„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Máni Snær Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2023 16:07 Rögnvaldur Helgi Helgason segir stéttina frá stuðning frá almenningi. Vísir Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira