Brennimerkt eftir uppsögnina og erfitt að sjá gerandanum hampað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 20:03 Katrín var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu. Hún segist eiga erfitt með að fá vinnu eftir að hafa verið sagt upp störfum. Samsett Katrínu Bryndísardóttur, fyrrverandi kjaramálafulltrúa hjá Eflingu, var sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Hún var þá nýlega snúin aftur úr veikindaleyfi eftir sviplegt andlát fjórtán ára dóttur. Hún segist hluti af hópi reynslumikilla kvenna á skrifstofu Eflingar sem séu brennimerktar og í mestu vandræðum með að fá vinnu. „Hvers konar atvinnurekandi segir upp starfsmanneskju með rúmlega 20 ára reynslu sem var að koma til starfa eftir að missa barnið sitt?“ spyr Katrín í nýlegri færslu á Facebook sem fengið hefur miklar undirtektir. Hún segir tilefni skrifa sinna ekki yfirstandandi kjaradeilur. Hins vegar eigi hún sem þolandi erfið með að sjá geranda sínum endurtekið hampað í fjölmiðlum. Með áratuga reynslu Katrín segist alla tíð haft mikla ástríðu fyrir réttindum launþega. Sjálf er hún alin upp við kröpp kjör, af einstæðri fimm barna móður, og hefur alla tíð þurft að hafa fyrir sínu. Áður en Katrín kom til starfa hjá Eflingu hafði hún unnið í rúma tvo áratugi í verkalýðshreyfingunni, seinast hjá félagi Iðn og tæknigreina. Í apríl 2021 var hún ráðin inn til Eflingar. „Ég segi upp starfinu mínu hjá félagi Iðn og tæknigreina í apríl 2021, af því að ég sá að Efling var að byggja upp öflugt og sérhæft kjaramálasvið. Ég var þá líka nær dóttur minni, sem á þessum tíma var orðin frekar veik. Uppsagnarfresturinn minn var maí, júní og júlí og það stóð auðvitað til að ég myndi vinna út þann tíma.“ Embla, dóttir Katrínar hafði í nokkurn tíma háð erfiða baráttu við depurð og þunglyndi. Í byrjun júní 2021 féll hún fyrir eigin hendi. „Þá breyttist uppsagnarfresturinn minn í raun í veikindaleyfi,“ segir Katrín. Embla, dóttir Katrínar hafði í nokkurn tíma háð erfiða baráttu við depurð og þunglyndi.Facebook Katrín segist í kjölfarið hafa skrifað Ingólfi, sviðsstjóra kjaramálasviðs hjá Eflingu, einlægt bréf þar sem hún greindi frá aðstæðum sínum. Hún hafi jafnframt heitið því að hún myndi standa við gefin loforð og mæta til starfa hjá Eflingu á umsömdum tíma. „Mitt bjargráð var að halda áfram lífinu og fá að gera það sem man er mögulega góð í og fara aftur að vinna. Hafandi starfað við vinnumarkaðsmál og hjá stéttarfélögum í meira en tvo áratugi ákvað ég að halda áfram og fara að vinna. Svo ég gerði það,“ tekur Katrín fram í Facebook færslunni. Hún segir að þrátt fyrir að hafa ekki séð fram á að halda áfram með lífið þá hafi hún farið í vinnu sem var henni kær. „Í sorgarvinnunni síðasta eina og hálfa árið kemur alltaf upp að við eigum að hafa bjargráð. Okkar bjargráð geta verið hvað sem er.“ Erfitt en gefandi starf Hún mætti síðan til starfa hjá Eflingu í byrjun september 2021 og var að eigin sögn afar vel tekið af nánustu samstarfsmönnum. „Hægt og rólega fetaði ég mig áfram. Tók á móti fólki sem átti afar erfitt á vinnumarkaði. Hafði verið niðurlægt, lent í einelti, kynferðisáreiti eða annars konar ofbeldi. Auðvitað var það afar erfitt, en þetta er svona þarna úti og ég vildi leggja mitt að mörkum við að hjálpa, bæta, leiðrétta eða bara gera eitthvað sem í mínu valdi stóð, með þau tæki sem ég hafði til að bæta kjör þessa fólks. Þetta var gefandi starf og ég var með gefandi samstarfsfólki. Hef í raun aldrei mætt öðrum eins skilningi og velvild nokkursstaðar. En þessi skref eftir svona veikindaleyfi voru svo sem ný fyrir mér.