Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-22 | Valssigur í rislitlum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2023 16:00 Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val. vísir/diego Valur sigraði Fram, 24-22, í fyrsta leik dagsins í Olís-deild kvenna. Valskonur eru á toppi deildarinnar en Framkonur í 4. sætinu. Það er ekki sami ljómi yfir viðureignum Vals og Fram og á síðustu árum og leikurinn í dag var ekki upp á marga fiska, sér í lagi fyrri hálfleikurinn. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en Valskonur lögðu grunninn að sigrinum með góðum kafla um miðbik seinni hálfleiks. Framkonur komu með ágætis áhlaup undir lokin en það dugði ekki til. Mariam Eradze lætur vaða.vísir/diego Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val og þær Mariam Eradze og Sara Dögg Hjaltadóttir sitt hvor fjögur mörkin. Sara Sif Helgadóttir varði tíu skot í mark heimakvenna (32 prósent). Steinunn Björnsdóttir og Madeleine Lindholm skoruðu báðar fimm mörk fyrir Fram. Hafdís Renötudóttir var besti maður vallarins og varði 21 skot, eða 47 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Stórleikur Hafdísar Renötudóttur dugði Fram skammt.vísir/diego Framkonur spiluðu mjög framarlega í vörninni til að byrja með sem sló Valskonur út af laginu. Þá var Hafdís góð í markinu og varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Á meðan fann Sara Sif sig ekki í marki Vals. Þórey Anna var langbeittasti sóknarmaður Vals í fyrri hálfleik og skoraði fimm af ellefu mörkum liðsins. Hjá Fram átti Madeleine góða innkomu og skoraði fjögur mörk. Báðum liðum gekk illa að spila sig í opin færi og þurftu að treysta mikið á skot fyrir utan. Og nýtingin þaðan var ekkert sérstök, eða undir fjörutíu prósent hjá báðum liðum. Perla Ruth Albertsdóttir verst gegn Theu Imani Sturludóttur.vísir/diego Það tók liðin sex mínútur að skora fyrsta seinni hálfleiks. Það gerði Madeleine en hún skoraði ekki meira í leiknum. Fram var í verulegum sóknarvandræðum framan af seinni hálfleik á meðan Valskonur fengu loksins nokkur auðveld mörk úr seinni bylgju. Um miðbik seinni hálfleiks skoruðu heimakonur fimm mörk gegn einu og náðu fimm marka forskoti, 20-15, þegar tíu mínútur voru eftir. Fram rankaði þá við sér, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 20-18. Valur svaraði með tveimur mörkum í röð, komst í 22-18 og þá var björninn unninn. Á endanum munaði tveimur mörkum á liðunum, 24-22. Þetta var annar sigur Vals á Fram á tíu dögum en Valskonur unnu bikarleik liðanna í síðustu viku, 19-25. Ágúst: Talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður Ágúst Jóhannsson skaut í ýmsar áttir eftir leik.vísir/diego Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var temmilega sáttur eftir leikinn gegn Fram. Hann nýtti tækifærið og skaut aðeins á kröfuharða sérfræðinga Stöðvar 2 Sports. „Um miðjan seinni hálfleikinn náðum við 2-3 ágætis mörkum úr seinni bylgju. Þær misstu menn út af og við nýttum það ágætlega en svo sem ekkert mikið meira en það. Við náðum ágætis forskoti en vorum svo næstum búin að klúðra því fyrir eigin aulaskap en við unnum og ég er sáttur með það,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þetta var bara erfið fæðing. Við erum auðvitað að spila við Fram. Þið haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2. Það er ekki nóg að vinna. En við vorum bara í hörkuleik við Fram sem er vel skipað við. Hafdís [Renötudóttir] varði rosalega mikið frá okkur og þær hlupu vel til baka þannig við náðum fáum hraðaupphlaupum. Þess vegna var þetta þungur leikur. Ég er ánægður að ná í tvö stig. Ekki okkar besti leikur en jákvætt að ná í tvo punkta.