Lífið

For­sala á Þjóð­há­tíð hafin og fyrstu at­riðin kynnt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Forsala er hafin fyrir Þjóðhátíð 2023.
Forsala er hafin fyrir Þjóðhátíð 2023. Vísir

Forsala á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hófst klukkan níu í morgun. Þá var tilkynnt um þrjú atriði sem koma fram á hátíðinni. 

Fyrsta listafólkið sem tilkynnt hefur verið að stigi á svið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina eru Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór. 

Fyrstu miðarnir í Herjólf fyrir helgina fóru einnig í sölu sem og miðar á VIP-tjaldsvæðið. Hátíðarpassi, með inniföldum miða í Herjólf kostar 35.500 krónur en með plássi á VIP-tjaldsvæðinu eru það fimmtíu þúsund krónur. 

Helgarpassi sem gildir einungis á viðburði helgarinnar kostar 27.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa miða á stök kvöld helgarinnar. 154 dagar eru í að Þjóðhátíð hefjist. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.