“ Mikið gekk á hjá Eflingu á þessum tíma. Sólveig Anna sagði í lok október af sér sem formaður Eflingar í kjölfar þess að starfsfólkið lýsti yfir vantrausti á hendur henni. Katrín segir að þann tíma sem hún starfaði hjá Eflingu hafi hún varla hitt Sólveigu Önnu, hvað þá átt nokkur sérstök samskipti við hana. Yfirstjórn Eflingar hafi starfað á annarri hæð, á læstum gangi. Starfsfólkið „á gólfinu“ hafi haldið áfram að vinna sína vinnu og þjónusta félagsmenn þrátt fyrir allt, og reynt sitt allra besta við að halda skrifstofunni gangandi. Sólveig bauð aftur fram krafta sína til formennsku í félaginu í ársbyrjun 2022. Hún endurheimti umboð sitt til formennsku um miðjan febrúar en listi hennar hlaut 52 prósent atkvæða í formannskosningu. Í framhaldinu hreinsaði Sólveig Anna og stjórn Eflingar til á skrifstofu félagsins með hópuppsögn. Metin óhæf Katrín rifjar upp uppsögnina sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum og sýndist sitt hverjum. Hún segir öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar borist uppsagnarbréf í tölvupósti. Þeirra á meðal Katrín sem hafði þá starfað í átta mánuði hjá Eflingu. Formenn annarra stéttarfélaga voru hugsi yfir slíkri hópuppsögn. Formaður BHM sagði uppsagnirnar vekja óhug og Drífa Snædal, þá forseti ASÍ, sagðist ekki trúa því að slíkur dagur væri runninn upp. „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ sagði Drífa. Meðal félagsmanna Eflingar virtist meirihluti fyrir aðgerðunum því tillaga um að afturkalla uppsagnir starfsfólks var felld á fundi félagsmanna. Þá svaraði Sólveig Anna Drífu fullum hálsi. „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi,“ sagði Sólveig Anna. Var orðin ein eftir með kjaramálasvið Katrín segir engan hafa nálgast hana varðandi endurráðningu eða rætt hvaða verkefni biðu. Hún segist hafa krafið stjórnendur Eflingar um skýringar, án árangurs. Í kjölfarið var lokað á öll samskiptaforrit sem starfsfólkið hafði til að hafa samskipti sín í milli. Henni blöskrar að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hennar hálfu hafi enginn í stjórn Eflingar horfst í augu við hana né nokkra aðra sem sagt var upp. „Ég mætti áfram til vinnu eftir brottreksturinn. Í endann var ég orðin ein með kjaramálasviðið, sem reyndist mér loks ofviða með þetta áfall ofan í áfall. Og kynt var undir opinbera umræðu um okkur öll, sem svikara eða sníkjudýr sem ættum ekkert annað skilið en brottrekstur.“ Þrátt fyrir allt sótti Katrín aftur um hjá Eflingu, bæði um starf sérfræðings og starf fulltrúa hjá vinnuréttarsviði, sem áður var kjaramálasvið, og fór að eigin sögn í gegnum nákvæmlega sama ráðningarferli aftur, meira að segja sama viðtal hjá sama starfsmanni ráðningarþjónustu. Segist hún loks hafa fengið þau svör að hún væri „óhæf.“búið væri að ráða í störfin. Engar frekari skýringar hafi verið gefnar. „Ég var ómetin óhæf, eins og ég hefði missti hæfni við að vinna þarna í átta mánuði. Það er í raun eins og ég hafi tapað reynslu af því að vinna hjá Eflingu.“ Katrín tekur fram að kjaradeilurnar sem nú standa yfir séu ekki aflvakinn að færslunni sem hún birti á Facebook. Hún sé ekki nýta sér tímasetninguna til að stinga stjórn Eflingar í bakið. Hún vilji fyrst og fremst koma fram með sína upplifun og segja hlutina frá sínum sjónarhóli. „Ég er bara þolandi. Ein af mörgum. Og ég er að horfa á gerendur mína vera hampað í fjölmiðlum endalaust og fullt af fólki krefja mig og aðra um skilyrðislausan stuðning.“ Þá tekur hún jafnframt fram í færslunni. „Þegar ég hugsa þetta í samhengi og þegar ég hugsa til fólksins sem ég var að aðstoða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Nú á þetta fólk jafnvel yfir höfði sér launaleysi vegna verkbanns ofan á allt annað." Katrín segist í dag vera í sömu stöðu og margar aðrar fyrrverandi samstarfskonur hjá Eflingu, sem sitja uppi atvinnulausar, á miðjum aldri, og eiga erfitt með að róa á önnur mið. Margar hverjar með áratuga reynslu sem þær þrá að nýta. „Ég er búin að sækja um endalaust mörg störf. Alltaf hafnað. Við erum bara sum eins og brennimerkt, eftir umræðuna um starfsfólk Eflingar. Okkar hlið á þessu öllu hefur sennilega aldrei komið fram, við tókum bara við svívirðingunum þegjandi. Ég vil síður þegja endalaust." Færslu Katrínar má sjá í heild að neðan. Þrátt fyrir ...Að hafa ekki séð fram á að lifa lífinu áfram.