Fótbolti

Segir að meiðsli Neymars skapi ótrúlegt tækifæri fyrir PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar hefur leikið sinn síðasta leik á tímabilinu.
Neymar hefur leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. getty/Jean Catuffe

Meiðsli Neymars búa til ótrúlegt tækifæri fyrir knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, Christophe Galtier. Þetta segir Christophe Duggary, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands.

Í gær var greint frá því að Neymar þyrfti að gangast undir aðgerð og yrði af þeim sökum frá keppni út tímabilið. Flestir hefðu talið að þetta væri mikið áfall fyrir PSG enda Neymar einn besti leikmaður heims en Duggary er ekki á þeirri blaðsíðu.

„Það er fínt fyrir PSG að Neymar sé meiddur. Þetta er ótrúlega stórt tækifæri fyrir Galtier. Hann hefði þurft að sýna hugrekki til að taka hann út úr liðinu. Það var eini möguleikinn,“ sagði Duggary við RMC Sport.

„Það er miklu meira jafnvægi í liðinu með fimm í vörn, þrjá á miðjunni og [Kylian] Mbappé og [Lionel] Messi frammi.“

PSG sækir Bayern München heim í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Bæjarar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×