Ótakmarkaðar losunarheimildir á bulli Andrea Róbertsdóttir skrifar 8. mars 2023 11:30 „Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
„Þú þarft að vera með hvítt andlit svo að skynjarinn nemi þig og hurðin opnist.“ Ég stend fyrir utan byggingu á höfuðborgarsvæðinu með konu sem eftir er tekið, sprenglærð með mikla vigt á sínu sérsviði og senan þar sem rennihurðin inn í bygginguna opnist ekki, því hún er ekki með ljósan húðlit, tekur mig 40 ár aftur í tímann. Á þeim tíma var ég í barnaskóla og þá var einn litur í trélitakassanum sem hét „húðlitur“. Það var svona pastel laxableikur, ljós drapplitaður sem í allri litapallettunni var „húðliturinn“. Þegar konan var búin að baða út höndum og teygja sig í sjálfvirka búnaðinn fyrir ofan rennihurðina opnaðist hún loksins og þegar inn var komið naut ég hverrar mínútu. Þessar aðstæður sem hún er í hvern morgun á leiðinni í vinnuna minnir okkur á hve mikilvægt það er að hjálpa tækninni. Hjálpa tækninni að ráða við veruleikann, aðstæður, vera sífellt að laga, bæta og síðast en ekki síst að hjálpa tækninni að taka réttar ákvarðanir þegar móta á framtíð fyrir okkur öll og pakka saman skapalóni, viðmiðum og kerfum sem standast ekki tímans tönn. Við erum með sjálfkeyrandi bíla en tæknin þarf sannarlega hjálp svo fólk verði ávallt í fyrirrúmi. Við heyrum af heilsuappi sem gerir ekki ráð fyrir breytingaskeiði, né tíðahring kvenna, bílbeltum sem gera ekki ráð fyrir barnshafandi og víða pottur brotinn er kemur að kerfum sem ráða engan veginn við fjölbreytileikann og eru langt frá því að vera í takti við nýja tíma. Það er lítið mál að festa hefðir og menningu í sessi með tækninni og því þarf heldur betur að vanda til verka þegar hanna á infrastrúktúr framtíðarinnar þannig að við upplifum öll mannlega reisn, virði, að við tilheyrum og erum séð. Mismunun er marglaga og tæknin mun halda áfram að gera upp á milli kynja, kynþátta og menningar ef við nýtum ekki losunarheimildir á bulli sem okkur hefur verið úthlutað. Gjarnan er gervigreind, algrím hönnuð af körlum og byggja mikið á gögnum sem fjalla um karla. Auðvitað tekur tíma að endurhugsa fjölmargt upp á nýtt og koma öllum breytum að í forritun á einu bretti en fyrsta verk hlýtur að vera að hleypa ólíkum röddum að borðinu til að fá fersk og brakandi sjónarhorn til að rétta kúrsinn og jafna leikinn fyrir okkur öll. Það er margt sem torveldar þátttöku einstaklinga í alls konar og á endanum töpum við öll á einsleitni. Þess vegna þurfum við öll að taka fagnandi á móti einu allsherjar breytingarskeiði. Rennihurðir með sjálfvirkum búnaði virka svakalega vel fyrir mig og í hvert sinn sem hurðin opnast þá minnir það mig á að ég er forréttindapía. Gleðilegan Alþjóðadag kvenna! Höfundur er framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar