Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 21:53 Valsmenn fögnuðu níu marka sigri í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. Stemmningin var ólýsanleg þegar Valsliðið var kynnt til leiks fyrir framan stappaða Origo-höll. Þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar hver Valsarinn á fætur öðrum var kynntur til leiks og ég er ekki frá því að leikmenn PAUC hafi skolfið á beinunum. Agnar Smári stimplaði sig inn á fjórum mínútumVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var rokk og ról strax frá byrjun og það var langt liðið á fyrri hálfleik þegar Valur fór að stilla upp í sókn. Liðin skiptust á mörkum til að byrja með en heimamenn sýndu síðan klærnar og komust fjórum mörkum yfir 12-8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og þá tóku gestirnir leikhlé. Eftir erfiðan leik gegn Benidorm síðasta þriðjudag þá mætti Stiven Tobar Valencia tvíefldur til leiks. Stiven skoraði sjö mörk úr átta skotum og varnarlega var hann frábær í bakverðinum og var með Kristján Örn Kristjánsson og aðra leikmenn PAUC í vasanum. Stiven Tobar Valencia fór á kostum og skoraði 8 mörk Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kristján Örn Kristjánsson greindi frá því í viðtali í síðustu viku að hann hafi verið að glíma við kulnun og andleg veikindi. Kristján spilaði í kvöld en átti erfitt uppdráttar og náði sér aldrei á strik. Undir lok fyrri hálfleiks urður dönsku dómararnir Nichlas Nygaard og Nicklas Mark Pedersen sér til skammar þegar þeir sögðu Benedikt Gunnari að harka af sér og standa upp eftir samstuð við Nicolas Claire. Það blæddi síðan úr nefninu á Benedikt sem sýndi dómurunum það og þá var niðurstaðan tveggja mínútna brottvísun á Nicolas Clair. Arnór Snær Óskarsson skoraði sex mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Með Björgvin Pál Gústavsson í fanta formi þar sem hann varði 14 skot og var með 48 prósent markvörslu í hálfleik var Valur þremur mörkum yfir 19-16. Bergur Elí Rúnarsson skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Gestirnir frá Frakklandi byrjuðu síðari hálfleik ágætlega og voru í kjörstöðu þegar þeir minnkuðu forskot Vals niður í tvö mörk og voru tveimur fleiri þegar Tjörvi Týr og Þorgils Jón fengu brottvísanir með stuttu millibili. PAUC tókst ekki að saxa á forskot Vals tveimur fleiri og eftir það keyrði Valur yfir gestina. Síðustu fimmtán mínúturnar í kvöld voru ólýsanlegar. Valur gjörsamlega pakkaði PAUC saman í einu og öllu. Það var unun að fylgjast með hvernig Valur dró allan lífsviljan úr gestunum. Agnar Smári Jónsson setti rjómann ofan á kökuna þegar hann skoraði fjögur mörk á síðustu fjórum mínútnum og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Agnar Smári kveikti í húsinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann að lokum ótrúlegan níu marka sigur 40-31 og tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit. Valur á einn leik eftir í þessari keppni sem er gegn Ystad í Svíþjóð næsta þriðjudag og Valur getur með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum endaði í öðru sæti. Það var mikið fagnað í Origo-höllinni eftir leikVísir/Pawel Cieslikiewicz Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. Stemmningin var ólýsanleg þegar Valsliðið var kynnt til leiks fyrir framan stappaða Origo-höll. Þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar hver Valsarinn á fætur öðrum var kynntur til leiks og ég er ekki frá því að leikmenn PAUC hafi skolfið á beinunum. Agnar Smári stimplaði sig inn á fjórum mínútumVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var rokk og ról strax frá byrjun og það var langt liðið á fyrri hálfleik þegar Valur fór að stilla upp í sókn. Liðin skiptust á mörkum til að byrja með en heimamenn sýndu síðan klærnar og komust fjórum mörkum yfir 12-8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og þá tóku gestirnir leikhlé. Eftir erfiðan leik gegn Benidorm síðasta þriðjudag þá mætti Stiven Tobar Valencia tvíefldur til leiks. Stiven skoraði sjö mörk úr átta skotum og varnarlega var hann frábær í bakverðinum og var með Kristján Örn Kristjánsson og aðra leikmenn PAUC í vasanum. Stiven Tobar Valencia fór á kostum og skoraði 8 mörk Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kristján Örn Kristjánsson greindi frá því í viðtali í síðustu viku að hann hafi verið að glíma við kulnun og andleg veikindi. Kristján spilaði í kvöld en átti erfitt uppdráttar og náði sér aldrei á strik. Undir lok fyrri hálfleiks urður dönsku dómararnir Nichlas Nygaard og Nicklas Mark Pedersen sér til skammar þegar þeir sögðu Benedikt Gunnari að harka af sér og standa upp eftir samstuð við Nicolas Claire. Það blæddi síðan úr nefninu á Benedikt sem sýndi dómurunum það og þá var niðurstaðan tveggja mínútna brottvísun á Nicolas Clair. Arnór Snær Óskarsson skoraði sex mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Með Björgvin Pál Gústavsson í fanta formi þar sem hann varði 14 skot og var með 48 prósent markvörslu í hálfleik var Valur þremur mörkum yfir 19-16. Bergur Elí Rúnarsson skoraði sex mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Gestirnir frá Frakklandi byrjuðu síðari hálfleik ágætlega og voru í kjörstöðu þegar þeir minnkuðu forskot Vals niður í tvö mörk og voru tveimur fleiri þegar Tjörvi Týr og Þorgils Jón fengu brottvísanir með stuttu millibili. PAUC tókst ekki að saxa á forskot Vals tveimur fleiri og eftir það keyrði Valur yfir gestina. Síðustu fimmtán mínúturnar í kvöld voru ólýsanlegar. Valur gjörsamlega pakkaði PAUC saman í einu og öllu. Það var unun að fylgjast með hvernig Valur dró allan lífsviljan úr gestunum. Agnar Smári Jónsson setti rjómann ofan á kökuna þegar hann skoraði fjögur mörk á síðustu fjórum mínútnum og allt ætlaði um koll að keyra í húsinu. Agnar Smári kveikti í húsinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann að lokum ótrúlegan níu marka sigur 40-31 og tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit. Valur á einn leik eftir í þessari keppni sem er gegn Ystad í Svíþjóð næsta þriðjudag og Valur getur með hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum endaði í öðru sæti. Það var mikið fagnað í Origo-höllinni eftir leikVísir/Pawel Cieslikiewicz
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti