Enga menningu að finna í boxum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 19:48 Elísabet Jökulsdóttir vill að barist verði fyrir því að halda lífi í bréfaskiptum landsmanna. Vísir/Egill Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum. Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum.
Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira