Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 12:18 Neyðarskýlin í Reykjavík fyrir heimilislausa eru jafnan yfirfull og sérfræðingur í skaðaminnkun segir brýna þörf á fleiri langtímabúsetuúrræðum eigi fólk ekki að festast þar. Vísir/Arnar Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala. Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala.
Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent