Tjaldsvæðinu í Mosó lokað um óákveðinn tíma Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 11:05 Tjaldsvæðið hefur á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. Tjaldsvæðið er að finna fyrir aftan gráu skólabygginguna. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhóli um óákveðinn tíma. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni. Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs bæjarins var til umræðu. Áður hafði tillagan komið til kasta bæjarráðs sem samþykkti hana. Tjaldsvæði Mosfellsbæjar á Varmárhól hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Því var lokað í byrjun sumars 2022 vegna umfangsmikilla framkvæmda við Kvíslarskóla, en tjaldsvæðið er lagnalega tengt skólahúsinu. Fram kemur að tjaldsvæðið hafi á undanförnum árum fyrst og síðast verið nýtt af húsbílaeigendum á sumrin og fram í september. „Hluti endurnýjunar skólans fólst í miklum lagnaframkvæmdum sem urðu þess valdandi að útilokað var að halda tjaldsvæðinu opnu. Óskað er eftir því við bæjarráð að það staðfesti ákvörðun um lokun tjaldsvæðis á Varmárhól og að þeir sem hafa annast umsjón tjaldsvæðisins á Varmárhól verði upplýstir um þá ákvörðun og upplýst verði opinberlaga að tjaldsvæðið á Varmárhól verði lokað um óákveðinn tíma,“ sagði í tillögu framkvæmdastjórans. Framkvæmdir við Kvíslarskóla munu halda áfram á þessu ári og því sé útilokað að tjaldsvæðið opni að nýju á þessu ári. Mögulega tjaldsvæði neðan í Ullarnesgryfjum Í greinargerð segir að í drögum að deiliskipulagi svokallaðs Ævintýragarðs sé gert ráð fyrir mögulegu tjaldsvæði til framtíðar neðar í Ullarnesgryfjum. Staðsetning núverandi tjaldsvæðis og framkvæmd við útfærslu hafi ávallt verið hugsuð til bráðabirgða. „Útfærsla tjaldsvæðis á þeim stað tók mið af því að um bráðabirgða ráðstöfun var að ræða. Mikilvægt er því að mótuð verði stefna um framtíð og staðsetningu tjaldsvæða í Mosfellsbæ og hvort að einkaaðilar séu mögulega betur til þess fallnir að annast slíkan rekstur. Benda má á að nú þegar er tjaldsvæði rekið í Mosskógum í Mosfellsdal,“ segir í greinargerðinni.
Mosfellsbær Tjaldsvæði Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira