Ferðamenn fagna grænni orkuvinnslu Jóna Bjarnadóttir skrifar 4. mars 2023 10:00 Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar