Viðræðum slitið án samnings: Efling segir SA hafa siglt viðræðunum í strand Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 17:12 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi bílstjórum og hótelstarfsfólki skilaboð í dag og sagði þeim að undirbúa sig fyrir verkfall. Vísir/Vilhelm Viðræðum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið. Verkfall hefst aftur í kvöld en samninganefnd Eflingar sakar SA um að sigla viðræðunum í strand. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu um helgina með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Ástráður sagði við fréttafólk fyrr í dag að reynt hefði verið til þrautar að ná saman um launatöflur sem hefðu getað hentað fyrir þetta svæði. Of mikið hefði borið á milli og því væri ekki ástæða til að halda viðræðunum áfram. Hann sagðist ekki sjá ástæðu að svo stöddu til að boða til nýs fundar. Ástráður sagðist þó ætla að reyna að nýta hvert tækifæri sem gæfist til að koma viðræðum af stað aftur. Hann sagði að samningarnir sem SA hefði þegar gert á almennum vinnumarkaði hefðu ekki hentað samningsumhverfi Eflingar. Ástráður sagði tilraun hafa verið gerða til að finna einhvers konar útfærslu, sem að mati Eflingar væri ásættanleg, og væri innan þess ramma sem SA teldu sig skuldbundin gagnvart öðrum viðsemjendum á almennum vinnumarkaði. „Þessi flötur fannst bara ekki.“ Segja SA óviljug til að koma til móts við Eflingu Í tilkynningu frá Eflingu er samninganefnd SA sökuð um að sigla viðræðunum í strand og segir að samtökin hafi reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu. Jafnvel þó kröfurnar væru innan þess ramma sem þegar hafi verið samið um við önnur stéttarfélög. Vel hafi gengið á föstudag og laugardag en blaðinu hafi verið snúið við í dag. Í yfirlýsingunni segir einnig að SA hafi gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.” Verkfallsaðgerðir félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33 „Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Bílstjórum og hótelstarfsfólki sagt að búa sig undir verkfall Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 19. febrúar 2023 15:33
„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. 18. febrúar 2023 17:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent