„Var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 20:56 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu illa fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur í Keflavík 84-61. Framan af leit þetta þó ekkert alltof illa út fyrir Grindavík en þær áttu virkilega góðan 2. leikhluta sem þær unnu 26-21. Við spurðum Þorleif Ólafsson, þjálfara Grindavíkur, af hverju hans konur hefðu ekki bara spilað allan leikinn eins og 2. leikhluta? „Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“ Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Það er góð spurning. Í sannleika sagt þá akkúrat núna hef ég eiginlega bara ekki hugmynd! Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað gerðist og þarf að skoða þetta betur. En ég er bara virkilega ósáttur við hvernig þær voru í 3. leikhluta. Ekki bara þær, ég kom ekki með neinar lausnir og engar breytingar. Við þurfum bara að vinna í þessu og vera sterkari í öllum aðgerðum. Vorum alltof flatar og það var bara eins og þetta væri „easy“ æfing hjá Keflavík. Við gáfum þeim allt sem þær vildu fá og virkilega sorglegt bara að við höfum ekki mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik.“ Það er þétt prógram framundan hjá Grindavík, næsti leikur strax á miðvikudaginn á heimavelli gegn ÍR og síðan næsta sunnudag á útivelli gegn Fjölni. Bæði þessi lið fyrir neðan Grindavík í töflunni og sigrar í þessum leikjum myndu sennilega gulltryggja Grindavík 5. sætið í deildinni. Voru leikmenn Grindavíkur mögulega að spara sig fyrir átökin framundan? „Alls ekki. Við sýndum það alveg í byrjun leiks og í 2. leikhluta að við vorum alveg klárar í einhvern slag en við bara sprungum greinilega eftir það, sem er bara ekki nógu gott. Það var bara svo mikið sem var að klikka. Við vorum að búa til opin skot en ekki að taka þau, senda þegar við áttum ekki að senda og keyra á körfuna þegar við áttum ekki að keyra á hana. Allt eitthvað hálf barnalegt eiginlega, og við þurfum bara að laga það.“ Grindvíkingar eiga enn tölfræðilegan möguleika á úrslitakeppnissæti en þurfa að sækja sigra gegn efri liðunum til að ná þangað. Þorleifur sagði að hans konur stefndu vissulega á 4. sætið en það væri lítið annað í stöðunni en að tækla einn leik í einu. „Það er náttúrulega bara einn leikur í einu en við höfum alveg talað um þetta og við viljum fara í úrslitakeppnina. En við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að komast þangað því við þurfum að, eins og ég hef sagt oft áður, að vinna liðin fyrir ofan okkur og það er ekki að takast. Það er bara prófraun framundan og við gerum okkar besta.“
Keflavík ÍF UMF Grindavík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 84-61 | Öruggt í Suðurnesjaslagnum Topplið Keflavíkur vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-61. 19. febrúar 2023 20:03