Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 94-87 | Líflína fyrir KR en Keflavík í alvöru þroti Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. mars 2023 22:45 Antonio Deshon Williams átti flottan leik í kvöld. Vísir/Vilhelm KR vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Keflavík í átjándu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. KR vann með sjö stigum, lokatölur 94-87. KR þurfti að vinna leikinn til að halda áfram í vonina um að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili. KR þarf áfram að vinna alla sína leiki og á sama tíma að treysta á að Stjarnan tapi öllum sínum leikjum. Keflavík var áfram fast í sömu hjólförum og í síðustu tveimur leikjum á undan, þriðja tapið í röð staðreynd. Þessir skemmtu sér þó án efa vel.Vísir/Vilhelm Það var einhver skrítin stemning á Meistaravöllum í dag, vel mætt í stúkuna en stemningin einhvern veginn takmörkuð og akkúrat engin hjá gestunum. Það sama var upp á teningnum innan vallar, heimamenn aðeins líflegri en Keflavík fór áfram á einstaklingsgæðum framan af leik. Einu stigi munaði á liðunum í hálfleik og jafnt var þegar um þrjár mínútur lifðu þriðja leikhluta. Þá var tekinn dómarafundur við ritaraborðið og í kjölfarið kom 10-0 sprettur hjá heimamönnum sem leiddu með níu stigum í upphafi fjórða leikhluta. Til að þetta misskilist ekki þá höfðu dómararnir lítið með sprett KR að gera, einhver vafi var um hvort staðan sem sýnd var á skortöflunni var rétt og því var farið yfir hlutina. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm KR var mest tólf stigum yfir í upphafi lokaleikhlutans en Keflavík náði að jafna fyrir lokasprettinn. Gestirnir náðu hins vegar ekki að komast yfir og KR-ingar áttu síðasta höggið. Litháinn Justas Tamulis reyndist miklu betri en enginn fyrir KR á lokakaflanum, skoraði fimm stig í röð og kláraði leikinn fyrir þá svörtu og hvítu. Af hverju vann KR? KR var tilbúið að lifa með því að ákveðnir leikmenn tækju skotin fyrir Keflavík og gekk það ekki vel til að byrja með. Það hins vegar fór þannig að þegar leið á leikinn þá borgaði þessi varnarleikur sig og sóknarleikur Keflavíkur varð mjög þungur. Sóknarlega stigu Antonio Williams, Brian Fitzpatrick og Veigar Áki Hlynsson varla feilspor og Justas aðstoðaði þá í lokin. Brian Edward Fitzpatrick stóð fyrir sínu.Vísir/Vilhelm Þessir stóðu upp úr: Veigar Áki skoraði nítján stig úr sjö skotum utan af velli, öll fóru ofan í eins og eina vítið sem hann tók. Eina sem kannski hægt er að setja út á sóknarlega eru tveir tapaðir boltar, fleira var það ekki. Frábær frammistaða. Antonio Deshon Williams endaði stigahæstur með 29 stig, rúmlega 70 prósent skotnýtingu og fiskaði átta villur, framlagshæstur með 32 í framlag. Igor Maric og Ólafur Ingi Styrmisson voru öflugastir hjá Keflavík. Hvað gekk illa? Keflavík var með um 40 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en í seinni hálfleik neituðu löngu skotin að fara ofan í og einungis tvö slík rötuðu rétta leið. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, nefndi það í viðtali eftir leiks að þeir hefðu of mikið leitað í þau skot í stað þess að ráðast á körfuna. Bras Keflavíkur sést einnig í fjölda stoðsendinga, einungis níu slíkar í leiknum. Justas Tamulis keyrir að körfunni. Vísir/Vilhelm En það má líka umorða þessa spurningu í hvað hefur gengið illa? Keflavík virðist ekki geta unnið án Harðar Axels Vilhjálmssonar. Hann var að missa af sínum öðrum leik í röð og er það mjög sýnilegt að liðið saknar hans mikið. Hörður var einnig fjarverandi í eftirminnilegu tapi gegn Njarðvík milli jóla og nýárs. Þjálfarinn Hjalti, bróðir Harðar, var spurður út í Hörð í viðtali eftir leik. „Ég myndi halda það jú, [að liðið geti unnið án hans]. En það hefur ekki verið að frétta því miður. Við þurfum að fá meira framlag frá öðrum áttum.“ „Ég held það sé kraftaverk ef hann snýr aftur fyrir úrslitakeppni, ég vona það besta. Þetta brot lítur ekki vel út og það versnaði þegar hann spilaði á móti Haukum,“ sagði þjálfarinn. Hvað gerist næst? KR mætir ÍR í Skógarseli á fimmtudag í lokaleik kvöldsins. Örlög liðsins gætu verið ráðin því leikur Stjörnunnar gegn Breiðabliki hefst klukkutíma fyrr. Keflavík mætir toppliði Vals á föstudag. Veigar Áki: Ekki alltaf sem maður hittir úr öllu Veigar Áki og Antonio Deshon Williams voru flottir saman í kvöld. „Mér líður auðvitað vel með sigurinn, þetta er búinn að vera erfiður vetur og mikið af töpum. Það er gaman að fá einn leik þar sem við vinnum,“ sagði Veigar Áki Hlynsson, einn af bestu mönnum leiksins, eftir fullkomna skotleikinn sinn. „Það eina sem er hægt að gera er að mæta í einn leik í einu og gera allt sem hægt er að gera til að vinna hann, ekki horfa endilega á að þurfa vinna fimm í röð. Svo sjáum við hvað gerist.“ Fór hugsunin einhvern tímann fyrir þennan leik að ef hann tapaðist þá væri orðið ljóst að KR yrði í 1. deild á næsta tímabili? „Nei, ég reyndi að hugsa eins lítið og ég gat út í það, reyna koma bara í þennan leik eins og hvern annan til að vinna hann.“ „Við spiluðum vel saman sem lið, fannst við öruggari en oft áður, þorðum, tókum skotin okkar og spiluðum heilt yfir vel í dag.“ Hvernig meturu eigin frammistöðu? „Ég átti góðan leik eins og við mjög margir, allt liðið. Það er ekki alltaf sem maður hittir einhvern veginn úr öllu. Það er gaman þegar það gerist.“ „Þegar þú vinnur er gaman, nú viljum við upplifa þessa tilfinningu aftur og aftur og reyna vinna þessa lokaleiki sem við eigum eftir. „Auðvitað. Verður maður ekki að trúa því?“ sagði Veigar aðspurður hvort hann hefði trú á því að KR gæti unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Subway-deild karla KR Keflavík ÍF
KR vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Keflavík í átjándu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. KR vann með sjö stigum, lokatölur 94-87. KR þurfti að vinna leikinn til að halda áfram í vonina um að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili. KR þarf áfram að vinna alla sína leiki og á sama tíma að treysta á að Stjarnan tapi öllum sínum leikjum. Keflavík var áfram fast í sömu hjólförum og í síðustu tveimur leikjum á undan, þriðja tapið í röð staðreynd. Þessir skemmtu sér þó án efa vel.Vísir/Vilhelm Það var einhver skrítin stemning á Meistaravöllum í dag, vel mætt í stúkuna en stemningin einhvern veginn takmörkuð og akkúrat engin hjá gestunum. Það sama var upp á teningnum innan vallar, heimamenn aðeins líflegri en Keflavík fór áfram á einstaklingsgæðum framan af leik. Einu stigi munaði á liðunum í hálfleik og jafnt var þegar um þrjár mínútur lifðu þriðja leikhluta. Þá var tekinn dómarafundur við ritaraborðið og í kjölfarið kom 10-0 sprettur hjá heimamönnum sem leiddu með níu stigum í upphafi fjórða leikhluta. Til að þetta misskilist ekki þá höfðu dómararnir lítið með sprett KR að gera, einhver vafi var um hvort staðan sem sýnd var á skortöflunni var rétt og því var farið yfir hlutina. Úr leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm KR var mest tólf stigum yfir í upphafi lokaleikhlutans en Keflavík náði að jafna fyrir lokasprettinn. Gestirnir náðu hins vegar ekki að komast yfir og KR-ingar áttu síðasta höggið. Litháinn Justas Tamulis reyndist miklu betri en enginn fyrir KR á lokakaflanum, skoraði fimm stig í röð og kláraði leikinn fyrir þá svörtu og hvítu. Af hverju vann KR? KR var tilbúið að lifa með því að ákveðnir leikmenn tækju skotin fyrir Keflavík og gekk það ekki vel til að byrja með. Það hins vegar fór þannig að þegar leið á leikinn þá borgaði þessi varnarleikur sig og sóknarleikur Keflavíkur varð mjög þungur. Sóknarlega stigu Antonio Williams, Brian Fitzpatrick og Veigar Áki Hlynsson varla feilspor og Justas aðstoðaði þá í lokin. Brian Edward Fitzpatrick stóð fyrir sínu.Vísir/Vilhelm Þessir stóðu upp úr: Veigar Áki skoraði nítján stig úr sjö skotum utan af velli, öll fóru ofan í eins og eina vítið sem hann tók. Eina sem kannski hægt er að setja út á sóknarlega eru tveir tapaðir boltar, fleira var það ekki. Frábær frammistaða. Antonio Deshon Williams endaði stigahæstur með 29 stig, rúmlega 70 prósent skotnýtingu og fiskaði átta villur, framlagshæstur með 32 í framlag. Igor Maric og Ólafur Ingi Styrmisson voru öflugastir hjá Keflavík. Hvað gekk illa? Keflavík var með um 40 prósent þriggja stiga nýtingu í hálfleik en í seinni hálfleik neituðu löngu skotin að fara ofan í og einungis tvö slík rötuðu rétta leið. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, nefndi það í viðtali eftir leiks að þeir hefðu of mikið leitað í þau skot í stað þess að ráðast á körfuna. Bras Keflavíkur sést einnig í fjölda stoðsendinga, einungis níu slíkar í leiknum. Justas Tamulis keyrir að körfunni. Vísir/Vilhelm En það má líka umorða þessa spurningu í hvað hefur gengið illa? Keflavík virðist ekki geta unnið án Harðar Axels Vilhjálmssonar. Hann var að missa af sínum öðrum leik í röð og er það mjög sýnilegt að liðið saknar hans mikið. Hörður var einnig fjarverandi í eftirminnilegu tapi gegn Njarðvík milli jóla og nýárs. Þjálfarinn Hjalti, bróðir Harðar, var spurður út í Hörð í viðtali eftir leik. „Ég myndi halda það jú, [að liðið geti unnið án hans]. En það hefur ekki verið að frétta því miður. Við þurfum að fá meira framlag frá öðrum áttum.“ „Ég held það sé kraftaverk ef hann snýr aftur fyrir úrslitakeppni, ég vona það besta. Þetta brot lítur ekki vel út og það versnaði þegar hann spilaði á móti Haukum,“ sagði þjálfarinn. Hvað gerist næst? KR mætir ÍR í Skógarseli á fimmtudag í lokaleik kvöldsins. Örlög liðsins gætu verið ráðin því leikur Stjörnunnar gegn Breiðabliki hefst klukkutíma fyrr. Keflavík mætir toppliði Vals á föstudag. Veigar Áki: Ekki alltaf sem maður hittir úr öllu Veigar Áki og Antonio Deshon Williams voru flottir saman í kvöld. „Mér líður auðvitað vel með sigurinn, þetta er búinn að vera erfiður vetur og mikið af töpum. Það er gaman að fá einn leik þar sem við vinnum,“ sagði Veigar Áki Hlynsson, einn af bestu mönnum leiksins, eftir fullkomna skotleikinn sinn. „Það eina sem er hægt að gera er að mæta í einn leik í einu og gera allt sem hægt er að gera til að vinna hann, ekki horfa endilega á að þurfa vinna fimm í röð. Svo sjáum við hvað gerist.“ Fór hugsunin einhvern tímann fyrir þennan leik að ef hann tapaðist þá væri orðið ljóst að KR yrði í 1. deild á næsta tímabili? „Nei, ég reyndi að hugsa eins lítið og ég gat út í það, reyna koma bara í þennan leik eins og hvern annan til að vinna hann.“ „Við spiluðum vel saman sem lið, fannst við öruggari en oft áður, þorðum, tókum skotin okkar og spiluðum heilt yfir vel í dag.“ Hvernig meturu eigin frammistöðu? „Ég átti góðan leik eins og við mjög margir, allt liðið. Það er ekki alltaf sem maður hittir einhvern veginn úr öllu. Það er gaman þegar það gerist.“ „Þegar þú vinnur er gaman, nú viljum við upplifa þessa tilfinningu aftur og aftur og reyna vinna þessa lokaleiki sem við eigum eftir. „Auðvitað. Verður maður ekki að trúa því?“ sagði Veigar aðspurður hvort hann hefði trú á því að KR gæti unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti