Kyrrstaðan niðurstaðan? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun