Enski boltinn

Eigendur Chelsea og PSG hittust og ræddu möguleg kaup á Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar gæti mætt í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili ef marka frá fréttir frá París.
Neymar gæti mætt í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili ef marka frá fréttir frá París. Getty/Christian Liewig

Paris Saint-Germain vill losa sig við brasilíska knattspyrnumanninn Neymar og það lítur út fyrir að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi áhuga.

Franska félagið vildi selja Neymar í sumar en fann ekkert félag sem vildi eða réði við að taka við honum. Chelsea var eitt af þeim félögum en ákvað að bíða með að taka bið Brassanum. Nú er meiri áhugi á Stamford Bridge.

Hinn 31 ára gamli Neymar er með samning til ársins 2027 og fær þrjátíu milljónir evra í árslaun eða 4,6 milljarða króna.

ESPN og Le Parisen eru meðal þeirra miðla hafa heimildir fyrir því að Nasser al Khelaifi, forseti PSG, og Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafi verið á fundi á þriðjudaginn í París til að ræða framtíð Neymar.

Þeir ræddu líka misheppnuð félagsskipti Hakim Ziyech á lokadegi félagsskiptagluggans sem og mögulega Ofurdeild Evrópu. Félögin voru búin að semja um lánsamning en það vantaði einhverja pappíra áður en glugginn lokaðist.

Neymar er með 17 mörk og 16 stoðsendingar í 28 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Fundurinn fór fram á lúxushóteli nálægt Sigurboganum og félagarnir borðuðu hádegismat saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×