lið. „KR-ingar eiga flesta góða körfuboltamenn sem við höfum búið til. Við þurfum að halda góðum körfubolta í Vesturbænum fyrir íslenskan körfubolta.“ „Ég vona að þeir verði ekki lengi niðri en þetta sýnir bara hvað íslenskur körfubolti er jafn og spennandi að þetta getur gerst.“ Spurður hvort það sé eitthvað jákvætt við að senda KR niður um deild svarar þjálfarinn neitandi. „Ég gleðst ekkert sérstaklega yfir því að KR-ingar séu fallnir, ég held það sé ekkert gott fyrir íslenskan körfubolta.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum