Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 76-73 | Þriðji sigur Hauka í röð Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2023 23:06 Keira Robinson fór á kostum og gerði 29 stig í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur 76-73. Haukar voru einu stigi undir fyrir síðasta fjórðung en heimakonur byrjuðu fjórða leikhluta töluvert betur og þrátt fyrir endurkomu Njarðvíkur þá var góð byrjun Hauka of stór biti fyrir gestina sem skilaði sér í þriðja sigri Hauka gegn Njarðvík á tímabilinu. Haukar settu tóninn strax í upphafi leiks og gerðu sjö stig í röð. Keira Robinson gerði fyrstu tvær körfurnar og Elísabeth Ýr fylgdi því eftir með þriggja stiga körfu. Njarðvík komst síðan á blað en í stöðunni 16-6 fékk Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, nóg og tók leikhlé. Það var hart barist í leik Hauka og Njarðvíkur í kvöldVísir/Snædís Bára Þrátt fyrir að Ísabella Ósk Sigurðardóttir hafði meiðst í síðasta landsleik þá kom hún inn á í fyrsta fjórðungi og leikur Njarðvíkur batnaði. Eftir fyrsta fjórðung voru Haukar fimm stigum yfir 21-16. Njarðvík byrjaði annan leikhluta afar illa og sóknarleikur gestanna versnaði og versnaði. Njarðvík gerði aðeins þrjú stig á sjö mínútum. Í stöðunni 32-19 tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé sem fór öfugt ofan í hans konur þar sem Njarðvík hrökk í gang. Gestirnir gerðu sex stig í röð og voru töluvert samstilltari varnarlega. Þrátt fyrir góðan sprett Njarðvíkur gerði Keira Robinson síðustu tvær körfur fyrri hálfleiks og Haukar voru ellefu stigum yfir í hálfleik 36-25. Elísabeth Ýr Ægisdóttir gerði 10 stig í kvöldVísir/Snædís Bára Íslandsmeistararnir minntu á sig í þriðja leikhluta. Raquel Laneiro setti tvo þrista í röð sem kveikti í liðsfélögum hennar. Eftir að Njarðvík gerði ellefu stig í röð og minnkaði forskot Hauka niður í eitt stig fékk Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, nóg og tók leikhlé. Með Raquel Laneiro í broddi fylkingar sem gerði tólf stig í þriðja leikhluta voru gestirnir úr Njarðvík einu stigi yfir 52-53 þegar haldið var í síðustu lotu. Haukar tóku frumkvæðið í síðasta fjórðungi og komust sex stigum yfir 64-58 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé. Njarðvík gerði heiðarlega tilraun til að stela sigrinum. Gestirnir gerðu sjö stig í röð á stuttum kafla og minnkuðu forskot Hauka niður í fimm stig þegar mínúta var eftir. Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Aliyah A'taeya Collier gerði 33 stig í kvöldVísir/Snædís Bára Af hverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að Haukar unnu leikinn með aðeins þremur stigum þá var sigurinn verðskuldaður. Haukar unnu þrjá af fjórum leikhlutum. Haukar voru tíu stigum yfir þegar ein mínúta og fjörutíu sekúndur voru eftir. Undir lokin fór allt að ganga upp hjá Njarðvík en Haukar lifðu áhlaup Njarðvíkur af og fögnuðu sigri. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira gerði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Aliyah Collier var stigahæst á vellinum með 33 stig en hún tók einnig 16 fráköst og endaði með 36 framlagspunkta. Collier fór ítrekað á vítalínuna en hún hitti úr 17 af 20 vítum. Aðrir leikmenn Njarðvíkur tóku samtals 5 víti. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var langt frá því að vera góður. Njarðvík spilaði afar illa í öðrum leikhluta og gerði aðeins þrjú stig á sjö mínútum. Njarðvík vantaði framlag frá fleiri leikmönnum en Aliyah Collier og Raquel Laneiro. Samanlagt gerðu þær 53 af 73 stigum Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Haukar og Breiðablik mætast í Smáranum næsta miðvikudag klukkan 19:15. Njarðvík mætir Val á miðvikudaginn klukkan 20:15. Bjarni: Kreistum þennan sigur í gegn Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Við náðum að kreista þennan sigur í gegn. Þær komu grimmar inn í seinni hálfleik og komust yfir en okkur tókst að stilla okkur af þar sem við náðum forskoti í fjórða leikhluta og þeim tókst ekki að brúa bilið. Njarðvík tók allt of mikið af sóknarfráköstum á síðustu mínútunum sem kostaði okkur næstum því leikinn,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Bjarni hefði viljað sjá sitt lið spila betur í upphafi síðari hálfleiks en var ánægður með hvernig Haukar fundu lausnir við leik Njarðvíkur. „Það eru alltaf hörkuleikir milli þessara liða og okkar kaflar voru góðir. En við komum allt of flatar út í seinni hálfleik og Njarðvík gerði vel í að ýta okkur út úr því sem við vildum gera en okkur tókst að finna lausnir við því.“ Bjarni hafði ekki áhyggjur af því hvernig Haukar enduðu leikinn þar sem sigur Hauka hefði getað verið meiri en þrjú stig. „Við fengum færi til að setja boltann niður en hefðum mögulega átt að keyra meira á körfuna og taka langar sóknir síðustu tvær mínúturnar. Við hefðum átt að byrja fyrr að koma okkur á vítalínuna. En það eru engar áhyggjur við náðum góðum punktum í kvöld síðan er það bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Haukar unnu Íslandsmeistara Njarðvíkur 76-73. Haukar voru einu stigi undir fyrir síðasta fjórðung en heimakonur byrjuðu fjórða leikhluta töluvert betur og þrátt fyrir endurkomu Njarðvíkur þá var góð byrjun Hauka of stór biti fyrir gestina sem skilaði sér í þriðja sigri Hauka gegn Njarðvík á tímabilinu. Haukar settu tóninn strax í upphafi leiks og gerðu sjö stig í röð. Keira Robinson gerði fyrstu tvær körfurnar og Elísabeth Ýr fylgdi því eftir með þriggja stiga körfu. Njarðvík komst síðan á blað en í stöðunni 16-6 fékk Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, nóg og tók leikhlé. Það var hart barist í leik Hauka og Njarðvíkur í kvöldVísir/Snædís Bára Þrátt fyrir að Ísabella Ósk Sigurðardóttir hafði meiðst í síðasta landsleik þá kom hún inn á í fyrsta fjórðungi og leikur Njarðvíkur batnaði. Eftir fyrsta fjórðung voru Haukar fimm stigum yfir 21-16. Njarðvík byrjaði annan leikhluta afar illa og sóknarleikur gestanna versnaði og versnaði. Njarðvík gerði aðeins þrjú stig á sjö mínútum. Í stöðunni 32-19 tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé sem fór öfugt ofan í hans konur þar sem Njarðvík hrökk í gang. Gestirnir gerðu sex stig í röð og voru töluvert samstilltari varnarlega. Þrátt fyrir góðan sprett Njarðvíkur gerði Keira Robinson síðustu tvær körfur fyrri hálfleiks og Haukar voru ellefu stigum yfir í hálfleik 36-25. Elísabeth Ýr Ægisdóttir gerði 10 stig í kvöldVísir/Snædís Bára Íslandsmeistararnir minntu á sig í þriðja leikhluta. Raquel Laneiro setti tvo þrista í röð sem kveikti í liðsfélögum hennar. Eftir að Njarðvík gerði ellefu stig í röð og minnkaði forskot Hauka niður í eitt stig fékk Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, nóg og tók leikhlé. Með Raquel Laneiro í broddi fylkingar sem gerði tólf stig í þriðja leikhluta voru gestirnir úr Njarðvík einu stigi yfir 52-53 þegar haldið var í síðustu lotu. Haukar tóku frumkvæðið í síðasta fjórðungi og komust sex stigum yfir 64-58 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé. Njarðvík gerði heiðarlega tilraun til að stela sigrinum. Gestirnir gerðu sjö stig í röð á stuttum kafla og minnkuðu forskot Hauka niður í fimm stig þegar mínúta var eftir. Haukar unnu að lokum þriggja stiga sigur 76-73. Aliyah A'taeya Collier gerði 33 stig í kvöldVísir/Snædís Bára Af hverju unnu Haukar? Þrátt fyrir að Haukar unnu leikinn með aðeins þremur stigum þá var sigurinn verðskuldaður. Haukar unnu þrjá af fjórum leikhlutum. Haukar voru tíu stigum yfir þegar ein mínúta og fjörutíu sekúndur voru eftir. Undir lokin fór allt að ganga upp hjá Njarðvík en Haukar lifðu áhlaup Njarðvíkur af og fögnuðu sigri. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira gerði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Aliyah Collier var stigahæst á vellinum með 33 stig en hún tók einnig 16 fráköst og endaði með 36 framlagspunkta. Collier fór ítrekað á vítalínuna en hún hitti úr 17 af 20 vítum. Aðrir leikmenn Njarðvíkur tóku samtals 5 víti. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Njarðvíkur var langt frá því að vera góður. Njarðvík spilaði afar illa í öðrum leikhluta og gerði aðeins þrjú stig á sjö mínútum. Njarðvík vantaði framlag frá fleiri leikmönnum en Aliyah Collier og Raquel Laneiro. Samanlagt gerðu þær 53 af 73 stigum Njarðvíkur. Hvað gerist næst? Haukar og Breiðablik mætast í Smáranum næsta miðvikudag klukkan 19:15. Njarðvík mætir Val á miðvikudaginn klukkan 20:15. Bjarni: Kreistum þennan sigur í gegn Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Við náðum að kreista þennan sigur í gegn. Þær komu grimmar inn í seinni hálfleik og komust yfir en okkur tókst að stilla okkur af þar sem við náðum forskoti í fjórða leikhluta og þeim tókst ekki að brúa bilið. Njarðvík tók allt of mikið af sóknarfráköstum á síðustu mínútunum sem kostaði okkur næstum því leikinn,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Bjarni hefði viljað sjá sitt lið spila betur í upphafi síðari hálfleiks en var ánægður með hvernig Haukar fundu lausnir við leik Njarðvíkur. „Það eru alltaf hörkuleikir milli þessara liða og okkar kaflar voru góðir. En við komum allt of flatar út í seinni hálfleik og Njarðvík gerði vel í að ýta okkur út úr því sem við vildum gera en okkur tókst að finna lausnir við því.“ Bjarni hafði ekki áhyggjur af því hvernig Haukar enduðu leikinn þar sem sigur Hauka hefði getað verið meiri en þrjú stig. „Við fengum færi til að setja boltann niður en hefðum mögulega átt að keyra meira á körfuna og taka langar sóknir síðustu tvær mínúturnar. Við hefðum átt að byrja fyrr að koma okkur á vítalínuna. En það eru engar áhyggjur við náðum góðum punktum í kvöld síðan er það bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.