Hverjir eru að reyna kaupa Manchester United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 11:30 Manchester United er til sölu. Tvö tilboð hafa borist. Alex Livesey/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United er til sölu. Á föstudaginn var þurftu áhugasamir að hafa skilað inn kauptilboði til núverandi eiganda félagsins, Glazer-fjölskyldunnar. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Jim Ratcliffe sem hefur stutt Manchester United síðan í æsku og hins vegar frá Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani. Það er ljóst að nær allt stuðningsfólk Man United vill Glazer-fjölskylduna burt enda hefur hún sogið pening úr félaginu frá því hún festi kaup á því árið 2005 ásamt því að hlaða á það skuldum. Nú virðist loks sem félagið sé að sleppa úr prísundinni en hverjir eru það sem gætu fest kaup á félaginu? Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur áður komið við sögu á Vísi og í íslenskum fjölmiðlum. Hinn sjötugi Ratcliffe er einn ríkasti maður Bretlands en auðæfi hans eru metin á rúmlega 1972 milljarðar íslenskra króna. Helsta eign Ratcliffe er INEOS, fyrirtæki sem er með puttana í öllu frá olíu og gasi yfir í íþróttafélög. Ratcliffe hefur í gegnum INEOS fjárfest í fjöldanum öllum af fyrirtækjum og íþróttafélögum. Má þar sem dæmi nefna franska fótboltaliðið Nice. Is Sir Jim Ratcliffe buying out the Glazers completely? How much will his bid be worth? What happens to Man United's debt? And what about OGC Nice?All the big questions answered around British tycoon's offer to buy #MUFC @AdamCrafton_https://t.co/odCG8t1Cbn— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 19, 2023 Í yfirlýsingu frá talsmanni INEOS var staðfest að Ratcliffe, og INEOS, hefðu lagt fram tilboð í meirihluta Manchester United. Í stuttu máli er markmið þeirra er að koma félaginu aftur á toppinn, bæði á Englandi sem og í Evrópu. Það vakti þó athygli að aldrei var talað um að kaupa félagið í heild sinni og taldi þá margur stuðningsmaðurinn að Glazer-fjölskyldan yrði áfram með í ráðum. Svo er ekki en tilboð Ratcliffe og INEOS er í þau 69 prósent félagsins sem Glazer-fjölskyldan á. Á sama tíma vekur athygli að Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani hefur sagst ætla að kaupa félagið í heild sinni. Það þýðir að hann þarf að kaupa 69 prósent hlut Glazer-fjölskyldunnar sem og öll önnur hlutabréf félagsins. Hvort þau séu yfirhöfuð til sölu er annað mál en sem stendur hefur ekkert verið gefið út hvort aðrir hluthafar en Glazer-fjölskyldan séu tilbúnir að selja sinn hlut í félaginu. Ekki hefur komið fram hversu há tilboðin tvö eru en fjölmiðlar í Frakklandi segja að Al Thani hafi boðið 4,5 milljarða evra Hvað með París? En Nice? Samkvæmt reglugerð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, má sami aðili ekki eiga meirihluta í liðum sem keppa í sömu keppni á vegum sambandsins. Þó svo að Al Thani segist ekki vera tengdur Qatar Sports Investments, sem eiga París Saint-Germain, þá gæti reynst þrautin þyngri að sýna fram á það. Who is really behind the Qatari bid for Manchester United? It does not take much digging to find links between Paris Saint-Germain's ownership and Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani https://t.co/bpNwlaAg0Q— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2023 Ratcliffe er í sömu vandræðum þegar kemur að Nice en liðið hefur tekið þátt í mismunandi Evrópukeppnum á undanförnum árum og er sem stendur í Sambandsdeild Evrópu. Breytt landslag Stutt er síðan enska úrvalsdeildin kærði Manchester City fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra styttist í að deildin fái inn óháðan aðila til að taka út alla eigendur deildarinnar og virðist sem herða eigi tökin á hvað má og hvað má ekki þegar kemur að fjármögnun liða í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða áhrif það mun hafa á lið sem eru eign ríkisstjórna hér og þar um heiminn er alls óvíst. Yfirlýsing INEOS og Ratcliffe nýtti sér mögulegan meðbyr í þessum efnum. Þar sagði að Man United gæti orðið fordæmi þess að félag í eigu stuðningsfólks geti samt sem áður barist um titla. Hvað með skuldirnar? Það er vitað að Glazer-fjölskyldan eyddi ekki einni krónu í kaupin á Manchester United. Í raun hefur fjölskyldan aldrei sett svo mikið sem krónu í Manchester United, bara tekið pening út líkt og um hraðbanka væri að ræða. Þess í stað hefur skuldum verið hlaðið á félagið og eru þær í dag 656 milljónir punda eða um 114 milljarðar króna. Einnig skuldar félagið rúmlega 200 milljónir punda í leikmannakaup. Al Thani hefur gefið út að hann muni þurrka skuldir félagsins út. Yfirlýsing INEOS innihélt ekki slík loforð. Þar var sagt að engar „nýjar skuldir“ yrðu lagðar á félagið. Þar sagði einnig að öll lán tengd kaupum INEOS á Man United myndu leggjast á INEOS sjálft en ekki Man Utd. Reikna má með að þetta hafi áhrif á skoðanir stuðningsfólks Man United sem svitnar á efri vörinni við það eitt að heyra orðin „skuld“ og „Manchester United“ í sömu setningu. Hvað kaup af þessari stærðargráðu varðar þá eru þau sjaldnast klippt og skorin. The Athletic tekur kaup Elon Musk á Twitter sem dæmi, þurfti hann að fá lán til að festa kaup á samfélagsmiðlinum. Að lokum staðfesti Ratcliffe og INEOS jafnframt að engir fjármunir verði teknir úr félaginu líkt og hefur verið vaninn undanfarin ár. Ratcliffe vill upplifa æskudrauminn og fá að eiga liðið sem hann stutti í æsku. Sömu sögu er að segja af Al Thani sem segist hafa stutt dyggilega við bakið á Man United frá árinu 1992. Hvor þeirra verður eigandi Manchester United kemur í ljós á næstu vikum eða mánuðum. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort um sé að ræða bjargvætt eða böðul. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Það er ljóst að nær allt stuðningsfólk Man United vill Glazer-fjölskylduna burt enda hefur hún sogið pening úr félaginu frá því hún festi kaup á því árið 2005 ásamt því að hlaða á það skuldum. Nú virðist loks sem félagið sé að sleppa úr prísundinni en hverjir eru það sem gætu fest kaup á félaginu? Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur áður komið við sögu á Vísi og í íslenskum fjölmiðlum. Hinn sjötugi Ratcliffe er einn ríkasti maður Bretlands en auðæfi hans eru metin á rúmlega 1972 milljarðar íslenskra króna. Helsta eign Ratcliffe er INEOS, fyrirtæki sem er með puttana í öllu frá olíu og gasi yfir í íþróttafélög. Ratcliffe hefur í gegnum INEOS fjárfest í fjöldanum öllum af fyrirtækjum og íþróttafélögum. Má þar sem dæmi nefna franska fótboltaliðið Nice. Is Sir Jim Ratcliffe buying out the Glazers completely? How much will his bid be worth? What happens to Man United's debt? And what about OGC Nice?All the big questions answered around British tycoon's offer to buy #MUFC @AdamCrafton_https://t.co/odCG8t1Cbn— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 19, 2023 Í yfirlýsingu frá talsmanni INEOS var staðfest að Ratcliffe, og INEOS, hefðu lagt fram tilboð í meirihluta Manchester United. Í stuttu máli er markmið þeirra er að koma félaginu aftur á toppinn, bæði á Englandi sem og í Evrópu. Það vakti þó athygli að aldrei var talað um að kaupa félagið í heild sinni og taldi þá margur stuðningsmaðurinn að Glazer-fjölskyldan yrði áfram með í ráðum. Svo er ekki en tilboð Ratcliffe og INEOS er í þau 69 prósent félagsins sem Glazer-fjölskyldan á. Á sama tíma vekur athygli að Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani hefur sagst ætla að kaupa félagið í heild sinni. Það þýðir að hann þarf að kaupa 69 prósent hlut Glazer-fjölskyldunnar sem og öll önnur hlutabréf félagsins. Hvort þau séu yfirhöfuð til sölu er annað mál en sem stendur hefur ekkert verið gefið út hvort aðrir hluthafar en Glazer-fjölskyldan séu tilbúnir að selja sinn hlut í félaginu. Ekki hefur komið fram hversu há tilboðin tvö eru en fjölmiðlar í Frakklandi segja að Al Thani hafi boðið 4,5 milljarða evra Hvað með París? En Nice? Samkvæmt reglugerð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, má sami aðili ekki eiga meirihluta í liðum sem keppa í sömu keppni á vegum sambandsins. Þó svo að Al Thani segist ekki vera tengdur Qatar Sports Investments, sem eiga París Saint-Germain, þá gæti reynst þrautin þyngri að sýna fram á það. Who is really behind the Qatari bid for Manchester United? It does not take much digging to find links between Paris Saint-Germain's ownership and Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani https://t.co/bpNwlaAg0Q— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2023 Ratcliffe er í sömu vandræðum þegar kemur að Nice en liðið hefur tekið þátt í mismunandi Evrópukeppnum á undanförnum árum og er sem stendur í Sambandsdeild Evrópu. Breytt landslag Stutt er síðan enska úrvalsdeildin kærði Manchester City fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum ytra styttist í að deildin fái inn óháðan aðila til að taka út alla eigendur deildarinnar og virðist sem herða eigi tökin á hvað má og hvað má ekki þegar kemur að fjármögnun liða í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða áhrif það mun hafa á lið sem eru eign ríkisstjórna hér og þar um heiminn er alls óvíst. Yfirlýsing INEOS og Ratcliffe nýtti sér mögulegan meðbyr í þessum efnum. Þar sagði að Man United gæti orðið fordæmi þess að félag í eigu stuðningsfólks geti samt sem áður barist um titla. Hvað með skuldirnar? Það er vitað að Glazer-fjölskyldan eyddi ekki einni krónu í kaupin á Manchester United. Í raun hefur fjölskyldan aldrei sett svo mikið sem krónu í Manchester United, bara tekið pening út líkt og um hraðbanka væri að ræða. Þess í stað hefur skuldum verið hlaðið á félagið og eru þær í dag 656 milljónir punda eða um 114 milljarðar króna. Einnig skuldar félagið rúmlega 200 milljónir punda í leikmannakaup. Al Thani hefur gefið út að hann muni þurrka skuldir félagsins út. Yfirlýsing INEOS innihélt ekki slík loforð. Þar var sagt að engar „nýjar skuldir“ yrðu lagðar á félagið. Þar sagði einnig að öll lán tengd kaupum INEOS á Man United myndu leggjast á INEOS sjálft en ekki Man Utd. Reikna má með að þetta hafi áhrif á skoðanir stuðningsfólks Man United sem svitnar á efri vörinni við það eitt að heyra orðin „skuld“ og „Manchester United“ í sömu setningu. Hvað kaup af þessari stærðargráðu varðar þá eru þau sjaldnast klippt og skorin. The Athletic tekur kaup Elon Musk á Twitter sem dæmi, þurfti hann að fá lán til að festa kaup á samfélagsmiðlinum. Að lokum staðfesti Ratcliffe og INEOS jafnframt að engir fjármunir verði teknir úr félaginu líkt og hefur verið vaninn undanfarin ár. Ratcliffe vill upplifa æskudrauminn og fá að eiga liðið sem hann stutti í æsku. Sömu sögu er að segja af Al Thani sem segist hafa stutt dyggilega við bakið á Man United frá árinu 1992. Hvor þeirra verður eigandi Manchester United kemur í ljós á næstu vikum eða mánuðum. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort um sé að ræða bjargvætt eða böðul.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira