Ótakmarkaðar losunarheimildir á bulli Andrea Róbertsdóttir skrifar 8. mars 2023 11:30 „Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun