„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2023 09:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val. vísir/diego Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira