„Jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 21:01 Prófessor í næringarfræði segir fræolíur mjög hollar í hófi og furðar sig á umræðu um meinta skaðsemi þeirra síðustu misseri. Olíurnar finnist gjarnan í óhollum mat - og í honum liggi vandinn, ekki olíunum sjálfum. Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“ Neytendur Matur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Hálfgerð herferð gegn fræ- og jurtaolíum á borð við repjuolíu og sólblómaolíu hefur verið rekin á samfélagsmiðlum síðustu misseri, bæði hérlendis og erlendis. Þessar olíur sagðar skelfilega óhollar og jafnvel valdur að hinum ýmsu sjúkdómum. Ritdeilur um meinta skaðsemi jurtaolía vöktu mikla athygli á Vísi nú í vikunni. En hvað segja sérfræðingarnir? Alls ekki eitur Eru þessar olíur eitur? „Nei. Eitur er eitthvað sem gerir þér illt mjög hratt og olíur og hvaða tegund af fitu og matvælum sem við leyfum hérna í búðunum flokkast ekki undir það. Svo er þetta spurning um hvað er hollt og í sjálfu sér eru jurtaolíur bara mjög hollar innan eðlilegra marka,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Vísir/Egill Og hann mælir ekki endilega með því að fólk skipti jurtaolíum út fyrir fitu sem er „minna unnin“, eins og til dæmis smjör. „Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að við förum að borða jafnmikið af mettaðri fitu eins og við gerðum fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Og þó svo að við sjáum ekki eins skýrt í dag samhengi milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma þá er það einfaldlega út af því að við borðum mikið, mikið minna af henni en áður,“ segir Þórhallur. Bakkelsi í matvörubúðum inniheldur flest einhvers konar jurtaolíu.Vísir/egill Í næstum öllu Grænmetis- og fræolíur eru í ótrúlegustu matvælum. Fréttamaður kíkti í bakkelsisdeild búðar á höfuðborgarsvæðinu og hvert sem litið er var repjuolíu að finna í innihaldslýsingunni. Þórhallur bendir einmitt á þetta; olíurnar finnast iðulega í unnum og djúpsteiktum matvörum, sælgæti og bökunarvörum. „Ég myndi frekar velta fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að borða mikið af þeim matvælum heldur en að hafa áhyggjur af olíunni sjálfri. Ég held við séum að flækja matinn of mikið. Við þurfum ekki að vera með doktorspróf í matvælafræði til þess að borða. Þannig að ég held að þetta sé fulllangt gengið,“ segir Þórhallur. „Af hverju veltum við ekki fyrir okkur af hverju við borðum ekki meira af trefjum? Því það er eiginlega stóra vandamálið.“
Neytendur Matur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira