Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 16:40 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. „Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10
Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40