Erlent

Gagn­rýndi Vestur­veldin en sagði sam­skiptin við Rússa til fyrir­myndar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ráðherrann las upp úr stjórnarskrá Kína þegar hann var spurður um Taívan.
Ráðherrann las upp úr stjórnarskrá Kína þegar hann var spurður um Taívan. AP/Mark Schiefelbein

Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands.

Á fundinum fór Gang yfir utanríkisstefnu Kína á næstu árum og var augljóst að hann er á því að aukin samvinna Kínverja og Rússa í framtíðinni sé af hinu góða á meðan Bandaríkin og bandamenn þeirra séu uppspretta spennu og átaka. 

Raunar sagði Qin Gang að átök á milli Kína og Bandaríkjanna væru óumflýjanleg, ef Bandaríkjamenn létu ekki af stefnu sinni og héldu áfram að reyna að þrengja að Kína í efnahagsmálum. 

Hann var hinsvegar mun jákvæðari í garð Rússa og sagði að samband Beijing og Moskvu væri skínandi dæmi um hvernig samskipti ríkja ættu að fara fram. 

Ræða ráðherrans nýja er sögð í góðu samræmi við ræðu sem forsetinn Xi Jinping hélt í gær á fund­i kín­verska Alþýðuþings­ins sem nú stendur yfir í höfuðborginni Beijing. Þar sakaði leiðtoginn Bandaríkjamenn og bandamenn um að halda Kína niðri á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×