Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 09:05 Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Fimmtán til sextán ára gamlar stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélunum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um vöktunina. Stúlkurnar létu þjálfar sinn og foreldra vita. Þær höfðu þá meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd hóf frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. í rými Laugardalshallar eftir fréttaflutning af uppákomunni. Sú athugun takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði hún til viðburða þar sem aðrir en rekstraraðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar reyndust vera um fimmtíu eftirlitsmyndavélar í Laugardalshöll. Þær voru í nánast öllum rýmum hússins utan salerna, búningsklefa og skrifstofurýma starfsmanna. Einfaldar merkingar voru víða en á þær skorti upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar. Láti af vöktun á viðburðum annarra Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan stæðist ekki lög. Hún uppfyllti ekki skilyrði um málefnalegan tilgang fyrir henni. Þá hafi fyrirtækið brotið gegn fræðsluskyldu um vöktunina þar sem gestir Laugardalshallar voru ekki upplýstir um vöktunina og viðeigandi merkingar voru taldar ófullnægjandi. Íþrótta- og sýningarhöllinni er gert að láta af rafrænni vöktun í Laugardalshöll nema mat á vinnslu persónuupplýsinga leiði í ljós að hagsmunir fyrirtækisins af eignavörslu og öryggi gangi framar einkalífshagsmunum gesta. Fyrirtækið þarf einnig að uppfæra merkingar í samræmi við reglur um rafræna vöktun. Persónuvernd ætlar jafnframt að taka til sérstakrar skoðunar hvort hún sekti Íþrótta- og sýningarhöllina vegna brota á reglugerð um persónuvernd. Fyrirtækið fær sérstakan andmælarétt vegna þess. Viðburðahaldara að skyggja fyrir myndavélar Íþrótta- og sýningarhöllin sagði að engar myndavélar væru faldar í höllinni og þær sýnilegar öllum sem kæmu inn í rými hennar. Merkingar væru til staðar um að vöktun færi fram. Myndavélarnar væru á föstum linsum þannig að ekki væri hægt að fjarstýra sjónarhorni þeirra. Merkingar hafi verið endurskoðaðar eftir uppákomuna á Rey cup. Nú sé það í höndum viðburðahaldara í höllinni að skyggja fyrir myndavélar ef talin sé þörf á því. Viðburðahaldarar fái aðeins möguleika á að aftengja myndavélakerfið á stöku svæðum. Þeir fái ekki aðgang að myndefni. Það sé geymt í læstum skáp og því eytt sjálfkrafa eftir níutíu daga. Fyrirtækið svaraði ekki spurningum Persónuverndar um á hvaða heimild fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga það byggði vöktunina á.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07