„Það er enginn að fara að stoppa mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Sigga Ózk frumsýnir hér að neðan órafmagnað tónlistarmyndband við lagið Gleyma þér og dansa. Þórður Hólm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Sigga Ózk - Gleyma þér og dansa (órafmögnuð útgáfa) Hrafnkell Pálmarsson, faðir Siggu Óskar, spilar á gítar í myndbandinu. Baldvin Hlynsson, pródúsentinn sem Sigga vinnur mikið með, spilar á píanóið og Baldur Einarsson, æskuvinur Siggu, sér um myndatökuna. Segir mismunandi skoðanir dásamlegar Sigga Ósk segist virkilega spennt fyrir því að stíga á svið laugardagskvöldið 25. febrúar. Að hennar sögn hafa viðbrögðin við laginu verið mjög góð. „Maður veit ekkert við hverju má búast og það er svo dásamlegt hvað fólk er með mismunandi skoðanir. Það er ekkert eitt lag betra en annað og það eru bara allir með sínar skoðanir.“ Hún hefur meðal annars fengið viðbrögð í gegnum samfélagsmiðla og þar á meðal hafa krakkar út í heimi dansað við lagið hennar. View this post on Instagram A post shared by Sigga Ózk (@siggaozk) „Ég er búin að sjá nokkur myndbönd á TikTok og ég veit af krökkum í grunnskóla sem hafa meðal annars verið á göngunum að dansa við lagið. Mér fannst sætast svo í heimi þegar ég fékk sent myndband af frænkum mínum en þær voru búnar að búa til heilan dans við lagið og klippa myndbandið og allt. Ég var í bílnum á leiðinni heim þegar ég sá þetta og þurfti að stoppa, ég fór bara að grenja. Ég var svo emotional.“ Sigga Ósk er þakklát fyrir viðtökurnar. „Mér finnst ótrúlega mikill heiður að fá að vera partur af þessu show-i þar sem fólk situr heima í dómarasætinu.“ Sigga Ózk elskar líka krefjandi hliðar tónlistarinnar.Snjókallinn Erfiða vinnan skemmtileg Tónlistin er ástríða hjá Siggu Ósk sem segir allan pakkann skemmtilegan. „Þegar fólk segir: „You have to do the hard work first“, þá hugsa ég bara erfiða vinnan er skemmtileg vinna fyrir mér. Ég elska að vera í stúdíóinu að plana og sjá fyrir mér, framkvæma svo hugmyndina sem var á blaði og sjá hana verða að veruleika. Ég elska allt ferlið þegar eitthvað getur komist úr heilanum mínum yfir í raunveruleikann.“ Sigga Ózk vissi frá ungum aldri að hana langaði til að verða tónlistarkona.Aðsend „Hæ heimur, horfðu á mig“ Það er greinilegt að álit annarra hefur ekki djúpstæð áhrif á þessa tónlistarkonu. „Ég hef alveg upplifað að fólk taki mér ekki alvarlega en ég held að það sé ekki meint illa. Ég held að fólk sé óvant því að stelpur stígi fram og taki pláss.“ Hún bætir þó við að nú sé breyting á því, stelpur séu að taka meira pláss. „Ég er ekki hrædd, ég stend með mér og hef sjálfstraust. Þetta er það sem ég hef upp á að bjóða og ég sýni fólki það. Þú verður fyrst að trúa á þig og ekki ætlast til að allir séu bíðandi með hurðina opna. Það er enginn að fara að opna hurðina fyrir þig, þú þarft að vera tilbúin að opna lásinn eða sparka upp hurðinni.“ Sigga Ózk var dugleg að koma fram á ýmsum hátíðum síðastliðið sumar.Þórður Hólm Síðastliðið vor gaf Sigga út lagið Sjáðu mig. Í kjölfarið setti hún mikla vinnu í að koma sér á framfæri. „Ég sendi tölvupóst á ýmsar tónlistarhátíðir og ákvað að ég ætlaði bara að gera þetta af fullum krafti, það er enginn að fara að stoppa mig. Núna ætla ég að vera alls staðar og ég ætla að vera pirrandi. Ég vil frekar að fólk sé bara: Æji hún aftur, heldur en að það sjái mig ekki. Það var það sem lagið snerist um. Hæ heimur, horfðu á mig. Eftir að ég gaf út lagið hugsaði ég að ef ég ætla að standa með þessum skilaboðum lagsins þá þarf ég að gera vinnuna. Það er kominn tími til að við stelpur stígum fram, segjum sjáðu mig og erum ekki feimnar við að gera eitthvað vitlaust. Við megum líka gera mistök fyrir framan aðra og halda svo áfram.“ Sigga Ózk segir mikilvægt að taka pláss í tónlistarsenunni.Snjókallinn Dansa í gegnum tárin Sigga Ósk segir að búast megi við miklu stuði þegar hún flytur Söngvakeppnis lagið sitt Gleyma mér og dansa. „Ég myndi segja að áhorfendur megi búast við því að verða skemmt. Þetta verður ótrúlega mikið stuð, stemning og dans og ég vona að sem flestir stígi spor með mér.“ Hún ákvað að gefa út þessa órafmögnuðu útgáfu af laginu til að sýna berskjaldaða hlið þess. Atriðið verður poppsprengja að hennar sögn og langaði hana líka að sýna mýkri hliðar lagsins. Hún segir lagið berskjaldað og það snúist um að dansa í gegnum tárin og dansa í gegnum erfiðleikana. „Ég hef að sjálfsögðu þurft að gera það, við göngum öll í gegnum erfiðleika. Þetta snýst líka um að þú ert ekki einn að dansa í gegnum tárin. Ef þú ert einhvern tíma á botninum þá er pottþétt einhver sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað.“ Sigga Ósk tengir mikið við lagið og segir fátt betra fyrir líðan sína en að dansa. „Það er rosalega frelsandi að dansa í gegnum tárin. Ég var einu sinni í ástarsorg og horfði í spegilinn inn á baði, alveg tóm að innan og sagði við sjálfa mig: Nú ætlum við að dansa. Þannig að ég kveikti á tónlist, byrjaði að dansa inni á baði og hugsaði djöfull er ég asnaleg, en þetta er það besta sem ég hef gert. Það er erfiðara að syngja í gegnum tárin og auðveldara að dansa í gegnum þau. En ég hef alveg þurft að gera bæði,“ segir Sigga Ósk og bætir að lokum við að hún hafi alltaf notað dans og söng sem ákveðna þerapíu. Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. 28. janúar 2023 20:33 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Klippa: Sigga Ózk - Gleyma þér og dansa (órafmögnuð útgáfa) Hrafnkell Pálmarsson, faðir Siggu Óskar, spilar á gítar í myndbandinu. Baldvin Hlynsson, pródúsentinn sem Sigga vinnur mikið með, spilar á píanóið og Baldur Einarsson, æskuvinur Siggu, sér um myndatökuna. Segir mismunandi skoðanir dásamlegar Sigga Ósk segist virkilega spennt fyrir því að stíga á svið laugardagskvöldið 25. febrúar. Að hennar sögn hafa viðbrögðin við laginu verið mjög góð. „Maður veit ekkert við hverju má búast og það er svo dásamlegt hvað fólk er með mismunandi skoðanir. Það er ekkert eitt lag betra en annað og það eru bara allir með sínar skoðanir.“ Hún hefur meðal annars fengið viðbrögð í gegnum samfélagsmiðla og þar á meðal hafa krakkar út í heimi dansað við lagið hennar. View this post on Instagram A post shared by Sigga Ózk (@siggaozk) „Ég er búin að sjá nokkur myndbönd á TikTok og ég veit af krökkum í grunnskóla sem hafa meðal annars verið á göngunum að dansa við lagið. Mér fannst sætast svo í heimi þegar ég fékk sent myndband af frænkum mínum en þær voru búnar að búa til heilan dans við lagið og klippa myndbandið og allt. Ég var í bílnum á leiðinni heim þegar ég sá þetta og þurfti að stoppa, ég fór bara að grenja. Ég var svo emotional.“ Sigga Ósk er þakklát fyrir viðtökurnar. „Mér finnst ótrúlega mikill heiður að fá að vera partur af þessu show-i þar sem fólk situr heima í dómarasætinu.“ Sigga Ózk elskar líka krefjandi hliðar tónlistarinnar.Snjókallinn Erfiða vinnan skemmtileg Tónlistin er ástríða hjá Siggu Ósk sem segir allan pakkann skemmtilegan. „Þegar fólk segir: „You have to do the hard work first“, þá hugsa ég bara erfiða vinnan er skemmtileg vinna fyrir mér. Ég elska að vera í stúdíóinu að plana og sjá fyrir mér, framkvæma svo hugmyndina sem var á blaði og sjá hana verða að veruleika. Ég elska allt ferlið þegar eitthvað getur komist úr heilanum mínum yfir í raunveruleikann.“ Sigga Ózk vissi frá ungum aldri að hana langaði til að verða tónlistarkona.Aðsend „Hæ heimur, horfðu á mig“ Það er greinilegt að álit annarra hefur ekki djúpstæð áhrif á þessa tónlistarkonu. „Ég hef alveg upplifað að fólk taki mér ekki alvarlega en ég held að það sé ekki meint illa. Ég held að fólk sé óvant því að stelpur stígi fram og taki pláss.“ Hún bætir þó við að nú sé breyting á því, stelpur séu að taka meira pláss. „Ég er ekki hrædd, ég stend með mér og hef sjálfstraust. Þetta er það sem ég hef upp á að bjóða og ég sýni fólki það. Þú verður fyrst að trúa á þig og ekki ætlast til að allir séu bíðandi með hurðina opna. Það er enginn að fara að opna hurðina fyrir þig, þú þarft að vera tilbúin að opna lásinn eða sparka upp hurðinni.“ Sigga Ózk var dugleg að koma fram á ýmsum hátíðum síðastliðið sumar.Þórður Hólm Síðastliðið vor gaf Sigga út lagið Sjáðu mig. Í kjölfarið setti hún mikla vinnu í að koma sér á framfæri. „Ég sendi tölvupóst á ýmsar tónlistarhátíðir og ákvað að ég ætlaði bara að gera þetta af fullum krafti, það er enginn að fara að stoppa mig. Núna ætla ég að vera alls staðar og ég ætla að vera pirrandi. Ég vil frekar að fólk sé bara: Æji hún aftur, heldur en að það sjái mig ekki. Það var það sem lagið snerist um. Hæ heimur, horfðu á mig. Eftir að ég gaf út lagið hugsaði ég að ef ég ætla að standa með þessum skilaboðum lagsins þá þarf ég að gera vinnuna. Það er kominn tími til að við stelpur stígum fram, segjum sjáðu mig og erum ekki feimnar við að gera eitthvað vitlaust. Við megum líka gera mistök fyrir framan aðra og halda svo áfram.“ Sigga Ózk segir mikilvægt að taka pláss í tónlistarsenunni.Snjókallinn Dansa í gegnum tárin Sigga Ósk segir að búast megi við miklu stuði þegar hún flytur Söngvakeppnis lagið sitt Gleyma mér og dansa. „Ég myndi segja að áhorfendur megi búast við því að verða skemmt. Þetta verður ótrúlega mikið stuð, stemning og dans og ég vona að sem flestir stígi spor með mér.“ Hún ákvað að gefa út þessa órafmögnuðu útgáfu af laginu til að sýna berskjaldaða hlið þess. Atriðið verður poppsprengja að hennar sögn og langaði hana líka að sýna mýkri hliðar lagsins. Hún segir lagið berskjaldað og það snúist um að dansa í gegnum tárin og dansa í gegnum erfiðleikana. „Ég hef að sjálfsögðu þurft að gera það, við göngum öll í gegnum erfiðleika. Þetta snýst líka um að þú ert ekki einn að dansa í gegnum tárin. Ef þú ert einhvern tíma á botninum þá er pottþétt einhver sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað.“ Sigga Ósk tengir mikið við lagið og segir fátt betra fyrir líðan sína en að dansa. „Það er rosalega frelsandi að dansa í gegnum tárin. Ég var einu sinni í ástarsorg og horfði í spegilinn inn á baði, alveg tóm að innan og sagði við sjálfa mig: Nú ætlum við að dansa. Þannig að ég kveikti á tónlist, byrjaði að dansa inni á baði og hugsaði djöfull er ég asnaleg, en þetta er það besta sem ég hef gert. Það er erfiðara að syngja í gegnum tárin og auðveldara að dansa í gegnum þau. En ég hef alveg þurft að gera bæði,“ segir Sigga Ósk og bætir að lokum við að hún hafi alltaf notað dans og söng sem ákveðna þerapíu.
Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. 28. janúar 2023 20:33 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. 28. janúar 2023 20:33