Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 16:40 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. Í yfirlýsingu sem SVEIT gaf út í dag segir að það sé ótækt að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið. Þá kemur fram að í liðinni viku hafi SVEIT lagt inn kröfu til núverandi samningsaðila um viðræður til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði. Efling og Matvís hafi þó áður hafnað því að gera samning við SVEIT. „Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Hræddur um að þetta verði dropinn sem fyllir mælinn Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samtali við fréttastofu að engin innistæða sé fyrir samskonar hækkunum og eru í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins. Fyrirtæki á veitingamarkaði séu enn að ná sér eftir samkomutakmarkanir síðustu ára. Hann óttast að svona hækkanir séu síðasti naglinn í kistu margra fyrirtækja á veitingamarkaði „Ég bjóst nú svosem við meiri fráföllum eftir Covid en við erum auðvitað lífsseig í bransanum. Þetta er mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa ákveðið að skuldsetja sig enn frekar til að verða ekki gjaldþrota. En ég er ansi hræddur um að þetta verði dropinn sem fyllir mælinn hjá mörgum.“ Skjóti skökku við að fá ekki sæti við samningsborðið Aðalgeir gagnrýnir að SVEIT hafi ekki fengið að taka þátt í samningsviðræðum. „Okkur finnst það skjóta mjög skökku við að við höfum ekkert að segja um okkar rekstrarumhverfi,“ segir hann. „Það er bara tekið á móti hverjum og einum óhagstæða samningnum þar sem hvorki er tekið tillit til vinnutíma eða augljósrar sérstöðu greinarinnar. Þar af leiðandi finnum við okkur í þessari stöðu sem er mjög svo sorgleg.“ Hann segir að áður en samningar runnu út síðastliðið haust hafi samtökin haft samband við stéttarfélögin. „Við tilkynntum þeim að við værum til í að bakka þau upp í baráttunni fyrir þau sem minnst mega sín og eru með lægstu launin, ef við fengjum bara örlitla breytingu á álagskerfinu.“ Vilja færa álagið frá óreyndasta starfsfólkinu til lykilmanna Umræddar breytingar myndu, að sögn Aðalgeirs, gera kerfið líkara þeim sem eru í gildi á Norðurlöndunum. Álagsgreiðslur yrðu þá í krónutölum og álagstímanum væri breytt. „Við erum ekki að finna upp hjólið með þessu,“ segir hann. „Á Norðurlöndunum er álagsgreiðslan föst krónutala. Til dæmis í Svíþjóð þá byrjar hún eftir klukkan 20 á virkum dögum, eftir klukkan 16 á laugardögum og alla sunnudaga.“ Aðalgeir segir að hér á landi takist illa að halda í starfsmenn til lengri tíma í geiranum. „Það rekjum við, og erum með greiningu frá KPMG sem sýnir það svart á hvítu, að rjóminn af laununum er borgaður til yngsta og óreyndasta starfsfólksins,“ segir hann. „Það er náttúrulega okkur mikilvægt, við skulum ekki gleyma því, en það eru akkúrat þessir starfsmenn sem koma og vinna mestu kvöldvinnuna. Við myndum vilja fá að hella álaginu yfir í þá sem vinna fulla vinnu. Borga þeim lykilmönnum hærri laun. En það er í raun ekkert eftir út af þessu upplagi.“ Yfirlýsing SVEIT í heild sinni: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafna samningum SA við Eflingu og Matvís. SVEIT getur ekki fyrir hönd félagsmanna sinna gengið að tilvonandi samningum SA og Eflingar. Ljóst er, miðað við málflutning að þeir samningar verði of dýrir og munu verða stórum hluta af greininni að falli. Engin innistæða er fyrir samskonar hækkunum og SGS samningurinn hefur haft í för með sér. Það liggur alveg ljóst fyrir. Tölurnar úr greininni tala sínu máli. Veitingastaðir á Íslandi borga hæstu laun í heimi og er það afleiðing þess að veitingageirinn fær ekki að semja fyrir sína grein, og situr því uppi með afar óhagstæða samninga. Þar sem hvorki er tekið mið né mark á augljósri sérstöðu greinarinnar. Ljóst er að breyting á umgjörð samningana verður að eiga sér stað. SVEIT vill leiðrétta launin með því að hækka dagvinnulaun en færa kvöldvinnu í sambærilegan strúktúr eins og gengur og gerist hjá öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Eftir að núverandi samningar við SGS tóku gildi er launahlutfallið komið í og yfir 50% en er í 25-30% í löndunum í kringum okkur. Þetta þýðir að veitingarekstur mun ekki standa undir sér. Það er ekki hægt að hækka verðin svo mikið að enginn komi. Frekari verðhækkanir grafa undan samkeppnishæfni greinarinnar. Þetta er raunveruleiki veitingareksturs sem samanstendur af um 800 fyrirtækjum sem að miklum meirihluta eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem ekki fá að kjósa um samninginn þar sem þau eru ekki aðilar að SA. Því fá stór fyrirtæki og ólíkar atvinnugreinar með breiðari bök að kjósa um örlög veitingamanna. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Sem stefnir fjölbreyttri og mikilvægri atvinnugrein í hættu. SVEIT telur 150 rekstraraðila sem reka 270 veitingastaði um allt land og eru því stærstu hagsmunasamtök landsins fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Innan vébanda SVEIT er meirihluti starfsmanna sem stafa á veitingamarkaði eða um 7.000 stafsmenn. Ótækt er að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið en SVEIT hefur samningsumboð félagsmanna til gerð kjarasamnings. Því hefur SA ekki umboð til gerð kjarasamninga fyrir hönd fyrirtækja sem eru félagar SVEIT. Standi vilji stéttarfélaga til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT. Í liðinni viku lagði SVEIT inn kröfu til núverandi samningaðila um viðræðna til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði en áður hafa Efling og Matvís hafnað því að gera samning við SVEIT þar sem þau kjósa að semja við SA. Þrátt fyrir að innan SA sé aðeins takmarkaður fjöldi veitingastaða. Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar. Fyrir hönd stjórnar Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, Aðalgeir Ásvaldsson Framkvæmdastjóri SVEIT Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem SVEIT gaf út í dag segir að það sé ótækt að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið. Þá kemur fram að í liðinni viku hafi SVEIT lagt inn kröfu til núverandi samningsaðila um viðræður til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði. Efling og Matvís hafi þó áður hafnað því að gera samning við SVEIT. „Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Hræddur um að þetta verði dropinn sem fyllir mælinn Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samtali við fréttastofu að engin innistæða sé fyrir samskonar hækkunum og eru í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins. Fyrirtæki á veitingamarkaði séu enn að ná sér eftir samkomutakmarkanir síðustu ára. Hann óttast að svona hækkanir séu síðasti naglinn í kistu margra fyrirtækja á veitingamarkaði „Ég bjóst nú svosem við meiri fráföllum eftir Covid en við erum auðvitað lífsseig í bransanum. Þetta er mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa ákveðið að skuldsetja sig enn frekar til að verða ekki gjaldþrota. En ég er ansi hræddur um að þetta verði dropinn sem fyllir mælinn hjá mörgum.“ Skjóti skökku við að fá ekki sæti við samningsborðið Aðalgeir gagnrýnir að SVEIT hafi ekki fengið að taka þátt í samningsviðræðum. „Okkur finnst það skjóta mjög skökku við að við höfum ekkert að segja um okkar rekstrarumhverfi,“ segir hann. „Það er bara tekið á móti hverjum og einum óhagstæða samningnum þar sem hvorki er tekið tillit til vinnutíma eða augljósrar sérstöðu greinarinnar. Þar af leiðandi finnum við okkur í þessari stöðu sem er mjög svo sorgleg.“ Hann segir að áður en samningar runnu út síðastliðið haust hafi samtökin haft samband við stéttarfélögin. „Við tilkynntum þeim að við værum til í að bakka þau upp í baráttunni fyrir þau sem minnst mega sín og eru með lægstu launin, ef við fengjum bara örlitla breytingu á álagskerfinu.“ Vilja færa álagið frá óreyndasta starfsfólkinu til lykilmanna Umræddar breytingar myndu, að sögn Aðalgeirs, gera kerfið líkara þeim sem eru í gildi á Norðurlöndunum. Álagsgreiðslur yrðu þá í krónutölum og álagstímanum væri breytt. „Við erum ekki að finna upp hjólið með þessu,“ segir hann. „Á Norðurlöndunum er álagsgreiðslan föst krónutala. Til dæmis í Svíþjóð þá byrjar hún eftir klukkan 20 á virkum dögum, eftir klukkan 16 á laugardögum og alla sunnudaga.“ Aðalgeir segir að hér á landi takist illa að halda í starfsmenn til lengri tíma í geiranum. „Það rekjum við, og erum með greiningu frá KPMG sem sýnir það svart á hvítu, að rjóminn af laununum er borgaður til yngsta og óreyndasta starfsfólksins,“ segir hann. „Það er náttúrulega okkur mikilvægt, við skulum ekki gleyma því, en það eru akkúrat þessir starfsmenn sem koma og vinna mestu kvöldvinnuna. Við myndum vilja fá að hella álaginu yfir í þá sem vinna fulla vinnu. Borga þeim lykilmönnum hærri laun. En það er í raun ekkert eftir út af þessu upplagi.“ Yfirlýsing SVEIT í heild sinni: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafna samningum SA við Eflingu og Matvís. SVEIT getur ekki fyrir hönd félagsmanna sinna gengið að tilvonandi samningum SA og Eflingar. Ljóst er, miðað við málflutning að þeir samningar verði of dýrir og munu verða stórum hluta af greininni að falli. Engin innistæða er fyrir samskonar hækkunum og SGS samningurinn hefur haft í för með sér. Það liggur alveg ljóst fyrir. Tölurnar úr greininni tala sínu máli. Veitingastaðir á Íslandi borga hæstu laun í heimi og er það afleiðing þess að veitingageirinn fær ekki að semja fyrir sína grein, og situr því uppi með afar óhagstæða samninga. Þar sem hvorki er tekið mið né mark á augljósri sérstöðu greinarinnar. Ljóst er að breyting á umgjörð samningana verður að eiga sér stað. SVEIT vill leiðrétta launin með því að hækka dagvinnulaun en færa kvöldvinnu í sambærilegan strúktúr eins og gengur og gerist hjá öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Eftir að núverandi samningar við SGS tóku gildi er launahlutfallið komið í og yfir 50% en er í 25-30% í löndunum í kringum okkur. Þetta þýðir að veitingarekstur mun ekki standa undir sér. Það er ekki hægt að hækka verðin svo mikið að enginn komi. Frekari verðhækkanir grafa undan samkeppnishæfni greinarinnar. Þetta er raunveruleiki veitingareksturs sem samanstendur af um 800 fyrirtækjum sem að miklum meirihluta eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem ekki fá að kjósa um samninginn þar sem þau eru ekki aðilar að SA. Því fá stór fyrirtæki og ólíkar atvinnugreinar með breiðari bök að kjósa um örlög veitingamanna. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Sem stefnir fjölbreyttri og mikilvægri atvinnugrein í hættu. SVEIT telur 150 rekstraraðila sem reka 270 veitingastaði um allt land og eru því stærstu hagsmunasamtök landsins fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Innan vébanda SVEIT er meirihluti starfsmanna sem stafa á veitingamarkaði eða um 7.000 stafsmenn. Ótækt er að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið en SVEIT hefur samningsumboð félagsmanna til gerð kjarasamnings. Því hefur SA ekki umboð til gerð kjarasamninga fyrir hönd fyrirtækja sem eru félagar SVEIT. Standi vilji stéttarfélaga til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT. Í liðinni viku lagði SVEIT inn kröfu til núverandi samningaðila um viðræðna til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði en áður hafa Efling og Matvís hafnað því að gera samning við SVEIT þar sem þau kjósa að semja við SA. Þrátt fyrir að innan SA sé aðeins takmarkaður fjöldi veitingastaða. Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar. Fyrir hönd stjórnar Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, Aðalgeir Ásvaldsson Framkvæmdastjóri SVEIT
SVEIT getur ekki fyrir hönd félagsmanna sinna gengið að tilvonandi samningum SA og Eflingar. Ljóst er, miðað við málflutning að þeir samningar verði of dýrir og munu verða stórum hluta af greininni að falli. Engin innistæða er fyrir samskonar hækkunum og SGS samningurinn hefur haft í för með sér. Það liggur alveg ljóst fyrir. Tölurnar úr greininni tala sínu máli. Veitingastaðir á Íslandi borga hæstu laun í heimi og er það afleiðing þess að veitingageirinn fær ekki að semja fyrir sína grein, og situr því uppi með afar óhagstæða samninga. Þar sem hvorki er tekið mið né mark á augljósri sérstöðu greinarinnar. Ljóst er að breyting á umgjörð samningana verður að eiga sér stað. SVEIT vill leiðrétta launin með því að hækka dagvinnulaun en færa kvöldvinnu í sambærilegan strúktúr eins og gengur og gerist hjá öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Eftir að núverandi samningar við SGS tóku gildi er launahlutfallið komið í og yfir 50% en er í 25-30% í löndunum í kringum okkur. Þetta þýðir að veitingarekstur mun ekki standa undir sér. Það er ekki hægt að hækka verðin svo mikið að enginn komi. Frekari verðhækkanir grafa undan samkeppnishæfni greinarinnar. Þetta er raunveruleiki veitingareksturs sem samanstendur af um 800 fyrirtækjum sem að miklum meirihluta eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem ekki fá að kjósa um samninginn þar sem þau eru ekki aðilar að SA. Því fá stór fyrirtæki og ólíkar atvinnugreinar með breiðari bök að kjósa um örlög veitingamanna. Þetta er með öllu óásættanlegt ástand. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Sem stefnir fjölbreyttri og mikilvægri atvinnugrein í hættu. SVEIT telur 150 rekstraraðila sem reka 270 veitingastaði um allt land og eru því stærstu hagsmunasamtök landsins fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Innan vébanda SVEIT er meirihluti starfsmanna sem stafa á veitingamarkaði eða um 7.000 stafsmenn. Ótækt er að samtökunum sé synjað um sæti við kjarasamningsborðið en SVEIT hefur samningsumboð félagsmanna til gerð kjarasamnings. Því hefur SA ekki umboð til gerð kjarasamninga fyrir hönd fyrirtækja sem eru félagar SVEIT. Standi vilji stéttarfélaga til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT. Í liðinni viku lagði SVEIT inn kröfu til núverandi samningaðila um viðræðna til kjarasamninga vegna starfa á veitingamarkaði en áður hafa Efling og Matvís hafnað því að gera samning við SVEIT þar sem þau kjósa að semja við SA. Þrátt fyrir að innan SA sé aðeins takmarkaður fjöldi veitingastaða. Ef að félögin sjá sér ekki fært um að ganga til samninga við SVEIT munu þau leita til Ríkissáttasemjara í lok vikunnar. Fyrir hönd stjórnar Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, Aðalgeir Ásvaldsson Framkvæmdastjóri SVEIT
Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira