Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 16:47 Frá björgunaraðgerðum á strönd skammt frá bænum Cutro á Suður-Ítalíu. ap Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum. Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna. Ítalía Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Í morgun var greint frá því tuttugu og sjö líkum hafi skolað upp í fjöru í sumarleyfisstaðnum Steccato di Cutro í Kalabríu. Fleiri lík sáust á reki í sjónum og enn er leitað eftirlifenda í erfiðum öldugangi. Talið er að um 150 manns hafi verið í ofhlaðnum bátnum sem klofnaði í sundur. Viðbraðgsaðilar á Ítalíu greina frá því að nokkurra mánaða gamalt barn sé á meðal þeirra látnu. „Tugir manns drukknuðu, þar á meðal börn. Margra er saknað. Calabria er í sárum eftir þennan harmleik,“ segir héraðsstjórinn, Roberto Occhiuto. „Sjórinn heldur áfram að skila af sér líkum.“ Því er talið nær öruggt að tala látinna eigi eftir að hækka. Tekist hefur verið að bjarga um 80 manns.ap Flóttafólkið er sagt vera frá Íran, Pakistan og Afganistan. Fjöldi flóttafólks reynir að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið á hverju ári og er sjóleiðin sögð ein sú hættulegasta í heimi. Talið er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi komist sjóleiðina til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið á síðasta ári. Frá árinu 2014 er talið að um tuttugu þúsund manns hafi látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið. Ríkisstjórn Ítalíu hefur lögfest reglur sem kveða á um að sekta megi samtök sem leiti að og bjargi flóttafólki innan ítölsku landhelginnar, og gera skip þeirra upptæk. Forsætisráðherrann Georgia Meloni hét því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að binda enda á fyrrgreindan innflutning flóttamanna.
Ítalía Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira