Allt galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum 9. mars 2023 19:42 Bukayo Saka með boltann í leiknum í Portúgal í kvöld. Vísir/Getty Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum. Arsenal hefur komið mörgum á óvart í vetur og leiðir ensku deildina, fimm stigum á undan Manchester City. Þeir tóku hins vegar ekki þátt í Meistaradeildinni í vetur en ætla sér augljóslega ekki að missa af keppni þeirra bestu í enn eitt skiptið. Leikurinn í Portúgal í kvöld var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Arsenal byrjaði betur og William Saliba kom Skyttunum yfir á 22.mínútu með skalla eftir hornspyrnu Fabio Vieira. Heimamönnum tókst hins vegar að jafna fyrir hlé. Þar var að verki Goncalo Ignacio með marki sem svipaði mjög til marks Saliba. Staðan 1-1 í hálfleik. Heimamenn náðu síðan forystunni í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal tapaði þá boltanum á miðjunni og fyrirgjöf Esgaio náði alla leið til Paulinho sem skoraði auðveldlega. En Adam var ekki lengi í paradís heimaliðsins. Skömmu eftir að áðurnefndur Paulinho hafði klúðrað dauðafæri fyrir Sporting náði Arsenal að jafna með heppnismarki. Granit Xhaka reyndi þá sendingu inn á teiginn sem breytti um stefnu af Hidemasa Morita og lak í nærhornið. Bæði lið náðu að ógna á síðustu mínútunum en tókst ekki að bæta við mörkum. Arsenal fer því með ágæta stöðu í síðari leikinn á Emirates-vellinum sem fer fram eftir viku. Evrópudeild UEFA
Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum. Arsenal hefur komið mörgum á óvart í vetur og leiðir ensku deildina, fimm stigum á undan Manchester City. Þeir tóku hins vegar ekki þátt í Meistaradeildinni í vetur en ætla sér augljóslega ekki að missa af keppni þeirra bestu í enn eitt skiptið. Leikurinn í Portúgal í kvöld var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Arsenal byrjaði betur og William Saliba kom Skyttunum yfir á 22.mínútu með skalla eftir hornspyrnu Fabio Vieira. Heimamönnum tókst hins vegar að jafna fyrir hlé. Þar var að verki Goncalo Ignacio með marki sem svipaði mjög til marks Saliba. Staðan 1-1 í hálfleik. Heimamenn náðu síðan forystunni í upphafi síðari hálfleiks. Arsenal tapaði þá boltanum á miðjunni og fyrirgjöf Esgaio náði alla leið til Paulinho sem skoraði auðveldlega. En Adam var ekki lengi í paradís heimaliðsins. Skömmu eftir að áðurnefndur Paulinho hafði klúðrað dauðafæri fyrir Sporting náði Arsenal að jafna með heppnismarki. Granit Xhaka reyndi þá sendingu inn á teiginn sem breytti um stefnu af Hidemasa Morita og lak í nærhornið. Bæði lið náðu að ógna á síðustu mínútunum en tókst ekki að bæta við mörkum. Arsenal fer því með ágæta stöðu í síðari leikinn á Emirates-vellinum sem fer fram eftir viku.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti