Innlent

Annar fundur boðaður í fyrramálið

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Efling og SA mættu á fund nýs sáttasemjara í kjaradeilu í morgun. Næst verður fundað klukkan tíu í fyrramálið.
Efling og SA mættu á fund nýs sáttasemjara í kjaradeilu í morgun. Næst verður fundað klukkan tíu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara var slitið á ellefta tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni í Karphúsinu frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert á milli klukkan fimm og átta í dag.

Í samtali við RÚV segir Ástráður að ekki hafi náðst að stíga inn í eiginlegar kjaraviðræður. Málið væri algjörlega á fyrstu stigum. Hann treysti sér því ekki til að segja „hvort hitastigið sé enn við frostmark.“

„Ég get ómögulega lagt mat það á núna.“


Tengdar fréttir

„Þessi samningur er bara kominn á“

„Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrystu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. 

„Sæmi­legar fréttir“ að við­ræður eigi sér stað

Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir.

Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir

Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag.

Það er hægt að semja til langs tíma á ís­lenskum vinnu­markaði

Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×