Þrátt fyrir það fór ég í vinnu sem var mér svo kær.Í sorgarvinnunni síðasta eina og hálfa árið kemur alltaf upp að við eigum að hafa bjargráð. Okkar bjargráð geta verið hvað sem er.Mitt bjargráð var að halda áfram lífinu og fá að gera það sem man er mögulega góð í og fara aftur að vinna. Hafandi starfað við vinnumarkaðsmál og hjá stéttarfélögum í meira en tvo áratugi ákvað ég að halda áfram og fara að vinna. Svo ég gerði það.Vá hvað mér var vel tekið og ég fékk mikla aðstoð frá mínum nánustu samstarfsmönnum. Það var gersamlega ómetanlegt.Hægt og rólega fetaði ég mig áfram. Tók á móti fólki sem átti afar erfitt á vinnumarkaði. Hafði verið niðurlægt, lent í einelti, kynferðisáreiti eða annars konar ofbeldi.Auðvitað var það afar erfitt, en þetta er svona þarna úti og ég vildi leggja mitt að mörkum við að hjálpa, bæta, leiðrétta eða bara gera eitthvað sem í mínu valdi stóð, með þau tæki sem ég hafði til að bæta kjör þessa fólks.Þetta var gefandi starf og ég var með gefandi samstarfsfólki. Hef í raun aldrei mætt öðrum eins skilningi og velvild nokkursstaðar. En þessi skref eftir svona veikindaleyfi voru svo sem ný fyrir mér.Svo eftir 8 mánaða starf les ég í fjölmiðlum að búið sé að segja öllu starfsfólkinu upp! Öllum sem ég vann með og mér líka?!Um nóttina fékk ég tölvupóst frá einhverjum lögfræðingi með uppsagnarbréfi.Ég bað um skýringar og viðtöl við stjórnendur félagsins. Sem ég fékk ekki. Svo var lokað á öll samskiptaforrit sem starfsfólkið hafði til að hafa samskipti sín í milli. Hvað hafði ég gert til að verðskulda þetta?Dæmi hver fyrir sig. Hvers konar atvinnurekandi segir upp starfsmanneskju með rúmlega 20 ára reynslu sem var að koma til starfa eftir að missa barnið sitt? Ég bara spyr? Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu, hefur enginn, enginn, enginn, af stjórn þessa félags horfst í augu við mig né nokkra aðra sem sagt var upp.Neðangreind samantekt fékk mig til að koma fram og segja hlutina frá mínum sjónarhóli og mínu hjarta. Þegar ég hugsa þetta í samhengi og þegar ég hugsa til fólksins sem ég var að aðstoða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.Þessi færsla er fyrir mig og Emblu mína sem þoldi aldrei óréttlæti. Myndin er af henni.Þrátt fyrir .... styðjum við ...Mantra dagsins í kjaradeilunni virðist vera:Þrátt fyrir ... styðjum við auðvitað félagafólk í Eflingu. Og auðvitað á félagsfólk Eflingar sem lendir í verkbanni skilið stuðning því þetta sama fólk er líka fórnarlömb "þrátt fyrir" listans sem er því miður afar langur. Hér er útdráttur úr honum:Þrátt fyrir að naumasti meirihluti stjórnar hafi varið aðdraganda kjarasamninga í að reka allt starfsfólkið og ekki skilað kröfugerð fyrr en daginn áður en kjarasamningar runnu út, á sama tíma og öll önnur félög verka- og láglaunafólks höfðu setið við samningsborðið mánuðum saman.Þrátt fyrir að hafa sjálf hafnað því að nýta mátt samstöðunnar með samfloti með öllum öðrum félögum verka- og láglaunafólks og eytt svo gífurlegri orku í að níða samninga þeirra niður og saka félaga sína um alvarleg svik eftir að hafa verið upplýst um öll skref viðræðna og kröfugerð þeirra frá upphafi.Þrátt fyrir að hafa sjálf gert lífskjarasamningana 2019 með öðrum félögum ASÍ sem lögðu svo rammann fyrir alla sem á eftir komu að mati SA, án þess að líta svo á að Efling hafi þar með svipt þau félög sjálfstæðum samningsrétti sínum.Þrátt fyrir að mæta eftir á með kröfur um að samið verði eins og tvær þjóðir búi í landinu þar sem mun lægri laun dugi verka- og láglaunafólki utan höfuðborgarsvæðisins.Þrátt fyrir að hafa á bakinu miskabótadóma vegna harðneskjulegrar meðferðar á starfsfólki, fordæmalausa hópuppsögn starfsfólks stéttarfélagsins í skjóli skipulagðs netofbeldis gegn sama fólki mánuðum saman og afdráttarlausan dóm Félagsdóms um brot gegn réttindum trúnaðarmanns, eins af hornsteinum verkalýðshreyfingarinnar.Þrátt fyrir að beita stéttarfélagi fjölda ólíkra einstaklinga grímulaust í flokkspólitískum tilgangi og sækja fremur í smiðju stofnunar arftaka austurþýska kommúnistaflokksins en samtal við félaga sína um land allt í aðdraganda kjarasamninga.Þrátt fyrir að ákveða algeran einleik og einangrun félagsins með því að hafna samfloti og stunda sífelldar árásir á önnur félög verka- og láglaunafólks og að stefna félagsfólki sínu í hörðustu kjaradeilu síðustu áratuga fyrir skammtímasamning sem rennur að líkindum út eftir 11 mánuði á sama tíma og restin af verkalýðshreyfingunni er þegar á fullu við að undirbúa langtímasamningana sem taka þá við.Þrátt fyrir að bregðast undantekningalaust við gagnrýni á störf og ákvarðanir með heiftúðugum árásum á persónur þeirra sem taka til máls og gera þeim upp lágkúrulegustu hvatir eða að þjóna annarlegum hagsmunum.Þrátt fyrir allt framangreint og meira til á almennt félagsfólk Eflingar ekki skilið að horfa fram á algert tekjuleysi vegna verkbanns og á því bæði samúð og stuðning fjölda fólks um land allt, líka þeirra sem samþykktu sína "aumu svikasamninga" með afgerandi meirihluta atkvæða.En að nota þetta sama láglaunafólk og aðsteðjandi bráðavanda þess sem hlífiskjöld yfir siðferðilega gjaldþrota forystusveit í hatrammri rógsherferð gegn öllum sem ekki sýnir þeim fullkomna meðvirkni, er frekar bratt Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Hvers konar atvinnurekandi segir upp starfsmanneskju með rúmlega 20 ára reynslu sem var að koma til starfa eftir að missa barnið sitt?“ spyr Katrín í nýlegri færslu á Facebook sem fengið hefur miklar undirtektir. Hún segir tilefni skrifa sinna ekki yfirstandandi kjaradeilur. Hins vegar eigi hún sem þolandi erfið með að sjá geranda sínum endurtekið hampað í fjölmiðlum. Með áratuga reynslu Katrín segist alla tíð haft mikla ástríðu fyrir réttindum launþega. Sjálf er hún alin upp við kröpp kjör, af einstæðri fimm barna móður, og hefur alla tíð þurft að hafa fyrir sínu. Áður en Katrín kom til starfa hjá Eflingu hafði hún unnið í rúma tvo áratugi í verkalýðshreyfingunni, seinast hjá félagi Iðn og tæknigreina. Í apríl 2021 var hún ráðin inn til Eflingar. „Ég segi upp starfinu mínu hjá félagi Iðn og tæknigreina í apríl 2021, af því að ég sá að Efling var að byggja upp öflugt og sérhæft kjaramálasvið. Ég var þá líka nær dóttur minni, sem á þessum tíma var orðin frekar veik. Uppsagnarfresturinn minn var maí, júní og júlí og það stóð auðvitað til að ég myndi vinna út þann tíma.“ Embla, dóttir Katrínar hafði í nokkurn tíma háð erfiða baráttu við depurð og þunglyndi. Í byrjun júní 2021 féll hún fyrir eigin hendi. „Þá breyttist uppsagnarfresturinn minn í raun í veikindaleyfi,“ segir Katrín. Embla, dóttir Katrínar hafði í nokkurn tíma háð erfiða baráttu við depurð og þunglyndi.Facebook Katrín segist í kjölfarið hafa skrifað Ingólfi, sviðsstjóra kjaramálasviðs hjá Eflingu, einlægt bréf þar sem hún greindi frá aðstæðum sínum. Hún hafi jafnframt heitið því að hún myndi standa við gefin loforð og mæta til starfa hjá Eflingu á umsömdum tíma. „Mitt bjargráð var að halda áfram lífinu og fá að gera það sem man er mögulega góð í og fara aftur að vinna. Hafandi starfað við vinnumarkaðsmál og hjá stéttarfélögum í meira en tvo áratugi ákvað ég að halda áfram og fara að vinna. Svo ég gerði það,“ tekur Katrín fram í Facebook færslunni. Hún segir að þrátt fyrir að hafa ekki séð fram á að halda áfram með lífið þá hafi hún farið í vinnu sem var henni kær. „Í sorgarvinnunni síðasta eina og hálfa árið kemur alltaf upp að við eigum að hafa bjargráð. Okkar bjargráð geta verið hvað sem er.“ Erfitt en gefandi starf Hún mætti síðan til starfa hjá Eflingu í byrjun september 2021 og var að eigin sögn afar vel tekið af nánustu samstarfsmönnum. „Hægt og rólega fetaði ég mig áfram. Tók á móti fólki sem átti afar erfitt á vinnumarkaði. Hafði verið niðurlægt, lent í einelti, kynferðisáreiti eða annars konar ofbeldi. Auðvitað var það afar erfitt, en þetta er svona þarna úti og ég vildi leggja mitt að mörkum við að hjálpa, bæta, leiðrétta eða bara gera eitthvað sem í mínu valdi stóð, með þau tæki sem ég hafði til að bæta kjör þessa fólks. Þetta var gefandi starf og ég var með gefandi samstarfsfólki. Hef í raun aldrei mætt öðrum eins skilningi og velvild nokkursstaðar. En þessi skref eftir svona veikindaleyfi voru svo sem ný fyrir mér.“ Mikið gekk á hjá Eflingu á þessum tíma. Sólveig Anna sagði í lok október af sér sem formaður Eflingar í kjölfar þess að starfsfólkið lýsti yfir vantrausti á hendur henni. Katrín segir að þann tíma sem hún starfaði hjá Eflingu hafi hún varla hitt Sólveigu Önnu, hvað þá átt nokkur sérstök samskipti við hana. Yfirstjórn Eflingar hafi starfað á annarri hæð, á læstum gangi. Starfsfólkið „á gólfinu“ hafi haldið áfram að vinna sína vinnu og þjónusta félagsmenn þrátt fyrir allt, og reynt sitt allra besta við að halda skrifstofunni gangandi. Sólveig bauð aftur fram krafta sína til formennsku í félaginu í ársbyrjun 2022. Hún endurheimti umboð sitt til formennsku um miðjan febrúar en listi hennar hlaut 52 prósent atkvæða í formannskosningu. Í framhaldinu hreinsaði Sólveig Anna og stjórn Eflingar til á skrifstofu félagsins með hópuppsögn. Metin óhæf Katrín rifjar upp uppsögnina sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum og sýndist sitt hverjum. Hún segir öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar borist uppsagnarbréf í tölvupósti. Þeirra á meðal Katrín sem hafði þá starfað í átta mánuði hjá Eflingu. Formenn annarra stéttarfélaga voru hugsi yfir slíkri hópuppsögn. Formaður BHM sagði uppsagnirnar vekja óhug og Drífa Snædal, þá forseti ASÍ, sagðist ekki trúa því að slíkur dagur væri runninn upp. „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa þann dag að stéttarfélag segði upp öllu starfsfólki sínu á einu bretti. Þetta hefur ekki gerst áður hér á landi og mér er til efs að til sambærilegra aðgerða hafi verið gripið nokkurs staðar á Norðurlöndunum eða í öðrum löndum með frjálsa og skipulagða verkalýðshreyfingu,“ sagði Drífa. Meðal félagsmanna Eflingar virtist meirihluti fyrir aðgerðunum því tillaga um að afturkalla uppsagnir starfsfólks var felld á fundi félagsmanna. Þá svaraði Sólveig Anna Drífu fullum hálsi. „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi,“ sagði Sólveig Anna. Var orðin ein eftir með kjaramálasvið Katrín segir engan hafa nálgast hana varðandi endurráðningu eða rætt hvaða verkefni biðu. Hún segist hafa krafið stjórnendur Eflingar um skýringar, án árangurs. Í kjölfarið var lokað á öll samskiptaforrit sem starfsfólkið hafði til að hafa samskipti sín í milli. Henni blöskrar að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hennar hálfu hafi enginn í stjórn Eflingar horfst í augu við hana né nokkra aðra sem sagt var upp. „Ég mætti áfram til vinnu eftir brottreksturinn. Í endann var ég orðin ein með kjaramálasviðið, sem reyndist mér loks ofviða með þetta áfall ofan í áfall. Og kynt var undir opinbera umræðu um okkur öll, sem svikara eða sníkjudýr sem ættum ekkert annað skilið en brottrekstur.“ Þrátt fyrir allt sótti Katrín aftur um hjá Eflingu, bæði um starf sérfræðings og starf fulltrúa hjá vinnuréttarsviði, sem áður var kjaramálasvið, og fór að eigin sögn í gegnum nákvæmlega sama ráðningarferli aftur, meira að segja sama viðtal hjá sama starfsmanni ráðningarþjónustu. Segist hún loks hafa fengið þau svör að hún væri „óhæf.“búið væri að ráða í störfin. Engar frekari skýringar hafi verið gefnar. „Ég var ómetin óhæf, eins og ég hefði missti hæfni við að vinna þarna í átta mánuði. Það er í raun eins og ég hafi tapað reynslu af því að vinna hjá Eflingu.“ Katrín tekur fram að kjaradeilurnar sem nú standa yfir séu ekki aflvakinn að færslunni sem hún birti á Facebook. Hún sé ekki nýta sér tímasetninguna til að stinga stjórn Eflingar í bakið. Hún vilji fyrst og fremst koma fram með sína upplifun og segja hlutina frá sínum sjónarhóli. „Ég er bara þolandi. Ein af mörgum. Og ég er að horfa á gerendur mína vera hampað í fjölmiðlum endalaust og fullt af fólki krefja mig og aðra um skilyrðislausan stuðning.“ Þá tekur hún jafnframt fram í færslunni. „Þegar ég hugsa þetta í samhengi og þegar ég hugsa til fólksins sem ég var að aðstoða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Nú á þetta fólk jafnvel yfir höfði sér launaleysi vegna verkbanns ofan á allt annað." Katrín segist í dag vera í sömu stöðu og margar aðrar fyrrverandi samstarfskonur hjá Eflingu, sem sitja uppi atvinnulausar, á miðjum aldri, og eiga erfitt með að róa á önnur mið. Margar hverjar með áratuga reynslu sem þær þrá að nýta. „Ég er búin að sækja um endalaust mörg störf. Alltaf hafnað. Við erum bara sum eins og brennimerkt, eftir umræðuna um starfsfólk Eflingar. Okkar hlið á þessu öllu hefur sennilega aldrei komið fram, við tókum bara við svívirðingunum þegjandi. Ég vil síður þegja endalaust." Færslu Katrínar má sjá í heild að neðan. Þrátt fyrir ...Að hafa ekki séð fram á að lifa lífinu áfram.Þrátt fyrir það fór ég í vinnu sem var mér svo kær.Í sorgarvinnunni síðasta eina og hálfa árið kemur alltaf upp að við eigum að hafa bjargráð. Okkar bjargráð geta verið hvað sem er.Mitt bjargráð var að halda áfram lífinu og fá að gera það sem man er mögulega góð í og fara aftur að vinna. Hafandi starfað við vinnumarkaðsmál og hjá stéttarfélögum í meira en tvo áratugi ákvað ég að halda áfram og fara að vinna. Svo ég gerði það.Vá hvað mér var vel tekið og ég fékk mikla aðstoð frá mínum nánustu samstarfsmönnum. Það var gersamlega ómetanlegt.Hægt og rólega fetaði ég mig áfram. Tók á móti fólki sem átti afar erfitt á vinnumarkaði. Hafði verið niðurlægt, lent í einelti, kynferðisáreiti eða annars konar ofbeldi.Auðvitað var það afar erfitt, en þetta er svona þarna úti og ég vildi leggja mitt að mörkum við að hjálpa, bæta, leiðrétta eða bara gera eitthvað sem í mínu valdi stóð, með þau tæki sem ég hafði til að bæta kjör þessa fólks.Þetta var gefandi starf og ég var með gefandi samstarfsfólki. Hef í raun aldrei mætt öðrum eins skilningi og velvild nokkursstaðar. En þessi skref eftir svona veikindaleyfi voru svo sem ný fyrir mér.Svo eftir 8 mánaða starf les ég í fjölmiðlum að búið sé að segja öllu starfsfólkinu upp! Öllum sem ég vann með og mér líka?!Um nóttina fékk ég tölvupóst frá einhverjum lögfræðingi með uppsagnarbréfi.Ég bað um skýringar og viðtöl við stjórnendur félagsins. Sem ég fékk ekki. Svo var lokað á öll samskiptaforrit sem starfsfólkið hafði til að hafa samskipti sín í milli. Hvað hafði ég gert til að verðskulda þetta?Dæmi hver fyrir sig. Hvers konar atvinnurekandi segir upp starfsmanneskju með rúmlega 20 ára reynslu sem var að koma til starfa eftir að missa barnið sitt? Ég bara spyr? Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu, hefur enginn, enginn, enginn, af stjórn þessa félags horfst í augu við mig né nokkra aðra sem sagt var upp.Neðangreind samantekt fékk mig til að koma fram og segja hlutina frá mínum sjónarhóli og mínu hjarta. Þegar ég hugsa þetta í samhengi og þegar ég hugsa til fólksins sem ég var að aðstoða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.Þessi færsla er fyrir mig og Emblu mína sem þoldi aldrei óréttlæti. Myndin er af henni.Þrátt fyrir .... styðjum við ...Mantra dagsins í kjaradeilunni virðist vera:Þrátt fyrir ... styðjum við auðvitað félagafólk í Eflingu. Og auðvitað á félagsfólk Eflingar sem lendir í verkbanni skilið stuðning því þetta sama fólk er líka fórnarlömb "þrátt fyrir" listans sem er því miður afar langur. Hér er útdráttur úr honum:Þrátt fyrir að naumasti meirihluti stjórnar hafi varið aðdraganda kjarasamninga í að reka allt starfsfólkið og ekki skilað kröfugerð fyrr en daginn áður en kjarasamningar runnu út, á sama tíma og öll önnur félög verka- og láglaunafólks höfðu setið við samningsborðið mánuðum saman.Þrátt fyrir að hafa sjálf hafnað því að nýta mátt samstöðunnar með samfloti með öllum öðrum félögum verka- og láglaunafólks og eytt svo gífurlegri orku í að níða samninga þeirra niður og saka félaga sína um alvarleg svik eftir að hafa verið upplýst um öll skref viðræðna og kröfugerð þeirra frá upphafi.Þrátt fyrir að hafa sjálf gert lífskjarasamningana 2019 með öðrum félögum ASÍ sem lögðu svo rammann fyrir alla sem á eftir komu að mati SA, án þess að líta svo á að Efling hafi þar með svipt þau félög sjálfstæðum samningsrétti sínum.Þrátt fyrir að mæta eftir á með kröfur um að samið verði eins og tvær þjóðir búi í landinu þar sem mun lægri laun dugi verka- og láglaunafólki utan höfuðborgarsvæðisins.Þrátt fyrir að hafa á bakinu miskabótadóma vegna harðneskjulegrar meðferðar á starfsfólki, fordæmalausa hópuppsögn starfsfólks stéttarfélagsins í skjóli skipulagðs netofbeldis gegn sama fólki mánuðum saman og afdráttarlausan dóm Félagsdóms um brot gegn réttindum trúnaðarmanns, eins af hornsteinum verkalýðshreyfingarinnar.Þrátt fyrir að beita stéttarfélagi fjölda ólíkra einstaklinga grímulaust í flokkspólitískum tilgangi og sækja fremur í smiðju stofnunar arftaka austurþýska kommúnistaflokksins en samtal við félaga sína um land allt í aðdraganda kjarasamninga.Þrátt fyrir að ákveða algeran einleik og einangrun félagsins með því að hafna samfloti og stunda sífelldar árásir á önnur félög verka- og láglaunafólks og að stefna félagsfólki sínu í hörðustu kjaradeilu síðustu áratuga fyrir skammtímasamning sem rennur að líkindum út eftir 11 mánuði á sama tíma og restin af verkalýðshreyfingunni er þegar á fullu við að undirbúa langtímasamningana sem taka þá við.Þrátt fyrir að bregðast undantekningalaust við gagnrýni á störf og ákvarðanir með heiftúðugum árásum á persónur þeirra sem taka til máls og gera þeim upp lágkúrulegustu hvatir eða að þjóna annarlegum hagsmunum.Þrátt fyrir allt framangreint og meira til á almennt félagsfólk Eflingar ekki skilið að horfa fram á algert tekjuleysi vegna verkbanns og á því bæði samúð og stuðning fjölda fólks um land allt, líka þeirra sem samþykktu sína "aumu svikasamninga" með afgerandi meirihluta atkvæða.En að nota þetta sama láglaunafólk og aðsteðjandi bráðavanda þess sem hlífiskjöld yfir siðferðilega gjaldþrota forystusveit í hatrammri rógsherferð gegn öllum sem ekki sýnir þeim fullkomna meðvirkni, er frekar bratt Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Þrátt fyrir ...Að hafa ekki séð fram á að lifa lífinu áfram.Þrátt fyrir það fór ég í vinnu sem var mér svo kær.Í sorgarvinnunni síðasta eina og hálfa árið kemur alltaf upp að við eigum að hafa bjargráð. Okkar bjargráð geta verið hvað sem er.Mitt bjargráð var að halda áfram lífinu og fá að gera það sem man er mögulega góð í og fara aftur að vinna. Hafandi starfað við vinnumarkaðsmál og hjá stéttarfélögum í meira en tvo áratugi ákvað ég að halda áfram og fara að vinna. Svo ég gerði það.Vá hvað mér var vel tekið og ég fékk mikla aðstoð frá mínum nánustu samstarfsmönnum. Það var gersamlega ómetanlegt.Hægt og rólega fetaði ég mig áfram. Tók á móti fólki sem átti afar erfitt á vinnumarkaði. Hafði verið niðurlægt, lent í einelti, kynferðisáreiti eða annars konar ofbeldi.Auðvitað var það afar erfitt, en þetta er svona þarna úti og ég vildi leggja mitt að mörkum við að hjálpa, bæta, leiðrétta eða bara gera eitthvað sem í mínu valdi stóð, með þau tæki sem ég hafði til að bæta kjör þessa fólks.Þetta var gefandi starf og ég var með gefandi samstarfsfólki. Hef í raun aldrei mætt öðrum eins skilningi og velvild nokkursstaðar. En þessi skref eftir svona veikindaleyfi voru svo sem ný fyrir mér.Svo eftir 8 mánaða starf les ég í fjölmiðlum að búið sé að segja öllu starfsfólkinu upp! Öllum sem ég vann með og mér líka?!Um nóttina fékk ég tölvupóst frá einhverjum lögfræðingi með uppsagnarbréfi.Ég bað um skýringar og viðtöl við stjórnendur félagsins. Sem ég fékk ekki. Svo var lokað á öll samskiptaforrit sem starfsfólkið hafði til að hafa samskipti sín í milli. Hvað hafði ég gert til að verðskulda þetta?Dæmi hver fyrir sig. Hvers konar atvinnurekandi segir upp starfsmanneskju með rúmlega 20 ára reynslu sem var að koma til starfa eftir að missa barnið sitt? Ég bara spyr? Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu, hefur enginn, enginn, enginn, af stjórn þessa félags horfst í augu við mig né nokkra aðra sem sagt var upp.Neðangreind samantekt fékk mig til að koma fram og segja hlutina frá mínum sjónarhóli og mínu hjarta. Þegar ég hugsa þetta í samhengi og þegar ég hugsa til fólksins sem ég var að aðstoða sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.Þessi færsla er fyrir mig og Emblu mína sem þoldi aldrei óréttlæti. Myndin er af henni.Þrátt fyrir .... styðjum við ...Mantra dagsins í kjaradeilunni virðist vera:Þrátt fyrir ... styðjum við auðvitað félagafólk í Eflingu. Og auðvitað á félagsfólk Eflingar sem lendir í verkbanni skilið stuðning því þetta sama fólk er líka fórnarlömb "þrátt fyrir" listans sem er því miður afar langur. Hér er útdráttur úr honum:Þrátt fyrir að naumasti meirihluti stjórnar hafi varið aðdraganda kjarasamninga í að reka allt starfsfólkið og ekki skilað kröfugerð fyrr en daginn áður en kjarasamningar runnu út, á sama tíma og öll önnur félög verka- og láglaunafólks höfðu setið við samningsborðið mánuðum saman.Þrátt fyrir að hafa sjálf hafnað því að nýta mátt samstöðunnar með samfloti með öllum öðrum félögum verka- og láglaunafólks og eytt svo gífurlegri orku í að níða samninga þeirra niður og saka félaga sína um alvarleg svik eftir að hafa verið upplýst um öll skref viðræðna og kröfugerð þeirra frá upphafi.Þrátt fyrir að hafa sjálf gert lífskjarasamningana 2019 með öðrum félögum ASÍ sem lögðu svo rammann fyrir alla sem á eftir komu að mati SA, án þess að líta svo á að Efling hafi þar með svipt þau félög sjálfstæðum samningsrétti sínum.Þrátt fyrir að mæta eftir á með kröfur um að samið verði eins og tvær þjóðir búi í landinu þar sem mun lægri laun dugi verka- og láglaunafólki utan höfuðborgarsvæðisins.Þrátt fyrir að hafa á bakinu miskabótadóma vegna harðneskjulegrar meðferðar á starfsfólki, fordæmalausa hópuppsögn starfsfólks stéttarfélagsins í skjóli skipulagðs netofbeldis gegn sama fólki mánuðum saman og afdráttarlausan dóm Félagsdóms um brot gegn réttindum trúnaðarmanns, eins af hornsteinum verkalýðshreyfingarinnar.Þrátt fyrir að beita stéttarfélagi fjölda ólíkra einstaklinga grímulaust í flokkspólitískum tilgangi og sækja fremur í smiðju stofnunar arftaka austurþýska kommúnistaflokksins en samtal við félaga sína um land allt í aðdraganda kjarasamninga.Þrátt fyrir að ákveða algeran einleik og einangrun félagsins með því að hafna samfloti og stunda sífelldar árásir á önnur félög verka- og láglaunafólks og að stefna félagsfólki sínu í hörðustu kjaradeilu síðustu áratuga fyrir skammtímasamning sem rennur að líkindum út eftir 11 mánuði á sama tíma og restin af verkalýðshreyfingunni er þegar á fullu við að undirbúa langtímasamningana sem taka þá við.Þrátt fyrir að bregðast undantekningalaust við gagnrýni á störf og ákvarðanir með heiftúðugum árásum á persónur þeirra sem taka til máls og gera þeim upp lágkúrulegustu hvatir eða að þjóna annarlegum hagsmunum.Þrátt fyrir allt framangreint og meira til á almennt félagsfólk Eflingar ekki skilið að horfa fram á algert tekjuleysi vegna verkbanns og á því bæði samúð og stuðning fjölda fólks um land allt, líka þeirra sem samþykktu sína "aumu svikasamninga" með afgerandi meirihluta atkvæða.En að nota þetta sama láglaunafólk og aðsteðjandi bráðavanda þess sem hlífiskjöld yfir siðferðilega gjaldþrota forystusveit í hatrammri rógsherferð gegn öllum sem ekki sýnir þeim fullkomna meðvirkni, er frekar bratt
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56
Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45
Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23. febrúar 2023 12:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent