Lífið

Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harry Styles hóf tónleikaferðalag sitt með stæl.
Harry Styles hóf tónleikaferðalag sitt með stæl.

Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. 

Harry Styles er staddur í Ástralíu um þessar mundir þar sem hann hefur tónleikaferðalag sitt, Harry's House. Fyrstu tónleikar hans fóru fram í gær í borginni Perth á vesturströnd landsins. 

Til að fagna komu sinni ákvað hann að drekka úr skó sínum líkt og ástralski Formúlu 1-kappinn, Daniel Ricciardo, hefur gert svo oft áður. „Þetta er ein viðbjóðslegasta hefð sem ég hef nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Styles um drykkjuna. 

Skórinn sem hann drakk úr er hluti af samstarfi Adidas og Gucci og kostaði nýtt par 650 evrur, rétt rúmlega hundrað þúsund krónur. Skórnir voru framleiddir í takmörkuðu magni og fást þeir í endursölu á allt að þrjú þúsund dollara, 435 þúsund krónur. 

„Ég skammast mín. Mér finnst þetta svo persónulegt. Svo persónuleg stund til að deila með svo mörgu fólki,“ sagði söngvarinn eftir drykkjuna. 

Tónleikaferðalag hans er nú formlega hafið og mun hann ferðast um Ástralíu, Asíu og Evrópu næstu mánuði áður en hann heldur til Bandaríkjanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.