Hafa örfáa daga til að ná samningum Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 20:03 Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum á föstudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari sagði sig frá kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í gær eftir að Landsréttir úrskurðaði að hann ætti ekki skilyrðislausan rét tá að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Í dag skipaði vinnumarkaðsráðherra síðan Ástráð Haraldsson héraðsdómara í stöðu sáttasemjara í deilunni. Hann hefði reynslu af vinnudeilum. Ráðherra tekur undir með öðrum um að mikilvægt sé að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar. „Ég bind vonir við að það megi takast og biðla til aðilanna, bæði SA og Eflingar að gera sitt allra, allra ítrasta til þess að svo megi vera,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann leggi nýjum ríkissáttasemjara ekki til neitt veganesti til að mynda um að miðlunartilagan verði lögð til hliðar. „Ég treysti honum bæði til að koma sér hratt og vel inn í málið til að geta miðlað málum og tel mikilvægt að hann hafi það rými sem hann þarf til þess.“ Það skipti miklu máli að deiluaðilar fái frið enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir samfélagið og það verkafólk sem um ræði. Ekki hafi verið rætt í ríkisstjórn að grípa inn í deiluna með öðrum hætti. „Ég er búinn að leggja mitt púkk í það núna með því að verða við ósk Aðalsteins Leifssonar að það komi ný manneskja þarna inn. Ég bind miklar vonir við að það megi verða til þess að við sjáum þessa deilu leysast sem allra, allra fyrst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Skylda beggja að setjast niður og tala saman Á hádegi á morgun hefst verkfall á átta hótelum til viðbótar við þau sjö þar sem verkfall hófst í síðustu viku, og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Búist er að hratt muni ganga á eldsneytisbirgðir og ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en yfirstandandi verkföll. Framkvæmdastjóri SA segir það skyldu aðila deilunnar að setjast niður og ræða málin. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila. En til þess að aðilar geti samið verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn til 10 ára ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið nema Efling,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar Stjórnvöld verði að grípa inn í Staðan í samfélaginu verði skelfileg um eða eftir komandi helgi þegar allt muni lamast. „Við erum að tala um einn, tvo, þrjá daga. Það er það sem við höfum til stefnu í þessari deilu. Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Hins vegar verði stjórnvöld að grípa inn í ef ekki náist samningar og eins muni SA íhuga að beita sínum vopnum eins og verkbanni. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgðir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Samninganefnd Eflingar mætir á morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ánægð með að Ástráður Haraldsson hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara í deilunni. Boðað hefur verið til fundar hjá sáttasemjara í fyrramálið, sem hún segir samninganefnd Eflingar að sjálfsögðu ætla að mæta á. Hvað varðar þann stutta tíma sem til stefnu er áður en áhrif verkfallanna fara að bíta verulega á samfélagið, segir Sólveig Anna ljóst að áhrifin geti orðið mikil. „Efling hefur auðvitað, í gegnum allt sem hér hefur átt sér stað, haft mjög einbeittan og eindreginn samningsvilja. Hann er sannarlega enn til staðar. Auðvitað er það svo að þegar félagsfólk Eflingar leggur niður störf, vegna þess að þau eru sannarlega ómissandi í samfélaginu, þá hefur það mjög mikil áhrif, mjög hratt,“ sagði Sólveig Anna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar.Vísir/Arnar „Við viljum vinna hratt og örugglega, það höfum við viljað allan tímann. Við mætum og erum tilbúin til þess að setjast niður í fullri alvöru, til þess að gera kjarasamning fyrir Eflingu, sem hentar Eflingarfólki.“ Hún segist ekki telja að stjórnvöld muni setja lög á verkfallsaðgerðirnar. „Ég bara get ekki trúað því að stjórnvöld myndu leggjast svo lágt að setja lög á verkföll verka- og láglaunafólks.“ Þá segir hún hátt í 200 undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfallsaðgerðanna, sem hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna er formaður undanþágunefndar Eflingar. „Við verðum hér langt fram á kvöld og um leið og við höfum lokið störfum, þá sendum við frá okkur tilkynningu þar sem farið verður yfir niðurstöður fundarins,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ríkissáttasemjari sagði sig frá kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í gær eftir að Landsréttir úrskurðaði að hann ætti ekki skilyrðislausan rét tá að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. Í dag skipaði vinnumarkaðsráðherra síðan Ástráð Haraldsson héraðsdómara í stöðu sáttasemjara í deilunni. Hann hefði reynslu af vinnudeilum. Ráðherra tekur undir með öðrum um að mikilvægt sé að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar. „Ég bind vonir við að það megi takast og biðla til aðilanna, bæði SA og Eflingar að gera sitt allra, allra ítrasta til þess að svo megi vera,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Hann leggi nýjum ríkissáttasemjara ekki til neitt veganesti til að mynda um að miðlunartilagan verði lögð til hliðar. „Ég treysti honum bæði til að koma sér hratt og vel inn í málið til að geta miðlað málum og tel mikilvægt að hann hafi það rými sem hann þarf til þess.“ Það skipti miklu máli að deiluaðilar fái frið enda miklir hagsmunir í húfi bæði fyrir samfélagið og það verkafólk sem um ræði. Ekki hafi verið rætt í ríkisstjórn að grípa inn í deiluna með öðrum hætti. „Ég er búinn að leggja mitt púkk í það núna með því að verða við ósk Aðalsteins Leifssonar að það komi ný manneskja þarna inn. Ég bind miklar vonir við að það megi verða til þess að við sjáum þessa deilu leysast sem allra, allra fyrst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Skylda beggja að setjast niður og tala saman Á hádegi á morgun hefst verkfall á átta hótelum til viðbótar við þau sjö þar sem verkfall hófst í síðustu viku, og hjá bílstjórum olíufélaganna og Samskipa. Búist er að hratt muni ganga á eldsneytisbirgðir og ljóst að umfangsmeiri verkföll muni hafa mun meiri áhrif á ferðaþjónustuna og daglegt líf fólks en yfirstandandi verkföll. Framkvæmdastjóri SA segir það skyldu aðila deilunnar að setjast niður og ræða málin. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila. En til þess að aðilar geti samið verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn til 10 ára ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið nema Efling,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/Arnar Stjórnvöld verði að grípa inn í Staðan í samfélaginu verði skelfileg um eða eftir komandi helgi þegar allt muni lamast. „Við erum að tala um einn, tvo, þrjá daga. Það er það sem við höfum til stefnu í þessari deilu. Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Hins vegar verði stjórnvöld að grípa inn í ef ekki náist samningar og eins muni SA íhuga að beita sínum vopnum eins og verkbanni. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgðir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson. Samninganefnd Eflingar mætir á morgun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ánægð með að Ástráður Haraldsson hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara í deilunni. Boðað hefur verið til fundar hjá sáttasemjara í fyrramálið, sem hún segir samninganefnd Eflingar að sjálfsögðu ætla að mæta á. Hvað varðar þann stutta tíma sem til stefnu er áður en áhrif verkfallanna fara að bíta verulega á samfélagið, segir Sólveig Anna ljóst að áhrifin geti orðið mikil. „Efling hefur auðvitað, í gegnum allt sem hér hefur átt sér stað, haft mjög einbeittan og eindreginn samningsvilja. Hann er sannarlega enn til staðar. Auðvitað er það svo að þegar félagsfólk Eflingar leggur niður störf, vegna þess að þau eru sannarlega ómissandi í samfélaginu, þá hefur það mjög mikil áhrif, mjög hratt,“ sagði Sólveig Anna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er jafnframt formaður undanþágunefndar.Vísir/Arnar „Við viljum vinna hratt og örugglega, það höfum við viljað allan tímann. Við mætum og erum tilbúin til þess að setjast niður í fullri alvöru, til þess að gera kjarasamning fyrir Eflingu, sem hentar Eflingarfólki.“ Hún segist ekki telja að stjórnvöld muni setja lög á verkfallsaðgerðirnar. „Ég bara get ekki trúað því að stjórnvöld myndu leggjast svo lágt að setja lög á verkföll verka- og láglaunafólks.“ Þá segir hún hátt í 200 undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfallsaðgerðanna, sem hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna er formaður undanþágunefndar Eflingar. „Við verðum hér langt fram á kvöld og um leið og við höfum lokið störfum, þá sendum við frá okkur tilkynningu þar sem farið verður yfir niðurstöður fundarins,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“