Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2023 16:48 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun byggja ný heildarlög um fiskeldi á tveimur viðamiklum skýrslum sem komu út á dögunum; annars vegar skýrslu ríkisendurskoðunar og hins vegar skýrslu Boston Consulting. Þá bíður einnig niðurstaðna tveggja starfshópa um smit og strok í fiskeldi. Hún ráðgerir að leggja ný lög fyrir Alþingi á vorþingi 2024. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun leggja fram drög að stefnu um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024. Hún heitir því að stjórnsýslan og eftirlit verði eflt. Í skýrslunni er tekið undir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að úrbóta sé þörf í stjórnsýslu og lagaumhverfi lagareldis. Stærsta áskorunin sé áhrif þess á umhverfið og vistkerfi sjávar, einkum er varðar opnar sjókvíar sem er algengasta framleiðsluaðferðin. Áhrif þeirra á villta laxastofna sé sérstakt áhyggjuefni. „Í meginatriðum má segja að við þurfum að gera betur varðandi stjórnsýslu, regluverk og umhverfisáhættu en ef það er gætt að öllum þessum þáttum þá erum við í raun og veru að horfa á mjög öfluga stöð með öðrum undir íslenskum efnahag en til þess að svo megi verða þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir Svandís. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að eftirlit og stjórnsýslan sé of veikburða til að fylgja eftir örum vexti sjókvíaeldis en í Boston Consulting skýrslunni kemur fram stórhuga áform séu uppi í landeldi einnig. Áætluð verkefni á Íslandi gera ráð fyrir framleiðslu upp á 105 til 125 kT þegar fullri framleiðslu er náð. Á dögunum vakti deildarstjóri fiskeldis hjá MAST athygli á þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem í hönd fer og benti á að niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar sé meðal annars sú að of fáu starfsfólki sé ætlað of mikið. Nú blasi við að stofnuninni verði einnig gert að tryggja dýravelferð í landeldi og því sé deginum ljósara að stofnunin þurfi mun meira fjármagn. Svandís tekur undir þetta sjónarmið. „Jú, það er í raun og veru engin spurning. Ríkisendurskoðun horfir náttúrulega líka til lagarammans og regluverksins. Það skortir reglu, ramma og utanumhald varðandi möguleikana í lagareldi og ég tala nú ekki um úthafseldinu en í öllum þessum greinum þá þurfum við að bæta í hvað varðar eftirlit og sérstaklega eftirlit með þessum dýravelferðarmálum og auðvitað til þess að koma í veg fyrir smit og strok og svo framvegis og það þýðir einfaldlega, eins og þú bendir á, meiri mönnun og aukið fjármagn.“ Svandís hefur í hyggju að leggja fram stefnudrög um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024 - á meðal tillagna verði sterkari stjórnsýsla. „Já, það er engin spurning,“ segir Svandís sem heldur áfram: „Það er algjörlega kominn tími til að ná almennilega utan um þennan ört vaxandi atvinnuveg og við verðum að stilla þetta þannig af að samfélagið sé með þessa sameiginlegu sýn fyrir okkur öll, hvert við viljum fara, frekar en að elta iðnaðinn með veikburða regluverki.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun leggja fram drög að stefnu um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024. Hún heitir því að stjórnsýslan og eftirlit verði eflt. Í skýrslunni er tekið undir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að úrbóta sé þörf í stjórnsýslu og lagaumhverfi lagareldis. Stærsta áskorunin sé áhrif þess á umhverfið og vistkerfi sjávar, einkum er varðar opnar sjókvíar sem er algengasta framleiðsluaðferðin. Áhrif þeirra á villta laxastofna sé sérstakt áhyggjuefni. „Í meginatriðum má segja að við þurfum að gera betur varðandi stjórnsýslu, regluverk og umhverfisáhættu en ef það er gætt að öllum þessum þáttum þá erum við í raun og veru að horfa á mjög öfluga stöð með öðrum undir íslenskum efnahag en til þess að svo megi verða þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir Svandís. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að eftirlit og stjórnsýslan sé of veikburða til að fylgja eftir örum vexti sjókvíaeldis en í Boston Consulting skýrslunni kemur fram stórhuga áform séu uppi í landeldi einnig. Áætluð verkefni á Íslandi gera ráð fyrir framleiðslu upp á 105 til 125 kT þegar fullri framleiðslu er náð. Á dögunum vakti deildarstjóri fiskeldis hjá MAST athygli á þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem í hönd fer og benti á að niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar sé meðal annars sú að of fáu starfsfólki sé ætlað of mikið. Nú blasi við að stofnuninni verði einnig gert að tryggja dýravelferð í landeldi og því sé deginum ljósara að stofnunin þurfi mun meira fjármagn. Svandís tekur undir þetta sjónarmið. „Jú, það er í raun og veru engin spurning. Ríkisendurskoðun horfir náttúrulega líka til lagarammans og regluverksins. Það skortir reglu, ramma og utanumhald varðandi möguleikana í lagareldi og ég tala nú ekki um úthafseldinu en í öllum þessum greinum þá þurfum við að bæta í hvað varðar eftirlit og sérstaklega eftirlit með þessum dýravelferðarmálum og auðvitað til þess að koma í veg fyrir smit og strok og svo framvegis og það þýðir einfaldlega, eins og þú bendir á, meiri mönnun og aukið fjármagn.“ Svandís hefur í hyggju að leggja fram stefnudrög um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024 - á meðal tillagna verði sterkari stjórnsýsla. „Já, það er engin spurning,“ segir Svandís sem heldur áfram: „Það er algjörlega kominn tími til að ná almennilega utan um þennan ört vaxandi atvinnuveg og við verðum að stilla þetta þannig af að samfélagið sé með þessa sameiginlegu sýn fyrir okkur öll, hvert við viljum fara, frekar en að elta iðnaðinn með veikburða regluverki.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25
Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27