Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. Með því hófst innrás Rússa og stríð sem staðið hefur yfir í slétt ár. Stríð sem leitt hefur til þess að tugir ef ekki hundruð þúsund manna hafa dáið og leitt til þess að milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ekkert útlit er fyrir að stríðinu ljúki í bráð. Í aðdraganda innrásarinnar höfðu Rússar komið umfangsmiklum herafla, eða allt að 190 þúsund mönnum, við landamæri Úkraínu í norðri, suðri og austri. Ráðamenn í Bandaríkjunum vöruðu við því að von væri á allsherjarinnrás í Úkraínu en yfirvöld í Rússlandi þvertóku fyrir það að innrás væri í vændum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Sergey Guneyev Meðal þeirra sem staðhæfðu það var Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði einnig að yfirlýsingar ráðamanna á Vesturlöndum um væntanlega innrás væru einhverskonar yfirvarp og að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á Rússa í austurhluta Úkraínu. Krafðist upplausnar NATO Í viðræðum í aðdraganda innrásarinnar krafðist Pútín þess meðal annars að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa lengi varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Krafan fól í raun í sér upplausn NATO og forsvarsmenn bandalagsins sögðu ekki koma til greina að verða við henni. Ákvörðun um aðild að bandalaginu væri á höndum íbúa hverra ríkja fyrir sig og svo aðildarríkja NATO að samþykkja umsóknir. Það að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild að NATO sé eitt af grunngildum bandalagsins. Úkraínskir hermenn að stöfum í Dónetsk.AP/Alexei Alexandrov Úkraínumenn og Rússar gerðu árið 1994 samkomulag um að þau kjarnorkuvopn Sovétríkjanna sem voru í Úkraínu yrðu send til Rússlands. Bretar og Bandaríkjamenn komu að þessu samkomulagi en það fól í sér að Rússar viðurkenndu í staðinn sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu sóttu yfirvöld í Svíþjóð og Finnlandi um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Útlit er fyrir að umsókn Finna verði samþykkt af öllum aðildarríkjum NATO en yfirvöld í Tyrklandi hafa mótmælt umsókn Svía. Viðbrögð Pútíns við væntanlegri inngöngu Finnlands í Atlantshafsbandalagið, sem deilir löngum landamærum með Rússlandi, og það að rússneskir herinn hafi veikt varnir sínar gagnvart NATO verulega vegna innrásarinnar í Úkraínu þykir ekki til marks um að Rússar óttist raunverulega Atlantshafsbandalagið. Hóf sértæka hernaðaraðgerð Þann 22. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði hinna svokölluðu lýðvelda í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið. Rússneskir hermenn voru sendir þangað sem friðargæsluliðar. Bandaríkjamenn höfðu um nokkuð skeið varað við því að Pútín hefði skipað hernum að gera innrás í Úkraínu en í höfuðborgum Evrópu höfðu ráðamenn miklar efasemdir um það. Að morgni 24. febrúar ávarpaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, rússnesku þjóðina. Í því ávarpi kallaði forsetinn eftir friði en hét því að Úkraínumenn myndu verja sig. Það var svo stuttu seinna sem Pútín birtist á sjónvarpsskjám Rússa og um heiminn allan og lýsti yfir upphafi hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar,“ eins og hann hefur kallað innrásina. Sjá einnig: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Selenskí lýsti yfir herlögum og meinaði karlmönnum á herþjónustualdri að fara frá Úkraínu. Þá var farið í herkvaðningu í Úkraínu. Milljónir kvenna og barna þurftu að flýja land vegna innrásar Rússa. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Pútín hefur aldrei lýst yfir formlegu stríði við Úkraínu. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Tónninn hefur þó breyst að nokkru leyti samhliða slæmu gengi Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega í ríkismiðlum í Rússlandi. Þar eru Rússar sagðir berjast fyrir tilvist Rússlands gegn sameinuðum herafla Atlantshafsbandalagsins en Rússar hafa meðal annars sagt að NATO beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Pútín sjálfur hefur sagt að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og eigi ekki tilraunarétt. Hann hefur einnig sagt að það hafi verið stór mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Í sumar líkti hann sér við Pétur mikla í því samhengi. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Ætluðu að taka Kænugarð á nokkrum dögum Í upphafi innrásarinnar voru rússneskir sérsveitarmenn sendir inn í Úkraínu til að valda þar usla og ráða Selenskí af dögum. Rússar töldu sig geta náð Kænugarði á nokkrum dögum og koma þar fyrir nýrri ríkisstjórn. Hér má sjá helstu leiðirnar sem hersveitir Rússa fóru inn í Úkraínu.Vísir/Hjalti Einn stærsti liðurinn í þeirri áætlun var árás VDV fallhlífarhermanna á flugvöllinn í Hostomel rétt norðvestur af Kænugarði. Hermennirnir flugu þangað á þyrlum frá Belarús og náðu fljótt tökum á flugvellinum. Markmiðið var að mynda loftbrú þangað og senda fjölmarga hermenn og hergögn á skömmum tíma. Flugvöllurinn yrði notaður til að ná Kænugarði. Rússneskir hermenn reyndu að sækja fram frá flugvellinum en úkraínskir hermenn sátu fyrir þeim. Við tóku umfangsmiklar gagnárásir Úkraínumanna og umsátur þeirra um flugvöllinn, þar sem harðir bardagar geisuðu. Á meðan á þessu stóð voru hersveitir Rússa annarsstaðar norður af Kænugarði stöðvaðar og áttu við birgðaskort að stríða. Gífurlega stór bílalest sem send var með eldsneyti og birgðir stöðvaðist einnig og sátu hermenn í henni fastir í marga daga. Á sama tíma gekk Rússum illa við Tsjerníhív og Súmí í norðurhluta Úkraínu og tókst ekki að leggja borgirnar undir sig. Undir lok mars neyddust Rússar svo til að hörfa alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Mannfallið var mikið og þá einnig meðal bestu sveita Rússa eins og VDV. Leyndin kom niður á innrásinni Breska hugveitan Royal United Services Institute birti í desember í fyrra skýrslu um upphafi innrásar rússa þar sem því var haldið fram að Rússar hefðu komist nær sigri en margir hefðu áttað sig á. Um tíma hafi tólf rússneskir hermenn verið á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu við Kænugarð. Tvö stórfylki stórskotaliðs munu hafa spilað lykilhlutverk í því að stöðva framsókn Rússa að Kænugarði. RUSI segir ráðamenn í Moskvu hafa sannfært sjálfa sig á grunni skýrslu frá Leyniþjónustu Rússlands (FSB) um að úkraínska þjóðin og úkraínski herinn myndi ekki reyna að standa í hárinu á Rússum. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að sú leynd sem hvíldi á skipulagningu og framkvæmd innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á henni. Fáir hafi komið að því að skipuleggja hana og að þeir sem undirbjuggu hana hafi ekki vitað hver markmiðin voru. Við það bætist svo að þegar áætlanir gengu ekki eftir, höfðu hermenn og lágt settir yfirmenn í hernum ekki þá þekkingu sem þeir þurftu til að bregðast við, gera breytingar og bregðast við breyttum aðstæðum. Rússar stöðvaðir við Míkólaív Á sama tíma og rússneskar hersveitir við Kænugarð voru í vandræðum reyndu Rússar að umkringja Karkívborg í Karkívhéraði en mistókst það, þrátt fyrir að borgin væri einungis um þrjátíu kílómetra frá landamærum Rússlands. Rússar náðu þó tökum á stórum hluta héraðsins. Í suðri streymdu rússneskir hermenn norður frá Krímskaga, sem Rússar hernumdu af Úkraínu árið 2014, en þar voru varnir Úkraínumanna litlar og Rússar sóttu hratt fram. Hluti hersveita Rússa fór til austurs í átt að borginni Maríupól við strendur Asóvshafs. Hinn hlutinn fór í norður í átt að Míkólaív og áttu þeir í framhaldinu að fara til borgarinnar Ódessa. Þeir komust þó aldrei lengra en að Míkólaív, þar sem Úkraínumenn vörðust árásum þeirra og stöðvuðu þá. Rússar lögðu þó undir sig bróðurpart Kherson- og Sapórisjíahéraða í suðurhluta Úkraínu. Innrás Rússa hefur valdið gífurlegri eyðileggingu í Úkraínu.AP/Evgeniy Maloletka Orrustan um Maríupól Þegar hersveitir Rússa nálguðust Maríupól úr bæði austri og vestri, umkringdu þeir borgina. Hernám hennar var ráðamönnum í Rússlandi mjög mikilvægt þar sem það var liður í að tryggja landbrú frá meginlandi Rússlands til Krímskaga. Um 430 þúsund manns bjuggu í borginni fyrir innrásina og gerðu Rússar lengi linnulausar stórskotaliðsárásir á hana. Mjög alvarlegt mannúðarástand myndaðist en margir íbúar borgarinnar voru þvingaðir til að ferðast til Rússlands. Sjá einnig: Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Umsátrið stóð yfir í 86 daga og bróðurpart þess tíma höfðu íbúar og hermenn ekki aðgang að vatni og öðrum nauðsynjum. Borgin var svo gott sem lögð í rúst í stórskotaliðsárásum Rússa og líklegt er að raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni aldrei liggja fyrir. AP fréttaveitan áætlar að um sex hundruð óbreyttir borgarar hafi dáið í einni árás Rússa í Maríupól. Þá var sprengjum varpað á sögufrægt leikhús í borginni þar sem fjölmargir höfðu leitað skjóls frá sprengjuregninu. Íbúar og embættismenn segja tugi þúsunda borgara hafa fallið í árásum Rússa á borgina. Síðustu úkraínsku hermennirnir í borginni héldu til í stálverksmiðju Azovstal, þar sem Rússum gekk erfiðlega að sigra þá. Á endanum neyddust hermennirnir til að gefast upp vegna birgðaleysis. Einbeittu sér að austrinu Eftir undanhaldið frá norðurhluta Úkraínu færðist meiri þungi í átökin í austurhluta landsins. Ráðamenn í Rússlandi reyndu að móta undanhaldið sem sigur og sögðust hafa náð markmiðum sínum í norðurhluta landsins. Sjá einnig: Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Með því að stytta birgðalínur sínar verulega og hópa saman hersveitum náðu Rússar meiri árangri en áður í austurhluta Úkraínu. Þeir beittu yfirburðum sínum í stórskotaliði meðal annars til að leggja undir sig borgir eins og Severódónetsk og sóttu Rússar stöðugt fram í austri. Það var þar til Úkraínumenn byrjuðu gagnárásir gegn Rússum í Khersonhéraði. Forsvarsmenn rússneska hersins fluttu þá einhverjar bestu hersveitir Rússa til Kherson. Athygli Rússa beindist að mestu að Kherson um nokkuð skeið og fluttu þeir marga hermenn og mikið magn hergagna til hersveita sinna þar. Samhliða flutningum hersveita og auknu mannfalli vegna umfangsmikilla sókna veiktust varnir Rússa annarsstaðar en í Kherson. Úkraínumenn nýttu sér það með því að framkvæma skyndisókn gegn Rússum í Kharkívhéraði í byrjun september. Sókn Úkraínumanna kom Rússum alfarið í opna skjöldu en rússneskir hermenn sem voru í héraðinu flúðu eins og fætur toguðu og skyldu eftir sig mikið magn skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og annarra hergagna. Gripu til herkvaðningar Eftir undanhaldið frá Kharkív og vegna aukins þrýstings á rússneska hermenn í Kherson, tilkynnti Pútín þann 21. september að hann væri að boða til herkvaðningar. Kveðja ætti um þrjú hundruð þúsund menn í herinn og senda þá til Úkraínu. Með þessu vildu ráðamenn í Moskvu fylla upp í raðir hersveita sinna og stöðva framsókn Úkraínumanna. Stór hluti kvaðmannanna var sendur beint á víglínurnar í Úkraínu en hinn hlutinn fékk aukna þjálfun í Rússlandi. Það var svo þann 30. september sem Pútín skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða í Úkraínu. Það voru héruðin Dónetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson en Rússar stjórnuðu og stjórna engu þeirra að fullu. Á þeim svæðum sem Rússar stjórnuðu voru haldnar ólöglega atkvæðagreiðslur um innlimunina. Rússar héldu því fram að nánast allir íbúar héraðanna hafi samþykkt að ganga inn í rússneska sambandsríkið. Ráðamenn í Úkraínu, Vesturlöndum og annarsstaðar gáfu lítið fyrir framkvæmd þessara kosninga og sögðu innlimunina ólöglega. Við hátíðlega athöfn lýsti Pútín því yfir að íbúar þessara héraða væru nú rússneskir og að landsvæðin tilheyrðu Rússlandi að eilífu. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Snemma í nóvember greip Sergei Surovikin, sem hafði skömmu áður verið settur yfir innrás Rússa í Úkraínu, til þess ráðs að flytja allar hersveitir Rússa frá vesturbakka Dniproár og þar með hörfa frá stórum hluta Khersonhéraðs og Khersonborg, sem var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu náð í innrásinni. Þetta gerði Surovikin til að stytta víglínuna í Úkraínu og til að koma sínum bestu sveitum úr hættulegri stöðu. Úkraínskir hermenn með fallbyssu nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP/LIBKOS Þrátefli um nokkuð skeið Herkvaðningin og undanhaldið frá Kherson skilaði Rússum árangri. Sókn Úkraínumanna var stöðvuðu og þrátefli hefur að mestu leyti einkennt átökin í Úkraínu síðan þá. Víglínurnar hafa lítið hreyfst og báðar fylkingar hafa notað tímann til að reyna að byggja upp nýjar hersveitir og undirbúa sig fyrir aukin átök. Í vetur hafa hörðustu bardagarnir geisað við bæinn Bakhmut í Donetskhéraði. Þar fóru málaliðar Wagner Group lengi í fremstu fylkingu fyrir Rússa. Sá málaliðahópur er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem hefur lengi verið kallaður kokkur Pútíns vegna þess að hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútín sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Auðjöfurinn hefur ráðið mikinn fjölda fanga til að berjast fyrir Wagner í Úkraínu og var þeim boðið frelsi fyrir sex mánaða þjónustu. Prigozhin hefur notið mikillar athygli vegna sóknar Wagner að Bakhmut og hefur hann notað meinta velgengni hópsins til að halda því fram að hann geti náð árangri þegar forsvarsmenn hersins geta það ekki. Nú virðist sem deildur Prigozhins og forsvarsmanna hersins hafi náð nýjum hæðum og hefur hann haldið því fram að herinn sé að reyna að gera útaf við málaliðahópinn. Sjá einnig: Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Prigozhin birti í vikunni mynd af tugum líka sem hann sagði að væru málaliðar í vinnu fyrir sig og hélt því fram að þeir hefðu dáið vegna skorts á skotfærum. Hefndu sín með árásum á borgara Í október sprakk sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum á brúnni yfir Kerch-sund, sem skilur að meginland Rússlands og Krímskaga. Brúin er gífurlega mikilvæg stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Brúin skemmdist töluvert og kom það niður á hergagnaflutningi Rússa til hersveita sinna í suðurhluta Úkraínu. Í kjölfar þess gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á innviði Úkraínu og borgaraleg skotmörk með stýriflaugum, eldflaugum og drónum. Árásirnar hófust þann 10. október og hafa í raun haldið áfram og hafa nánast alfarið beinst að borgaralegum skotmörkum. Árásirnar leiddu lengi til umfangsmikilla truflana á innviðum Úkraínu og komu verulega niður á óbreyttum borgurum landsins á einhverjum kaldasta tíma ársins. Rannsakendur Bellingcat, rússneska miðilsins Insider og Der Spiegel í Þýskalandi báru í vetur kennsl á fólkið sem forritar skotmörkin í stýriflaugar rússneska hersins og birti myndir af fólkinu. Í grein Insider sagði að þetta fólk væri mikilvægur hlekkur í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og þau hafi komið að dauða fjölmargra óbreyttra borgara í Úkraínu. Miðillinn sagði yfirmenn deildarinnar ekki virðast hafa miklar áhyggjur af árásunum. Daginn sem þær hófust hafi annar þeirra verið að kaupa sjaldgæfar myntir. Hinn hafi verið að prútta við vændiskonur á netinu. Sjá einnig: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Auknar loftvarnir Úkraínu og mögulegur stýriflaugaskortur Rússa hefur komið niður á skilvirkni árásanna á nýju ári. Sprengjunum rignir þó áfram yfir óbreytta borgara í Úkraínu og þá sérstaklega í þeim byggðum sem Rússar ná til með hefðbundnu stórskotaliði. Fjöldagrafir hafa fundist víða Rússar hafa orði uppvísa að fjölmörgum árásum á óbreytta borgara síðan stríðið hófst. Þar að auki hafa margskonar ódæði litið dagsins ljós á þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá. Frá því innrásin hófst hafa Sameinuðu þjóðirnar staðfest dauða minn átta þúsund óbreyttra borgara og að um 13.300 hafi særst. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna ítreka þó að raunverulegur fjöldi látinna borgara sé að öllum líkindum mun hærri en búið sé að staðfesta. Eins og áður hefur komið er til að mynda líklegt að fjöldi látinna í Maríupól sé mun hærri en staðfestar tölur SÞ gefa til kynna. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því í vikunni að rætt hefði verið við mann sem var þvingaður til að finna lík borgara í Maríupól koma þeim til greftrunar. Sá sagði líkin hafa verið flutt í vörubílum og það hafi verið mjög mikið af þeim. Þegar rússneskir hermenn mættu á svæðið norður af Kænugarði voru þeir með lista frá leyniþjónustum Rússlands. Á þeim listum voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív og hörfuðu frá Kherson hafa þar fundist fjöldagrafir og staðir þar sem óbreyttir borgarar voru pyntaðir. Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld í Úkraínu hafa skjalfest mikin fjölda kynferðisbrota og segja fjölmarga hafa horfið og verið þvingaða til að flytjast til Rússlands. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri því átján milljónir manna þurfi aðstoð í Úkraínu og að fjórtán milljónir hafi þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Treysta á hergagnasendingar frá Vesturlöndum Frá því innrás Rússa hófst hafa Úkraínumenn fengið mikið magn vopna, brynvarðra farartækja og annarra hergagna. Auk þess hafa Rússar lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússlandi. Í fyrstu fengu Úkraínumenn að mestu eldflaugar hannaðar til að granda skrið- og bryndrekum og fljúgandi farartækjum eins og N-Law, Javelin og Stinger. Yfir undanfarið ár hafa þessar hergagnasendingar breyst mjög en það hefur gerst hægt og í ákveðnum skrefum. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig komið að því að þjálfa úkraínska hermenn og gefa Úkraínumönnum upplýsingar. Í einhverjum tilfellum hafa Úkraínumenn notað þessar upplýsingar með miklum árangri, eins og til dæmis þegar þeir sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi í apríl. Úkraínskir hermenn hafa meðal annars fengið M777 fallbyssur frá Bandaríkjunum.AP/Libkos Bakharjarlar Úkraínu í Austur-Evrópu hafa útvegað Úkraínumönnum mikið magn skrið- og bryndreka frá tímum Sovétríkjanna, sem úkraínskir hermenn eru vanir að nota. Þeir hafa einnig fengið herþotur og þyrlur auk stórskotaliðsvopna frá tímum Sovétríkjanna. Þegar liðið hefur á stríðið hafa þarfir Úkraínumanna breyst og búið er að senda þeim nútímalegri og betri vopn frá Vesturlöndum. Má þar nefna HIMARS-eldflaugakerfið, sem hægt er að nota til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa notað HIMARS-eldflaugakerfin með miklum árangri og notuðu þau meðal annars til að þvinga Rússa til að færa birgðageymslur og stjórnstöðvar sínar lengra frá víglínunum. Þurfa vestræn vopn Fyrr á þessu ári fengu Úkraínumenn vilyrði frá Bakhjörlum sínum um að þeim yrði útvegað vestræna skriðdreka. Þau vilyrði fengust eftir miklar og langvarandi deilur en lengst af vildu ráðamenn á Vesturlöndum ekki senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka af ótta við viðbrögð Rússa. Þetta var eins þegar Úkraínumenn báðu um HIMARS-eldflaugakerfi. Það tók langan tíma og þegar þeir fengu vopnin fengu þeir ekki langdrægustu eldflaugarnar. Úkraínumenn hafa verið að biðja um slíkar eldflaugar og eru þær núna á leiðinni. Leopard 2 skriðdrekar í Þýskalandi. Úkraínumenn eiga von á þó nokkrum slíkum skriðdrekum á komandi vikum og mánuðum og er verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra.AP/Martin Meissner Eftir að Úkraínumenn fengu loforð um vestræna skriðdreka, sem verið er að þjálfa úkraínska hermenn á og von er á í Úkraínu næsta mánuði, byrjuðu þeir að biðja um vestrænar orrustuþotur. Fyrstu viðbrögð ráðamanna á Vesturlandi voru að segja nei, eins og þeir gerðu með skriðdrekana þar áður og HIMARS-eldflaugakerfi þar áður. Sumir bakhjarlar Úkraínu, eins og Pólverjar, segja einungis tímaspursmál hvenær Úkraínumenn fá vestrænar orrustuþotur. Helstu ástæðurnar fyrir því að Úkraínumenn þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum eru, fyrir utan það að vopnin eru á blaði betri en þau rússnesku, snúa að skotfærum og varahlutum. Fyrir utan Rússa eru fáir sem framleiða skotfæri og varahluti fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar hafa nánast útrýmt hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið magn skotfæra í byssur, skotheldra vesta, hjálma og alls konar búnaðar fyrir hermenn frá Vesturlöndum. Konungur orrustunnar þarf skotfæri Stórskotaliðsvopn hafa um árabil verið kölluð „konungur orrustunnar“ (e. King of battle) og stríðið í Úkraínu hefur sannað það enn á ný. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Báðar fylkingar hafa frá upphafi stríðsins skotið þúsundum sprengikúlna á hverjum degi en Rússar hafa þó skotið mun fleiri skotum en Úkraínumenn. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotaliðsvopn. Rússar hafa gengið verulega á umfangsmiklar birgðir sínar í stríðinu en þrátt fyrir aukna framleiðslu frá því stríðið hófst annar það líklegast ekki eftirspurn þar sem Rússar hafa verið að skjóta allt að tuttugu þúsund skotum á dag. Vesturlönd, sem mörg hver hafa vanhirt vopnabúr sín um árabil, eiga ekki jafn miklar birgðir og Rússar en þau gætu þó í skjóli fjöldans byggt upp töluverða framleiðslugetu. Það hefur þó gengið verr í Evrópu en í Bandaríkjunum. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu. Rússar eru einnig ekki taldir geta framleitt jafn mikið af sprengikúlum og þeir nota og munu þeir því hafa leitað til yfirvalda í Íran og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig áhyggjur af því að Kínverjar muni mögulega fara að aðstoða Rússa. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Staðan í dag Undanfarnar vikur hafa Rússar þó staðið í umfangsmiklum árásum víðsvegar á Donbassvæðinu svokallaða og eru sagðir hafa flutt stóran hluta herafla síns á svæðið. Sérfræðingar telja um þrjú hundruð þúsund rússneska hermenn í Úkraínu en þar af eru margir kvaðmenn, sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu og eru lítið þjálfaðir. Þessar árásir hafa þó enn sem komið er skilað litlum árangri og er útlit fyrir að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þá sérstaklega við bæinn Vuhledar. Úkraínumenn eru taldir ætla að reyna að halda aftur af Rússum og draga úr hernaðargetu þeirra með því að þvinga rússneska hermenn til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna. Á sama tíma vilja þeir byggja upp eigin hersveitir með vestrænum vopnum til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vor. Úkraínumenn eru sagðir vera að byggja upp minnst þrjú stórfylki með Bradley bryndrekum frá Bandaríkjunum og annars konar bryndrekum frá Evrópu. Þar að auki eiga þeir að fá vestræna skriðdreka á næstu vikum, þó þeir verði ekki sendir til Úkraínu í miklu magni. Sérfræðingar telja Úkraínumenn því hafa burði til árása gegn Rússum á komandi vikum og mánuðum er vorið nálgast. Ein af stóru spurningunum er hvort varnir Úkraínumanna í austri munu halda þangað til eða hvort Rússum muni taka að brjóta sér leið í gegnum þær og þannig þvinga Úkraínumenn mögulega til að senda nýjar herdeildir og varalið til að halda aftur af Rússum. Það gæti komið niður á getu Úkraínumanna til að framkvæma sína væntanlegu vorsókn. Þá gætu Rússar einnig framkvæmt aðra herkvaðningu, sem gæti breytt stöðunni í Úkraínu verulega. Hér má sjá grófa mynd af stöðunni í dag. Bláa svæðið táknar svæði í Karkív og Kherson sem Úkraínumenn hafa frelsað. Skástrikaða svæðið er það sem Rússar stjórnuðu fyrir innrásina í febrúar í fyrra og það rauða er það sem þeir stjórna núna.Vísir/Hjalti Enginn endir í sjónmáli Þegar Vladimír Pútín hélt stefnuræðu sína í Moskvu fyrr í vikunni talaði hann mikið um þær miklu breytingar sem búið er að gera í Rússlandi frá því stríðið hófst. Þessar breytingar snúast sérstaklega að hag- og iðnaðarkerfum Rússlands en yfirvöld í Rússlandi eru að undirbúa landið fyrir langvarandi átök. Í upphafi febrúar sögðu ráðamenn á Vesturlönum að áætlað væri að um tvö hundruð þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Talið er að um hundrað þúsund úkraínskir hermenn hafi særst eða fallið. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Eftir að innrás Rússa hófst fóru af stað viðræður um mögulegt friðarsamkomulag. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa fóru þó fljótt um þúfur eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði og ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum á svæðinu urðu ljós. Hlúð að særðum úkraínskum hermanni nærri Bakhumt.AP/Libkos Rússar segja að friðarsamkomulag verði að fela í sér viðurkenningu á eignarrétt Rússa á Krímskaga og hinum fjórum héruðunum sem þeir hafa innlimað. Jafnvel þó þeir stjórni þeim ekki að fullu. Úkraínumenn segjast nú staðráðnir í að reka hersveitir Rússa á brott frá Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar hernámu árið 2014. Ekki komi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Kannanir gefa til kynna að stór hluti almennings í Úkraínu er fylgjandi því að gefa ekki land fyrir frið. Ráðamenn í Úkraínu segja að besta leiðin til að binda enda á stríðið og tryggja varanlegan frið sé að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa og reka þá á brott. Þeir segja að einhverskonar samkomulag eða vopnahlé muni eingöngu gefa Pútín tíma til að byggja hersveitir sínar upp á nýjan leik og gera aðra tilraun til að leggja Úkraínu undir sig með öðru stríði eftir nokkur ár. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Með því hófst innrás Rússa og stríð sem staðið hefur yfir í slétt ár. Stríð sem leitt hefur til þess að tugir ef ekki hundruð þúsund manna hafa dáið og leitt til þess að milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ekkert útlit er fyrir að stríðinu ljúki í bráð. Í aðdraganda innrásarinnar höfðu Rússar komið umfangsmiklum herafla, eða allt að 190 þúsund mönnum, við landamæri Úkraínu í norðri, suðri og austri. Ráðamenn í Bandaríkjunum vöruðu við því að von væri á allsherjarinnrás í Úkraínu en yfirvöld í Rússlandi þvertóku fyrir það að innrás væri í vændum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Sergey Guneyev Meðal þeirra sem staðhæfðu það var Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ María Sakaróva, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði einnig að yfirlýsingar ráðamanna á Vesturlöndum um væntanlega innrás væru einhverskonar yfirvarp og að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á Rússa í austurhluta Úkraínu. Krafðist upplausnar NATO Í viðræðum í aðdraganda innrásarinnar krafðist Pútín þess meðal annars að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa lengi varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Krafan fól í raun í sér upplausn NATO og forsvarsmenn bandalagsins sögðu ekki koma til greina að verða við henni. Ákvörðun um aðild að bandalaginu væri á höndum íbúa hverra ríkja fyrir sig og svo aðildarríkja NATO að samþykkja umsóknir. Það að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild að NATO sé eitt af grunngildum bandalagsins. Úkraínskir hermenn að stöfum í Dónetsk.AP/Alexei Alexandrov Úkraínumenn og Rússar gerðu árið 1994 samkomulag um að þau kjarnorkuvopn Sovétríkjanna sem voru í Úkraínu yrðu send til Rússlands. Bretar og Bandaríkjamenn komu að þessu samkomulagi en það fól í sér að Rússar viðurkenndu í staðinn sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu sóttu yfirvöld í Svíþjóð og Finnlandi um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Útlit er fyrir að umsókn Finna verði samþykkt af öllum aðildarríkjum NATO en yfirvöld í Tyrklandi hafa mótmælt umsókn Svía. Viðbrögð Pútíns við væntanlegri inngöngu Finnlands í Atlantshafsbandalagið, sem deilir löngum landamærum með Rússlandi, og það að rússneskir herinn hafi veikt varnir sínar gagnvart NATO verulega vegna innrásarinnar í Úkraínu þykir ekki til marks um að Rússar óttist raunverulega Atlantshafsbandalagið. Hóf sértæka hernaðaraðgerð Þann 22. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði hinna svokölluðu lýðvelda í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið. Rússneskir hermenn voru sendir þangað sem friðargæsluliðar. Bandaríkjamenn höfðu um nokkuð skeið varað við því að Pútín hefði skipað hernum að gera innrás í Úkraínu en í höfuðborgum Evrópu höfðu ráðamenn miklar efasemdir um það. Að morgni 24. febrúar ávarpaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, rússnesku þjóðina. Í því ávarpi kallaði forsetinn eftir friði en hét því að Úkraínumenn myndu verja sig. Það var svo stuttu seinna sem Pútín birtist á sjónvarpsskjám Rússa og um heiminn allan og lýsti yfir upphafi hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar,“ eins og hann hefur kallað innrásina. Sjá einnig: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Selenskí lýsti yfir herlögum og meinaði karlmönnum á herþjónustualdri að fara frá Úkraínu. Þá var farið í herkvaðningu í Úkraínu. Milljónir kvenna og barna þurftu að flýja land vegna innrásar Rússa. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Pútín hefur aldrei lýst yfir formlegu stríði við Úkraínu. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Tónninn hefur þó breyst að nokkru leyti samhliða slæmu gengi Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega í ríkismiðlum í Rússlandi. Þar eru Rússar sagðir berjast fyrir tilvist Rússlands gegn sameinuðum herafla Atlantshafsbandalagsins en Rússar hafa meðal annars sagt að NATO beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Pútín sjálfur hefur sagt að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og eigi ekki tilraunarétt. Hann hefur einnig sagt að það hafi verið stór mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Í sumar líkti hann sér við Pétur mikla í því samhengi. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Ætluðu að taka Kænugarð á nokkrum dögum Í upphafi innrásarinnar voru rússneskir sérsveitarmenn sendir inn í Úkraínu til að valda þar usla og ráða Selenskí af dögum. Rússar töldu sig geta náð Kænugarði á nokkrum dögum og koma þar fyrir nýrri ríkisstjórn. Hér má sjá helstu leiðirnar sem hersveitir Rússa fóru inn í Úkraínu.Vísir/Hjalti Einn stærsti liðurinn í þeirri áætlun var árás VDV fallhlífarhermanna á flugvöllinn í Hostomel rétt norðvestur af Kænugarði. Hermennirnir flugu þangað á þyrlum frá Belarús og náðu fljótt tökum á flugvellinum. Markmiðið var að mynda loftbrú þangað og senda fjölmarga hermenn og hergögn á skömmum tíma. Flugvöllurinn yrði notaður til að ná Kænugarði. Rússneskir hermenn reyndu að sækja fram frá flugvellinum en úkraínskir hermenn sátu fyrir þeim. Við tóku umfangsmiklar gagnárásir Úkraínumanna og umsátur þeirra um flugvöllinn, þar sem harðir bardagar geisuðu. Á meðan á þessu stóð voru hersveitir Rússa annarsstaðar norður af Kænugarði stöðvaðar og áttu við birgðaskort að stríða. Gífurlega stór bílalest sem send var með eldsneyti og birgðir stöðvaðist einnig og sátu hermenn í henni fastir í marga daga. Á sama tíma gekk Rússum illa við Tsjerníhív og Súmí í norðurhluta Úkraínu og tókst ekki að leggja borgirnar undir sig. Undir lok mars neyddust Rússar svo til að hörfa alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Mannfallið var mikið og þá einnig meðal bestu sveita Rússa eins og VDV. Leyndin kom niður á innrásinni Breska hugveitan Royal United Services Institute birti í desember í fyrra skýrslu um upphafi innrásar rússa þar sem því var haldið fram að Rússar hefðu komist nær sigri en margir hefðu áttað sig á. Um tíma hafi tólf rússneskir hermenn verið á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu við Kænugarð. Tvö stórfylki stórskotaliðs munu hafa spilað lykilhlutverk í því að stöðva framsókn Rússa að Kænugarði. RUSI segir ráðamenn í Moskvu hafa sannfært sjálfa sig á grunni skýrslu frá Leyniþjónustu Rússlands (FSB) um að úkraínska þjóðin og úkraínski herinn myndi ekki reyna að standa í hárinu á Rússum. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að sú leynd sem hvíldi á skipulagningu og framkvæmd innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á henni. Fáir hafi komið að því að skipuleggja hana og að þeir sem undirbjuggu hana hafi ekki vitað hver markmiðin voru. Við það bætist svo að þegar áætlanir gengu ekki eftir, höfðu hermenn og lágt settir yfirmenn í hernum ekki þá þekkingu sem þeir þurftu til að bregðast við, gera breytingar og bregðast við breyttum aðstæðum. Rússar stöðvaðir við Míkólaív Á sama tíma og rússneskar hersveitir við Kænugarð voru í vandræðum reyndu Rússar að umkringja Karkívborg í Karkívhéraði en mistókst það, þrátt fyrir að borgin væri einungis um þrjátíu kílómetra frá landamærum Rússlands. Rússar náðu þó tökum á stórum hluta héraðsins. Í suðri streymdu rússneskir hermenn norður frá Krímskaga, sem Rússar hernumdu af Úkraínu árið 2014, en þar voru varnir Úkraínumanna litlar og Rússar sóttu hratt fram. Hluti hersveita Rússa fór til austurs í átt að borginni Maríupól við strendur Asóvshafs. Hinn hlutinn fór í norður í átt að Míkólaív og áttu þeir í framhaldinu að fara til borgarinnar Ódessa. Þeir komust þó aldrei lengra en að Míkólaív, þar sem Úkraínumenn vörðust árásum þeirra og stöðvuðu þá. Rússar lögðu þó undir sig bróðurpart Kherson- og Sapórisjíahéraða í suðurhluta Úkraínu. Innrás Rússa hefur valdið gífurlegri eyðileggingu í Úkraínu.AP/Evgeniy Maloletka Orrustan um Maríupól Þegar hersveitir Rússa nálguðust Maríupól úr bæði austri og vestri, umkringdu þeir borgina. Hernám hennar var ráðamönnum í Rússlandi mjög mikilvægt þar sem það var liður í að tryggja landbrú frá meginlandi Rússlands til Krímskaga. Um 430 þúsund manns bjuggu í borginni fyrir innrásina og gerðu Rússar lengi linnulausar stórskotaliðsárásir á hana. Mjög alvarlegt mannúðarástand myndaðist en margir íbúar borgarinnar voru þvingaðir til að ferðast til Rússlands. Sjá einnig: Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Umsátrið stóð yfir í 86 daga og bróðurpart þess tíma höfðu íbúar og hermenn ekki aðgang að vatni og öðrum nauðsynjum. Borgin var svo gott sem lögð í rúst í stórskotaliðsárásum Rússa og líklegt er að raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni aldrei liggja fyrir. AP fréttaveitan áætlar að um sex hundruð óbreyttir borgarar hafi dáið í einni árás Rússa í Maríupól. Þá var sprengjum varpað á sögufrægt leikhús í borginni þar sem fjölmargir höfðu leitað skjóls frá sprengjuregninu. Íbúar og embættismenn segja tugi þúsunda borgara hafa fallið í árásum Rússa á borgina. Síðustu úkraínsku hermennirnir í borginni héldu til í stálverksmiðju Azovstal, þar sem Rússum gekk erfiðlega að sigra þá. Á endanum neyddust hermennirnir til að gefast upp vegna birgðaleysis. Einbeittu sér að austrinu Eftir undanhaldið frá norðurhluta Úkraínu færðist meiri þungi í átökin í austurhluta landsins. Ráðamenn í Rússlandi reyndu að móta undanhaldið sem sigur og sögðust hafa náð markmiðum sínum í norðurhluta landsins. Sjá einnig: Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Með því að stytta birgðalínur sínar verulega og hópa saman hersveitum náðu Rússar meiri árangri en áður í austurhluta Úkraínu. Þeir beittu yfirburðum sínum í stórskotaliði meðal annars til að leggja undir sig borgir eins og Severódónetsk og sóttu Rússar stöðugt fram í austri. Það var þar til Úkraínumenn byrjuðu gagnárásir gegn Rússum í Khersonhéraði. Forsvarsmenn rússneska hersins fluttu þá einhverjar bestu hersveitir Rússa til Kherson. Athygli Rússa beindist að mestu að Kherson um nokkuð skeið og fluttu þeir marga hermenn og mikið magn hergagna til hersveita sinna þar. Samhliða flutningum hersveita og auknu mannfalli vegna umfangsmikilla sókna veiktust varnir Rússa annarsstaðar en í Kherson. Úkraínumenn nýttu sér það með því að framkvæma skyndisókn gegn Rússum í Kharkívhéraði í byrjun september. Sókn Úkraínumanna kom Rússum alfarið í opna skjöldu en rússneskir hermenn sem voru í héraðinu flúðu eins og fætur toguðu og skyldu eftir sig mikið magn skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og annarra hergagna. Gripu til herkvaðningar Eftir undanhaldið frá Kharkív og vegna aukins þrýstings á rússneska hermenn í Kherson, tilkynnti Pútín þann 21. september að hann væri að boða til herkvaðningar. Kveðja ætti um þrjú hundruð þúsund menn í herinn og senda þá til Úkraínu. Með þessu vildu ráðamenn í Moskvu fylla upp í raðir hersveita sinna og stöðva framsókn Úkraínumanna. Stór hluti kvaðmannanna var sendur beint á víglínurnar í Úkraínu en hinn hlutinn fékk aukna þjálfun í Rússlandi. Það var svo þann 30. september sem Pútín skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða í Úkraínu. Það voru héruðin Dónetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson en Rússar stjórnuðu og stjórna engu þeirra að fullu. Á þeim svæðum sem Rússar stjórnuðu voru haldnar ólöglega atkvæðagreiðslur um innlimunina. Rússar héldu því fram að nánast allir íbúar héraðanna hafi samþykkt að ganga inn í rússneska sambandsríkið. Ráðamenn í Úkraínu, Vesturlöndum og annarsstaðar gáfu lítið fyrir framkvæmd þessara kosninga og sögðu innlimunina ólöglega. Við hátíðlega athöfn lýsti Pútín því yfir að íbúar þessara héraða væru nú rússneskir og að landsvæðin tilheyrðu Rússlandi að eilífu. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Snemma í nóvember greip Sergei Surovikin, sem hafði skömmu áður verið settur yfir innrás Rússa í Úkraínu, til þess ráðs að flytja allar hersveitir Rússa frá vesturbakka Dniproár og þar með hörfa frá stórum hluta Khersonhéraðs og Khersonborg, sem var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar höfðu náð í innrásinni. Þetta gerði Surovikin til að stytta víglínuna í Úkraínu og til að koma sínum bestu sveitum úr hættulegri stöðu. Úkraínskir hermenn með fallbyssu nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP/LIBKOS Þrátefli um nokkuð skeið Herkvaðningin og undanhaldið frá Kherson skilaði Rússum árangri. Sókn Úkraínumanna var stöðvuðu og þrátefli hefur að mestu leyti einkennt átökin í Úkraínu síðan þá. Víglínurnar hafa lítið hreyfst og báðar fylkingar hafa notað tímann til að reyna að byggja upp nýjar hersveitir og undirbúa sig fyrir aukin átök. Í vetur hafa hörðustu bardagarnir geisað við bæinn Bakhmut í Donetskhéraði. Þar fóru málaliðar Wagner Group lengi í fremstu fylkingu fyrir Rússa. Sá málaliðahópur er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem hefur lengi verið kallaður kokkur Pútíns vegna þess að hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútín sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Auðjöfurinn hefur ráðið mikinn fjölda fanga til að berjast fyrir Wagner í Úkraínu og var þeim boðið frelsi fyrir sex mánaða þjónustu. Prigozhin hefur notið mikillar athygli vegna sóknar Wagner að Bakhmut og hefur hann notað meinta velgengni hópsins til að halda því fram að hann geti náð árangri þegar forsvarsmenn hersins geta það ekki. Nú virðist sem deildur Prigozhins og forsvarsmanna hersins hafi náð nýjum hæðum og hefur hann haldið því fram að herinn sé að reyna að gera útaf við málaliðahópinn. Sjá einnig: Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Prigozhin birti í vikunni mynd af tugum líka sem hann sagði að væru málaliðar í vinnu fyrir sig og hélt því fram að þeir hefðu dáið vegna skorts á skotfærum. Hefndu sín með árásum á borgara Í október sprakk sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum á brúnni yfir Kerch-sund, sem skilur að meginland Rússlands og Krímskaga. Brúin er gífurlega mikilvæg stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Brúin skemmdist töluvert og kom það niður á hergagnaflutningi Rússa til hersveita sinna í suðurhluta Úkraínu. Í kjölfar þess gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á innviði Úkraínu og borgaraleg skotmörk með stýriflaugum, eldflaugum og drónum. Árásirnar hófust þann 10. október og hafa í raun haldið áfram og hafa nánast alfarið beinst að borgaralegum skotmörkum. Árásirnar leiddu lengi til umfangsmikilla truflana á innviðum Úkraínu og komu verulega niður á óbreyttum borgurum landsins á einhverjum kaldasta tíma ársins. Rannsakendur Bellingcat, rússneska miðilsins Insider og Der Spiegel í Þýskalandi báru í vetur kennsl á fólkið sem forritar skotmörkin í stýriflaugar rússneska hersins og birti myndir af fólkinu. Í grein Insider sagði að þetta fólk væri mikilvægur hlekkur í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og þau hafi komið að dauða fjölmargra óbreyttra borgara í Úkraínu. Miðillinn sagði yfirmenn deildarinnar ekki virðast hafa miklar áhyggjur af árásunum. Daginn sem þær hófust hafi annar þeirra verið að kaupa sjaldgæfar myntir. Hinn hafi verið að prútta við vændiskonur á netinu. Sjá einnig: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Auknar loftvarnir Úkraínu og mögulegur stýriflaugaskortur Rússa hefur komið niður á skilvirkni árásanna á nýju ári. Sprengjunum rignir þó áfram yfir óbreytta borgara í Úkraínu og þá sérstaklega í þeim byggðum sem Rússar ná til með hefðbundnu stórskotaliði. Fjöldagrafir hafa fundist víða Rússar hafa orði uppvísa að fjölmörgum árásum á óbreytta borgara síðan stríðið hófst. Þar að auki hafa margskonar ódæði litið dagsins ljós á þeim svæðum sem Rússar hafa hörfað frá. Frá því innrásin hófst hafa Sameinuðu þjóðirnar staðfest dauða minn átta þúsund óbreyttra borgara og að um 13.300 hafi særst. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna ítreka þó að raunverulegur fjöldi látinna borgara sé að öllum líkindum mun hærri en búið sé að staðfesta. Eins og áður hefur komið er til að mynda líklegt að fjöldi látinna í Maríupól sé mun hærri en staðfestar tölur SÞ gefa til kynna. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því í vikunni að rætt hefði verið við mann sem var þvingaður til að finna lík borgara í Maríupól koma þeim til greftrunar. Sá sagði líkin hafa verið flutt í vörubílum og það hafi verið mjög mikið af þeim. Þegar rússneskir hermenn mættu á svæðið norður af Kænugarði voru þeir með lista frá leyniþjónustum Rússlands. Á þeim listum voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Eftir að Rússar voru reknir frá Kharkív og hörfuðu frá Kherson hafa þar fundist fjöldagrafir og staðir þar sem óbreyttir borgarar voru pyntaðir. Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld í Úkraínu hafa skjalfest mikin fjölda kynferðisbrota og segja fjölmarga hafa horfið og verið þvingaða til að flytjast til Rússlands. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri því átján milljónir manna þurfi aðstoð í Úkraínu og að fjórtán milljónir hafi þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Treysta á hergagnasendingar frá Vesturlöndum Frá því innrás Rússa hófst hafa Úkraínumenn fengið mikið magn vopna, brynvarðra farartækja og annarra hergagna. Auk þess hafa Rússar lagt hald á mikið magn hergagna frá Rússlandi. Í fyrstu fengu Úkraínumenn að mestu eldflaugar hannaðar til að granda skrið- og bryndrekum og fljúgandi farartækjum eins og N-Law, Javelin og Stinger. Yfir undanfarið ár hafa þessar hergagnasendingar breyst mjög en það hefur gerst hægt og í ákveðnum skrefum. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig komið að því að þjálfa úkraínska hermenn og gefa Úkraínumönnum upplýsingar. Í einhverjum tilfellum hafa Úkraínumenn notað þessar upplýsingar með miklum árangri, eins og til dæmis þegar þeir sökktu Moskvu, flaggskipi Rússa í Svartahafi í apríl. Úkraínskir hermenn hafa meðal annars fengið M777 fallbyssur frá Bandaríkjunum.AP/Libkos Bakharjarlar Úkraínu í Austur-Evrópu hafa útvegað Úkraínumönnum mikið magn skrið- og bryndreka frá tímum Sovétríkjanna, sem úkraínskir hermenn eru vanir að nota. Þeir hafa einnig fengið herþotur og þyrlur auk stórskotaliðsvopna frá tímum Sovétríkjanna. Þegar liðið hefur á stríðið hafa þarfir Úkraínumanna breyst og búið er að senda þeim nútímalegri og betri vopn frá Vesturlöndum. Má þar nefna HIMARS-eldflaugakerfið, sem hægt er að nota til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa notað HIMARS-eldflaugakerfin með miklum árangri og notuðu þau meðal annars til að þvinga Rússa til að færa birgðageymslur og stjórnstöðvar sínar lengra frá víglínunum. Þurfa vestræn vopn Fyrr á þessu ári fengu Úkraínumenn vilyrði frá Bakhjörlum sínum um að þeim yrði útvegað vestræna skriðdreka. Þau vilyrði fengust eftir miklar og langvarandi deilur en lengst af vildu ráðamenn á Vesturlöndum ekki senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka af ótta við viðbrögð Rússa. Þetta var eins þegar Úkraínumenn báðu um HIMARS-eldflaugakerfi. Það tók langan tíma og þegar þeir