Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira