Innlent

Neyðast til að fresta þingveislu vegna verkfallsins

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þingmennirnir neyðast til að finna sér eitthvað annað að gera á föstudaginn.
Þingmennirnir neyðast til að finna sér eitthvað annað að gera á föstudaginn. Vísir/Vilhelm

Halda átti þingveislu á Grand hótel næstkomandi föstudag. Vegna yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks í Eflingu var tekin sú ákvörðun að fresta veislunni.

Um er að ræða veislu fyrir þingmenn, varaþingmenn sem tóku sæti á Alþingi á yfirstandandi þingári, og maka þeirra. 

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að veislunni hafi verið frestað. Hún segir að ekki hafi verið hægt að halda veislu sem þessa á meðan á verkfallinu stendur. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta veislunni fram í maí.

Það hefur gengið nokkuð erfiðlega að halda þessa árlegu þingveislu á síðustu árum. Árið 2019 var henni einnig frestað vegna verkfalls. Þá var veislunni frestað vegna Covid-19 árið 2020 og 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×