fengu vopnin fengu þeir ekki langdrægustu eldflaugarnar. Úkraínumenn hafa verið að biðja um slíkar eldflaugar og eru þær núna á leiðinni. Leopard 2 skriðdrekar í Þýskalandi. Úkraínumenn eiga von á þó nokkrum slíkum skriðdrekum á komandi vikum og mánuðum og er verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra.AP/Martin Meissner Eftir að Úkraínumenn fengu loforð um vestræna skriðdreka, sem verið er að þjálfa úkraínska hermenn á og von er á í Úkraínu næsta mánuði, byrjuðu þeir að biðja um vestrænar orrustuþotur. Fyrstu viðbrögð ráðamanna á Vesturlandi voru að segja nei, eins og þeir gerðu með skriðdrekana þar áður og HIMARS-eldflaugakerfi þar áður. Sumir bakhjarlar Úkraínu, eins og Pólverjar, segja einungis tímaspursmál hvenær Úkraínumenn fá vestrænar orrustuþotur. Helstu ástæðurnar fyrir því að Úkraínumenn þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum eru, fyrir utan það að vopnin eru á blaði betri en þau rússnesku, snúa að skotfærum og varahlutum. Fyrir utan Rússa eru fáir sem framleiða skotfæri og varahluti fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar hafa nánast útrýmt hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið magn skotfæra í byssur, skotheldra vesta, hjálma og alls konar búnaðar fyrir hermenn frá Vesturlöndum. Konungur orrustunnar þarf skotfæri Stórskotaliðsvopn hafa um árabil verið kölluð „konungur orrustunnar“ (e. King of battle) og stríðið í Úkraínu hefur sannað það enn á ný. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Báðar fylkingar hafa frá upphafi stríðsins skotið þúsundum sprengikúlna á hverjum degi en Rússar hafa þó skotið mun fleiri skotum en Úkraínumenn. Bæði Úkraínumenn og Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotaliðsvopn. Rússar hafa gengið verulega á umfangsmiklar birgðir sínar í stríðinu en þrátt fyrir aukna framleiðslu frá því stríðið hófst annar það líklegast ekki eftirspurn þar sem Rússar hafa verið að skjóta allt að tuttugu þúsund skotum á dag. Vesturlönd, sem mörg hver hafa vanhirt vopnabúr sín um árabil, eiga ekki jafn miklar birgðir og Rússar en þau gætu þó í skjóli fjöldans byggt upp töluverða framleiðslugetu. Það hefur þó gengið verr í Evrópu en í Bandaríkjunum. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu. Rússar eru einnig ekki taldir geta framleitt jafn mikið af sprengikúlum og þeir nota og munu þeir því hafa leitað til yfirvalda í Íran og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig áhyggjur af því að Kínverjar muni mögulega fara að aðstoða Rússa. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Staðan í dag Undanfarnar vikur hafa Rússar þó staðið í umfangsmiklum árásum víðsvegar á Donbassvæðinu svokallaða og eru sagðir hafa flutt stóran hluta herafla síns á svæðið. Sérfræðingar telja um þrjú hundruð þúsund rússneska hermenn í Úkraínu en þar af eru margir kvaðmenn, sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu og eru lítið þjálfaðir. Þessar árásir hafa þó enn sem komið er skilað litlum árangri og er útlit fyrir að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þá sérstaklega við bæinn Vuhledar. Úkraínumenn eru taldir ætla að reyna að halda aftur af Rússum og draga úr hernaðargetu þeirra með því að þvinga rússneska hermenn til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna. Á sama tíma vilja þeir byggja upp eigin hersveitir með vestrænum vopnum til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vor. Úkraínumenn eru sagðir vera að byggja upp minnst þrjú stórfylki með Bradley bryndrekum frá Bandaríkjunum og annars konar bryndrekum frá Evrópu. Þar að auki eiga þeir að fá vestræna skriðdreka á næstu vikum, þó þeir verði ekki sendir til Úkraínu í miklu magni. Sérfræðingar telja Úkraínumenn því hafa burði til árása gegn Rússum á komandi vikum og mánuðum er vorið nálgast. Ein af stóru spurningunum er hvort varnir Úkraínumanna í austri munu halda þangað til eða hvort Rússum muni taka að brjóta sér leið í gegnum þær og þannig þvinga Úkraínumenn mögulega til að senda nýjar herdeildir og varalið til að halda aftur af Rússum. Það gæti komið niður á getu Úkraínumanna til að framkvæma sína væntanlegu vorsókn. Þá gætu Rússar einnig framkvæmt aðra herkvaðningu, sem gæti breytt stöðunni í Úkraínu verulega. Hér má sjá grófa mynd af stöðunni í dag. Bláa svæðið táknar svæði í Karkív og Kherson sem Úkraínumenn hafa frelsað. Skástrikaða svæðið er það sem Rússar stjórnuðu fyrir innrásina í febrúar í fyrra og það rauða er það sem þeir stjórna núna.Vísir/Hjalti Enginn endir í sjónmáli Þegar Vladimír Pútín hélt stefnuræðu sína í Moskvu fyrr í vikunni talaði hann mikið um þær miklu breytingar sem búið er að gera í Rússlandi frá því stríðið hófst. Þessar breytingar snúast sérstaklega að hag- og iðnaðarkerfum Rússlands en yfirvöld í Rússlandi eru að undirbúa landið fyrir langvarandi átök. Í upphafi febrúar sögðu ráðamenn á Vesturlönum að áætlað væri að um tvö hundruð þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í Úkraínu. Talið er að um hundrað þúsund úkraínskir hermenn hafi særst eða fallið. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Eftir að innrás Rússa hófst fóru af stað viðræður um mögulegt friðarsamkomulag. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa fóru þó fljótt um þúfur eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði og ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum á svæðinu urðu ljós. Hlúð að særðum úkraínskum hermanni nærri Bakhumt.AP/Libkos Rússar segja að friðarsamkomulag verði að fela í sér viðurkenningu á eignarrétt Rússa á Krímskaga og hinum fjórum héruðunum sem þeir hafa innlimað. Jafnvel þó þeir stjórni þeim ekki að fullu. Úkraínumenn segjast nú staðráðnir í að reka hersveitir Rússa á brott frá Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar hernámu árið 2014. Ekki komi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Kannanir gefa til kynna að stór hluti almennings í Úkraínu er fylgjandi því að gefa ekki land fyrir frið. Ráðamenn í Úkraínu segja að besta leiðin til að binda enda á stríðið og tryggja varanlegan frið sé að hjálpa Úkraínumönnum að sigra Rússa og reka þá á brott. Þeir segja að einhverskonar samkomulag eða vopnahlé muni eingöngu gefa Pútín tíma til að byggja hersveitir sínar upp á nýjan leik og gera aðra tilraun til að leggja Úkraínu undir sig með öðru stríði eftir nokkur ár.