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ófeiminn við að prófa hinar ýmsu útfærslur á vörn liðsins í dag. Ágústi fannst sitt lið leysa það þokkalega. „Ég talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður en það er eins og það er. Maður getur búist við öllu. Þær eru fastar í 4. sætinu og ég átti alveg von á því að það yrði vesen á honum,“ sagði Ágúst léttur í lundu. „Við sköpuðum okkur alveg færi þótt þetta væri ekki fallegt á köflum. Við leystum þetta ágætlega, sérstaklega þegar þær spiluðu 5+1. Við vorum aðeins í brasi með 4-2 vörnina en bara gott að klára þetta og ég er sáttur með það.“ Stefán: Getum ekki gefið boltann svona frá okkur gegn Val Stefán Arnarson var óhræddur að prófa ýmis varnarafbrigði gegn Val.vísir/diego Þrátt fyrir tap fyrir Val í dag var Stefán Arnarson, þjálfari Fram, nokkuð sáttur með frammistöðu sinna stelpna. „Það er kafli í seinni hálfleik þar sem við töpuðum boltanum 4-5 sinnum í röð. Þær refsuðu okkur. Við færðum þeim boltann. Það var munurinn á liðunum,“ sagði Stefán. „Við spiluðum fjögur varnarafbrigði sem er gott og þau heppnuðust ágætlega. Sóknarleikurinn var heilt yfir ágætur. Þetta var ágætur leikur og Hafdís var góð en við getum ekki gefið boltann svona frá okkur gegn Val. Þá er okkur refsað og það var munurinn á liðunum.“ Stefán segir það meðvitað að nýta leikina sem eftir eru af deildarkeppninni til að prófa ýmislegt enda lýkur Fram að öllum líkindum leik í 4. sæti. „Við erum í 4. sæti og verðum þar. Við erum að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina og við munum gera þetta áfram í leikjunum. Ég er ánægður með hvernig þetta gekk í dag,“ sagði Stefán. Hafdís Renötudóttir varði 21 skot í marki Fram og var besti leikmaður vallarins í dag. „Hafdís var frábær og auðvitað var leiðinlegt að nýta það ekki. Við viljum vinna alla leiki, sama hver er góð,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Valur Fram
Valur sigraði Fram, 24-22, í fyrsta leik dagsins í Olís-deild kvenna. Valskonur eru á toppi deildarinnar en Framkonur í 4. sætinu. Það er ekki sami ljómi yfir viðureignum Vals og Fram og á síðustu árum og leikurinn í dag var ekki upp á marga fiska, sér í lagi fyrri hálfleikurinn. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en Valskonur lögðu grunninn að sigrinum með góðum kafla um miðbik seinni hálfleiks. Framkonur komu með ágætis áhlaup undir lokin en það dugði ekki til. Mariam Eradze lætur vaða.vísir/diego Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val og þær Mariam Eradze og Sara Dögg Hjaltadóttir sitt hvor fjögur mörkin. Sara Sif Helgadóttir varði tíu skot í mark heimakvenna (32 prósent). Steinunn Björnsdóttir og Madeleine Lindholm skoruðu báðar fimm mörk fyrir Fram. Hafdís Renötudóttir var besti maður vallarins og varði 21 skot, eða 47 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Stórleikur Hafdísar Renötudóttur dugði Fram skammt.vísir/diego Framkonur spiluðu mjög framarlega í vörninni til að byrja með sem sló Valskonur út af laginu. Þá var Hafdís góð í markinu og varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Á meðan fann Sara Sif sig ekki í marki Vals. Þórey Anna var langbeittasti sóknarmaður Vals í fyrri hálfleik og skoraði fimm af ellefu mörkum liðsins. Hjá Fram átti Madeleine góða innkomu og skoraði fjögur mörk. Báðum liðum gekk illa að spila sig í opin færi og þurftu að treysta mikið á skot fyrir utan. Og nýtingin þaðan var ekkert sérstök, eða undir fjörutíu prósent hjá báðum liðum. Perla Ruth Albertsdóttir verst gegn Theu Imani Sturludóttur.vísir/diego Það tók liðin sex mínútur að skora fyrsta seinni hálfleiks. Það gerði Madeleine en hún skoraði ekki meira í leiknum. Fram var í verulegum sóknarvandræðum framan af seinni hálfleik á meðan Valskonur fengu loksins nokkur auðveld mörk úr seinni bylgju. Um miðbik seinni hálfleiks skoruðu heimakonur fimm mörk gegn einu og náðu fimm marka forskoti, 20-15, þegar tíu mínútur voru eftir. Fram rankaði þá við sér, skoraði þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 20-18. Valur svaraði með tveimur mörkum í röð, komst í 22-18 og þá var björninn unninn. Á endanum munaði tveimur mörkum á liðunum, 24-22. Þetta var annar sigur Vals á Fram á tíu dögum en Valskonur unnu bikarleik liðanna í síðustu viku, 19-25. Ágúst: Talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður Ágúst Jóhannsson skaut í ýmsar áttir eftir leik.vísir/diego Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var temmilega sáttur eftir leikinn gegn Fram. Hann nýtti tækifærið og skaut aðeins á kröfuharða sérfræðinga Stöðvar 2 Sports. „Um miðjan seinni hálfleikinn náðum við 2-3 ágætis mörkum úr seinni bylgju. Þær misstu menn út af og við nýttum það ágætlega en svo sem ekkert mikið meira en það. Við náðum ágætis forskoti en vorum svo næstum búin að klúðra því fyrir eigin aulaskap en við unnum og ég er sáttur með það,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þetta var bara erfið fæðing. Við erum auðvitað að spila við Fram. Þið haldið að við eigum að vinna alla leiki með þrjátíu mörkum, það er alveg merkilegt með ykkur á Stöð 2. Það er ekki nóg að vinna. En við vorum bara í hörkuleik við Fram sem er vel skipað við. Hafdís [Renötudóttir] varði rosalega mikið frá okkur og þær hlupu vel til baka þannig við náðum fáum hraðaupphlaupum. Þess vegna var þetta þungur leikur. Ég er ánægður að ná í tvö stig. Ekki okkar besti leikur en jákvætt að ná í tvo punkta.“ Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ófeiminn við að prófa hinar ýmsu útfærslur á vörn liðsins í dag. Ágústi fannst sitt lið leysa það þokkalega. „Ég talaði við Stefán í gær og bað hann um að vera eins og maður en það er eins og það er. Maður getur búist við öllu. Þær eru fastar í 4. sætinu og ég átti alveg von á því að það yrði vesen á honum,“ sagði Ágúst léttur í lundu. „Við sköpuðum okkur alveg færi þótt þetta væri ekki fallegt á köflum. Við leystum þetta ágætlega, sérstaklega þegar þær spiluðu 5+1. Við vorum aðeins í brasi með 4-2 vörnina en bara gott að klára þetta og ég er sáttur með það.“ Stefán: Getum ekki gefið boltann svona frá okkur gegn Val Stefán Arnarson var óhræddur að prófa ýmis varnarafbrigði gegn Val.vísir/diego Þrátt fyrir tap fyrir Val í dag var Stefán Arnarson, þjálfari Fram, nokkuð sáttur með frammistöðu sinna stelpna. „Það er kafli í seinni hálfleik þar sem við töpuðum boltanum 4-5 sinnum í röð. Þær refsuðu okkur. Við færðum þeim boltann. Það var munurinn á liðunum,“ sagði Stefán. „Við spiluðum fjögur varnarafbrigði sem er gott og þau heppnuðust ágætlega. Sóknarleikurinn var heilt yfir ágætur. Þetta var ágætur leikur og Hafdís var góð en við getum ekki gefið boltann svona frá okkur gegn Val. Þá er okkur refsað og það var munurinn á liðunum.“ Stefán segir það meðvitað að nýta leikina sem eftir eru af deildarkeppninni til að prófa ýmislegt enda lýkur Fram að öllum líkindum leik í 4. sæti. „Við erum í 4. sæti og verðum þar. Við erum að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina og við munum gera þetta áfram í leikjunum. Ég er ánægður með hvernig þetta gekk í dag,“ sagði Stefán. Hafdís Renötudóttir varði 21 skot í marki Fram og var besti leikmaður vallarins í dag. „Hafdís var frábær og auðvitað var leiðinlegt að nýta það ekki. Við viljum vinna alla leiki, sama hver er góð,“ sagði Stefán að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti