Bellingham: Brandari að Chelsea hafi fengið að endurtaka vítaspyrnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 10:30 Jude Bellingham var ekki sáttur með afskipti myndbandadómara í tapi Borussia Dortmund í gær. Getty/James Williamson Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, var allt annað en sáttur með kringumstæðurnar í markinu sem skaut liði hans út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira